Menntun lögreglunnar á nauðgunarmálum efld Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 14. janúar 2015 08:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir ráðuneytið munu skoða tillögur í nýrri skýrslu. Í sumum málaflokkum þarf umræðan að þroskast, að hennar sögn. Í nýrri skýrslu Hildar Fjólu Antonsdóttur sem fjallar um viðhorf fagaðila til meðferðar nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins kemur fram að víða er pottur brotinn. Meðal þess sem fjallað er um er hvernig persóna og mannleg reynsla dómara hefur áhrif á lyktir mála, vinnubrögð og viðhorf lögreglu, klámvæðing og úrræðaleysi vegna ungra manna sem beita kynferðisofbeldi án þess að átta sig á því og fleira. Í skýrslunni eru margar tillögur að úrbótum. Til að mynda er mælt með því að það þurfi að auka símenntunartækifæri dómara, tryggja að reynsluheimur kynjanna endurspeglist í fjölskipuðum dómum og kanna möguleika á að tryggja ákveðna sérhæfingu innan dómstóla.Sjá fyrri umfjallanir um skýrsluna: „Ójöfn staða sakborninga“ og „Niðurstöður í nauðgunarmálum sagðar vera dómarahappdrætti“. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir eftirspurn eftir símenntun á öllum stigum, rannsakenda, ákæruvalds og dómara. „Þú nefnir dómara, tækifæri til símenntunar eru auðvitað mikilvæg á öllum stigum þeirra sem koma að þessum málum, rannsakenda, ákæruvalds og dómara. Það sama á auðvitað við um menntunina almennt. Í þessu eins og öðru þarf að skoða heildarsamhengið. Í skýrslunni kemur meðal annars fram eftirspurn eftir símenntun á öllum stigum. Að þessu þarf að huga,“ segir Ólöf.@$ID/[No paragraph style]:Skýrsla Hildar Fjólu inniheldur fjölmargar tillögur að úrbótum á öllum stigum dómskerfisins. Margar þeirra verða teknar til skoðunar.Þá er mælst til þess að menntun og þjálfun þeirra lögreglumanna sem rannsaka nauðgunar- og kynferðisbrotamál sé efld. Og tryggt verði að rannsókn á nýafstöðnum brotum hefjist þegar í stað þótt kæruskýrsla liggi ekki fyrir. Ólöf segir starfshóp um framtíðarsýn lögreglumanna hafa skilað skýrslu þar sem nýskipaður lögreglustjóri var formaður. „Nú hefur starfshópur um framtíðarsýn lögreglumanna skilað skýrslu. þar sem Sigríður Björk, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, var formaður. Ég á eftir að fá kynningu á henni en við erum að vinna í þessum málum í ráðuneytinu. Nú hefur verið skipaður starfshópur sem skila á tillögum um innihald lögreglunáms. Í honum eru Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, og Sigríður Björk, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Markmiðið er að styrkja lögreglunám á Íslandi og það er spennandi verkefni og framtíðarsýn.“ Tillögur um úrbætur eru fleiri og margvíslegar. Til að mynda er mælt með því að kynna einkamálaleiðina betur. Ólöf segir ráðuneytið munu skoða nánar ýmsar tillögur skýrslunnar. „Almennt um tillögurnar er það að segja að þessi skýrsla er komin út, í henni eru ýmsar tillögur sem ráðuneytið mun skoða nánar og vinna með. Þarna eru tillögur og punktar sem þurfa að þroskast í umræðunni,“ segir Ólöf. Tengdar fréttir Ójöfn staða sakborninga Ný rannsókn leiðir í ljós að "venjulegir menn“ eru meirihluti sakborninga í nauðgunarmálum sem tilkynnt eru lögreglu en fáir í hópi ákærðra. 12. janúar 2015 09:45 Niðurstöður í nauðgunarmálum sagðar vera "dómarahappdrætti“ Persónuleg viðhorf og reynsla dómara hefur áhrif á lyktir mála, samkvæmt nýrri skýrslu um viðhorf fagaðila innan réttarvörslukerfisins. 13. janúar 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Sjá meira
