Menntun lögreglunnar á nauðgunarmálum efld Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 14. janúar 2015 08:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir ráðuneytið munu skoða tillögur í nýrri skýrslu. Í sumum málaflokkum þarf umræðan að þroskast, að hennar sögn. Í nýrri skýrslu Hildar Fjólu Antonsdóttur sem fjallar um viðhorf fagaðila til meðferðar nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins kemur fram að víða er pottur brotinn. Meðal þess sem fjallað er um er hvernig persóna og mannleg reynsla dómara hefur áhrif á lyktir mála, vinnubrögð og viðhorf lögreglu, klámvæðing og úrræðaleysi vegna ungra manna sem beita kynferðisofbeldi án þess að átta sig á því og fleira. Í skýrslunni eru margar tillögur að úrbótum. Til að mynda er mælt með því að það þurfi að auka símenntunartækifæri dómara, tryggja að reynsluheimur kynjanna endurspeglist í fjölskipuðum dómum og kanna möguleika á að tryggja ákveðna sérhæfingu innan dómstóla.Sjá fyrri umfjallanir um skýrsluna: „Ójöfn staða sakborninga“ og „Niðurstöður í nauðgunarmálum sagðar vera dómarahappdrætti“. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir eftirspurn eftir símenntun á öllum stigum, rannsakenda, ákæruvalds og dómara. „Þú nefnir dómara, tækifæri til símenntunar eru auðvitað mikilvæg á öllum stigum þeirra sem koma að þessum málum, rannsakenda, ákæruvalds og dómara. Það sama á auðvitað við um menntunina almennt. Í þessu eins og öðru þarf að skoða heildarsamhengið. Í skýrslunni kemur meðal annars fram eftirspurn eftir símenntun á öllum stigum. Að þessu þarf að huga,“ segir Ólöf.@$ID/[No paragraph style]:Skýrsla Hildar Fjólu inniheldur fjölmargar tillögur að úrbótum á öllum stigum dómskerfisins. Margar þeirra verða teknar til skoðunar.Þá er mælst til þess að menntun og þjálfun þeirra lögreglumanna sem rannsaka nauðgunar- og kynferðisbrotamál sé efld. Og tryggt verði að rannsókn á nýafstöðnum brotum hefjist þegar í stað þótt kæruskýrsla liggi ekki fyrir. Ólöf segir starfshóp um framtíðarsýn lögreglumanna hafa skilað skýrslu þar sem nýskipaður lögreglustjóri var formaður. „Nú hefur starfshópur um framtíðarsýn lögreglumanna skilað skýrslu. þar sem Sigríður Björk, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, var formaður. Ég á eftir að fá kynningu á henni en við erum að vinna í þessum málum í ráðuneytinu. Nú hefur verið skipaður starfshópur sem skila á tillögum um innihald lögreglunáms. Í honum eru Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, og Sigríður Björk, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Markmiðið er að styrkja lögreglunám á Íslandi og það er spennandi verkefni og framtíðarsýn.“ Tillögur um úrbætur eru fleiri og margvíslegar. Til að mynda er mælt með því að kynna einkamálaleiðina betur. Ólöf segir ráðuneytið munu skoða nánar ýmsar tillögur skýrslunnar. „Almennt um tillögurnar er það að segja að þessi skýrsla er komin út, í henni eru ýmsar tillögur sem ráðuneytið mun skoða nánar og vinna með. Þarna eru tillögur og punktar sem þurfa að þroskast í umræðunni,“ segir Ólöf. Tengdar fréttir Ójöfn staða sakborninga Ný rannsókn leiðir í ljós að "venjulegir menn“ eru meirihluti sakborninga í nauðgunarmálum sem tilkynnt eru lögreglu en fáir í hópi ákærðra. 12. janúar 2015 09:45 Niðurstöður í nauðgunarmálum sagðar vera "dómarahappdrætti“ Persónuleg viðhorf og reynsla dómara hefur áhrif á lyktir mála, samkvæmt nýrri skýrslu um viðhorf fagaðila innan réttarvörslukerfisins. 