„Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Sveinn Arnarsson skrifar 16. janúar 2015 08:00 Íslandsbanki hefur að margra mati líf Grímseyjar í höndum sér og getur ákveðið hvort byggð verði í eynni eða ekki. Fréttablaðið/Pjetur Boðað hefur verið til íbúafundar í Grímsey þann 28. janúar næstkomandi til að ræða framtíð byggðarinnar í eynni. Staða áframhaldandi byggðar er óviss þar sem útgerðaraðilar eru í greiðsluvandræðum og gætu þurft að selja frá sér aflaheimildir til þess að standa í skilum við fjármálastofnanir.Sjá einnig: Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Gunnar Hannesson, útgerðarmaður í Grímsey, telur að íþyngjandi aðgerðir Íslandsbanka geti endað byggð í eynni. „Það er alveg ljóst að þeir vilja fá borgað. Við erum að berjast við vanda sem varð til í hruninu og því er þetta afar erfitt. Við eigum fyrir skuldum og vel það, það er ekki málið, en Íslandsbanki vill fara að fá greitt og vill að við seljum. Ef enginn er kvótinn í eynni þá verður engin byggð heldur í eynni,“ segir Gunnar. Að mati Gunnars mun framtíð byggðar í Grímsey verða rædd á íbúafundi sem er boðaður þann 28. janúar. „Þá mun þetta allt verða orðið ljóst, bærinn mun koma á fundinn og sjá til hvað hægt er að gera.“Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar ByggðastofnunarMynd/Völundur JónssonÞóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar, telur stöðuna sem upp er komin varðandi kvótamál í Grímsey alvarlega. „Lítil sjávarþorp sem byggja alfarið á sjávarútvegi hafa átt undir högg að sækja. Aflamark Byggðastofnunar miðar sérstaklega að því að styðja við slík bæjarfélög í samvinnu við útgerðaraðila, vinnslu og samfélagið. Tíu sveitarfélög falla undir skilgreiningar Byggðastofnunar og hefur stofnunin verið með sértækan byggðakvóta í tíu þeirra. Grímsey hefur ekki þurft á aðstoð að halda vegna ágætrar stöðu útgerðar og vinnslu en nú er önnur staða uppi. Nú þarf Byggðastofnun að skoða hvort hún geti komið að lausninni, en það aflamark verður aldrei eina lausnin. Það verður aldrei hægt að reka útgerð á aflamarki Byggðastofnunar einvörðungu,“ segir Þóroddur. „Grímsey á sér langa sögu, byggð hefur verið í eynni í um 800 ár og það yrði hörmulegt ef hún endar svona, með að útgerð leggist af og byggðin þar af leiðandi líka.“„Það er hægt að viðhalda byggð í Grímsey ef allir leggjast á árarnar og hjálpast að; útgerðarmenn, íbúar, fjármálastofnanir og landshlutasamtök. Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni.“ Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, segir bæjaryfirvöld róa öllum árum að því að viðhalda byggð í eynni. „Það yrði dapurlegt ef byggð legðist af í Grímsey. Við erum nú að vinna að því að finna lausnir með Byggðastofnun og Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Það er keppikefli okkar að áfram verði byggð í Grímsey. Tengdar fréttir Bjargfuglar eiga mjög undir högg að sækja Rannsóknir Náttúrustofu Norðausturlands á ástandi sjófuglastofna sýna óheillaþróun, bæði til skamms og lengri tíma litið. Fækkun einstakra tegunda er slík að búast má við að þær hverfi með öllu í stórum sjófuglabyggðum. 17. nóvember 2014 07:00 Heimskautsbaugurinn í Grímsey fær nýtt kennileiti Kennileitinu er ætlað að vekja athygli á Grímsey sem ferðamannastað. Kennileitið á að styrkja Grímsey og stöðu hennar sem nyrsta odda íslands, á heimskautsbaugnum. 11. mars 2014 11:26 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Þríburaeyjan Grímsey: Þríburarnir sem fæddust um helgina skyldir öðrum eineggja þríburum Þríeykin tvö eiga ættir sínar að rekja til Ingu Jóhannesdóttur, sem bjó stærstan hluta ævi sinnar í Grímsey. Hún er langalangamma þríbura frá Grímsey, sem fæddust árið 1977 og langalangalangamma þríburanna sem fæddust í Danmörku á sunnudaginn. 11. ágúst 2014 15:37 Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Íslandsbanki hefur viðrað þá hugmynd að kvóti verði seldur úr eynni svo útgerðarmenn geti greitt skuldir sínar. 