Í nýrri skýrslu Hildar Fjólu Antonsdóttur sem fjallar um viðhorf fagaðila til meðferðar nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins kemur fram að víða er pottur brotinn. Meðal þess sem fjallað er um er hvernig persóna og mannleg reynsla dómara hefur áhrif á lyktir mála, vinnubrögð og viðhorf lögreglu, klámvæðing og úrræðaleysi vegna ungra manna sem beita kynferðisofbeldi án þess að átta sig á því og fleira. Í skýrslunni eru margar tillögur að úrbótum. Til að mynda er mælt með því að það þurfi að auka símenntunartækifæri dómara, tryggja að reynsluheimur kynjanna endurspeglist í fjölskipuðum dómum og kanna möguleika á að tryggja ákveðna sérhæfingu innan dómstóla.Sjá fyrri umfjallanir um skýrsluna: „Ójöfn staða sakborninga“ og „Niðurstöður í nauðgunarmálum sagðar vera dómarahappdrætti“. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir eftirspurn eftir símenntun á öllum stigum, rannsakenda, ákæruvalds og dómara. „Þú nefnir dómara, tækifæri til símenntunar eru auðvitað mikilvæg á öllum stigum þeirra sem koma að þessum málum, rannsakenda, ákæruvalds og dómara. Það sama á auðvitað við um menntunina almennt. Í þessu eins og öðru þarf að skoða heildarsamhengið. Í skýrslunni kemur meðal annars fram eftirspurn eftir símenntun á öllum stigum. Að þessu þarf að huga,“ segir Ólöf.@$ID/[No paragraph style]:Skýrsla Hildar Fjólu inniheldur fjölmargar tillögur að úrbótum á öllum stigum dómskerfisins. Margar þeirra verða teknar til skoðunar.Þá er mælst til þess að menntun og þjálfun þeirra lögreglumanna sem rannsaka nauðgunar- og kynferðisbrotamál sé efld. Og tryggt verði að rannsókn á nýafstöðnum brotum hefjist þegar í stað þótt kæruskýrsla liggi ekki fyrir. Ólöf segir starfshóp um framtíðarsýn lögreglumanna hafa skilað skýrslu þar sem nýskipaður lögreglustjóri var formaður. „Nú hefur starfshópur um framtíðarsýn lögreglumanna skilað skýrslu. þar sem Sigríður Björk, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, var formaður. Ég á eftir að fá kynningu á henni en við erum að vinna í þessum málum í ráðuneytinu. Nú hefur verið skipaður starfshópur sem skila á tillögum um innihald lögreglunáms. Í honum eru Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, og Sigríður Björk, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Markmiðið er að styrkja lögreglunám á Íslandi og það er spennandi verkefni og framtíðarsýn.“ Tillögur um úrbætur eru fleiri og margvíslegar. Til að mynda er mælt með því að kynna einkamálaleiðina betur. Ólöf segir ráðuneytið munu skoða nánar ýmsar tillögur skýrslunnar. „Almennt um tillögurnar er það að segja að þessi skýrsla er komin út, í henni eru ýmsar tillögur sem ráðuneytið mun skoða nánar og vinna með. Þarna eru tillögur og punktar sem þurfa að þroskast í umræðunni,“ segir Ólöf.
Tengdar fréttir Ójöfn staða sakborninga Ný rannsókn leiðir í ljós að "venjulegir menn“ eru meirihluti sakborninga í nauðgunarmálum sem tilkynnt eru lögreglu en fáir í hópi ákærðra. 12. janúar 2015 09:45 Niðurstöður í nauðgunarmálum sagðar vera "dómarahappdrætti“ Persónuleg viðhorf og reynsla dómara hefur áhrif á lyktir mála, samkvæmt nýrri skýrslu um viðhorf fagaðila innan réttarvörslukerfisins. 13. janúar 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Sjá meira
Ójöfn staða sakborninga Ný rannsókn leiðir í ljós að "venjulegir menn“ eru meirihluti sakborninga í nauðgunarmálum sem tilkynnt eru lögreglu en fáir í hópi ákærðra. 12. janúar 2015 09:45
Niðurstöður í nauðgunarmálum sagðar vera "dómarahappdrætti“ Persónuleg viðhorf og reynsla dómara hefur áhrif á lyktir mála, samkvæmt nýrri skýrslu um viðhorf fagaðila innan réttarvörslukerfisins. 13. janúar 2015 07:00