13. janúar 2015 07:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Í nýrri skýrslu Hildar Fjólu Antonsdóttur sem fjallar um viðhorf fagaðila til meðferðar nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins kemur fram að víða er pottur brotinn. Meðal þess sem fjallað er um er hvernig persóna og mannleg reynsla dómara hefur áhrif á lyktir mála, vinnubrögð og viðhorf lögreglu, klámvæðing og úrræðaleysi vegna ungra manna sem beita kynferðisofbeldi án þess að átta sig á því og fleira. Í skýrslunni eru margar tillögur að úrbótum. Til að mynda er mælt með því að það þurfi að auka símenntunartækifæri dómara, tryggja að reynsluheimur kynjanna endurspeglist í fjölskipuðum dómum og kanna möguleika á að tryggja ákveðna sérhæfingu innan dómstóla.Sjá fyrri umfjallanir um skýrsluna: „Ójöfn staða sakborninga“ og „Niðurstöður í nauðgunarmálum sagðar vera dómarahappdrætti“. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir eftirspurn eftir símenntun á öllum stigum, rannsakenda, ákæruvalds og dómara. „Þú nefnir dómara, tækifæri til símenntunar eru auðvitað mikilvæg á öllum stigum þeirra sem koma að þessum málum, rannsakenda, ákæruvalds og dómara. Það sama á auðvitað við um menntunina almennt. Í þessu eins og öðru þarf að skoða heildarsamhengið. Í skýrslunni kemur meðal annars fram eftirspurn eftir símenntun á öllum stigum. Að þessu þarf að huga,“ segir Ólöf.@$ID/[No paragraph style]:Skýrsla Hildar Fjólu inniheldur fjölmargar tillögur að úrbótum á öllum stigum dómskerfisins. Margar þeirra verða teknar til skoðunar.Þá er mælst til þess að menntun og þjálfun þeirra lögreglumanna sem rannsaka nauðgunar- og kynferðisbrotamál sé efld. Og tryggt verði að rannsókn á nýafstöðnum brotum hefjist þegar í stað þótt kæruskýrsla liggi ekki fyrir. Ólöf segir starfshóp um framtíðarsýn lögreglumanna hafa skilað skýrslu þar sem nýskipaður lögreglustjóri var formaður. „Nú hefur starfshópur um framtíðarsýn lögreglumanna skilað skýrslu. þar sem Sigríður Björk, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, var formaður. Ég á eftir að fá kynningu á henni en við erum að vinna í þessum málum í ráðuneytinu. Nú hefur verið skipaður starfshópur sem skila á tillögum um innihald lögreglunáms. Í honum eru Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, og Sigríður Björk, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Markmiðið er að styrkja lögreglunám á Íslandi og það er spennandi verkefni og framtíðarsýn.“ Tillögur um úrbætur eru fleiri og margvíslegar. Til að mynda er mælt með því að kynna einkamálaleiðina betur. Ólöf segir ráðuneytið munu skoða nánar ýmsar tillögur skýrslunnar. „Almennt um tillögurnar er það að segja að þessi skýrsla er komin út, í henni eru ýmsar tillögur sem ráðuneytið mun skoða nánar og vinna með. Þarna eru tillögur og punktar sem þurfa að þroskast í umræðunni,“ segir Ólöf.
Tengdar fréttir Ójöfn staða sakborninga Ný rannsókn leiðir í ljós að "venjulegir menn“ eru meirihluti sakborninga í nauðgunarmálum sem tilkynnt eru lögreglu en fáir í hópi ákærðra. 12. janúar 2015 09:45 Niðurstöður í nauðgunarmálum sagðar vera "dómarahappdrætti“ Persónuleg viðhorf og reynsla dómara hefur áhrif á lyktir mála, samkvæmt nýrri skýrslu um viðhorf fagaðila innan réttarvörslukerfisins. 13. janúar 2015 07:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Ójöfn staða sakborninga Ný rannsókn leiðir í ljós að "venjulegir menn“ eru meirihluti sakborninga í nauðgunarmálum sem tilkynnt eru lögreglu en fáir í hópi ákærðra. 12. janúar 2015 09:45
Niðurstöður í nauðgunarmálum sagðar vera "dómarahappdrætti“ Persónuleg viðhorf og reynsla dómara hefur áhrif á lyktir mála, samkvæmt nýrri skýrslu um viðhorf fagaðila innan réttarvörslukerfisins. 13. janúar 2015 07:00