14. janúar 2015 22:35 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Boðað hefur verið til íbúafundar í Grímsey þann 28. janúar næstkomandi til að ræða framtíð byggðarinnar í eynni. Staða áframhaldandi byggðar er óviss þar sem útgerðaraðilar eru í greiðsluvandræðum og gætu þurft að selja frá sér aflaheimildir til þess að standa í skilum við fjármálastofnanir.Sjá einnig: Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Gunnar Hannesson, útgerðarmaður í Grímsey, telur að íþyngjandi aðgerðir Íslandsbanka geti endað byggð í eynni. „Það er alveg ljóst að þeir vilja fá borgað. Við erum að berjast við vanda sem varð til í hruninu og því er þetta afar erfitt. Við eigum fyrir skuldum og vel það, það er ekki málið, en Íslandsbanki vill fara að fá greitt og vill að við seljum. Ef enginn er kvótinn í eynni þá verður engin byggð heldur í eynni,“ segir Gunnar. Að mati Gunnars mun framtíð byggðar í Grímsey verða rædd á íbúafundi sem er boðaður þann 28. janúar. „Þá mun þetta allt verða orðið ljóst, bærinn mun koma á fundinn og sjá til hvað hægt er að gera.“Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar ByggðastofnunarMynd/Völundur JónssonÞóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar, telur stöðuna sem upp er komin varðandi kvótamál í Grímsey alvarlega. „Lítil sjávarþorp sem byggja alfarið á sjávarútvegi hafa átt undir högg að sækja. Aflamark Byggðastofnunar miðar sérstaklega að því að styðja við slík bæjarfélög í samvinnu við útgerðaraðila, vinnslu og samfélagið. Tíu sveitarfélög falla undir skilgreiningar Byggðastofnunar og hefur stofnunin verið með sértækan byggðakvóta í tíu þeirra. Grímsey hefur ekki þurft á aðstoð að halda vegna ágætrar stöðu útgerðar og vinnslu en nú er önnur staða uppi. Nú þarf Byggðastofnun að skoða hvort hún geti komið að lausninni, en það aflamark verður aldrei eina lausnin. Það verður aldrei hægt að reka útgerð á aflamarki Byggðastofnunar einvörðungu,“ segir Þóroddur. „Grímsey á sér langa sögu, byggð hefur verið í eynni í um 800 ár og það yrði hörmulegt ef hún endar svona, með að útgerð leggist af og byggðin þar af leiðandi líka.“„Það er hægt að viðhalda byggð í Grímsey ef allir leggjast á árarnar og hjálpast að; útgerðarmenn, íbúar, fjármálastofnanir og landshlutasamtök. Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni.“ Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, segir bæjaryfirvöld róa öllum árum að því að viðhalda byggð í eynni. „Það yrði dapurlegt ef byggð legðist af í Grímsey. Við erum nú að vinna að því að finna lausnir með Byggðastofnun og Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Það er keppikefli okkar að áfram verði byggð í Grímsey.
Tengdar fréttir Bjargfuglar eiga mjög undir högg að sækja Rannsóknir Náttúrustofu Norðausturlands á ástandi sjófuglastofna sýna óheillaþróun, bæði til skamms og lengri tíma litið. Fækkun einstakra tegunda er slík að búast má við að þær hverfi með öllu í stórum sjófuglabyggðum. 17. nóvember 2014 07:00 Heimskautsbaugurinn í Grímsey fær nýtt kennileiti Kennileitinu er ætlað að vekja athygli á Grímsey sem ferðamannastað. Kennileitið á að styrkja Grímsey og stöðu hennar sem nyrsta odda íslands, á heimskautsbaugnum. 11. mars 2014 11:26 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Þríburaeyjan Grímsey: Þríburarnir sem fæddust um helgina skyldir öðrum eineggja þríburum Þríeykin tvö eiga ættir sínar að rekja til Ingu Jóhannesdóttur, sem bjó stærstan hluta ævi sinnar í Grímsey. Hún er langalangamma þríbura frá Grímsey, sem fæddust árið 1977 og langalangalangamma þríburanna sem fæddust í Danmörku á sunnudaginn. 11. ágúst 2014 15:37 Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Íslandsbanki hefur viðrað þá hugmynd að kvóti verði seldur úr eynni svo útgerðarmenn geti greitt skuldir sínar. 14. janúar 2015 22:35 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Bjargfuglar eiga mjög undir högg að sækja Rannsóknir Náttúrustofu Norðausturlands á ástandi sjófuglastofna sýna óheillaþróun, bæði til skamms og lengri tíma litið. Fækkun einstakra tegunda er slík að búast má við að þær hverfi með öllu í stórum sjófuglabyggðum. 17. nóvember 2014 07:00
Heimskautsbaugurinn í Grímsey fær nýtt kennileiti Kennileitinu er ætlað að vekja athygli á Grímsey sem ferðamannastað. Kennileitið á að styrkja Grímsey og stöðu hennar sem nyrsta odda íslands, á heimskautsbaugnum. 11. mars 2014 11:26
Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04
Þríburaeyjan Grímsey: Þríburarnir sem fæddust um helgina skyldir öðrum eineggja þríburum Þríeykin tvö eiga ættir sínar að rekja til Ingu Jóhannesdóttur, sem bjó stærstan hluta ævi sinnar í Grímsey. Hún er langalangamma þríbura frá Grímsey, sem fæddust árið 1977 og langalangalangamma þríburanna sem fæddust í Danmörku á sunnudaginn. 11. ágúst 2014 15:37
Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Íslandsbanki hefur viðrað þá hugmynd að kvóti verði seldur úr eynni svo útgerðarmenn geti greitt skuldir sínar. 14. janúar 2015 22:35