Niðurstöður í nauðgunarmálum sagðar vera "dómarahappdrætti“ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. janúar 2015 07:00 Í nýrri skýrslu Hildar Fjólu Antonsdóttur kemur fram að persónur og reynsla dómara skiptir máli þegar kemur að meðferð kynferðisbrota og nauðgunarmála. Viðhorf sumra dómara eru sögð úrelt. Fréttablaðið/Stefán Persóna dómara og mannleg reynsla þeirra skiptir máli við meðferð þeirra á nauðgunar- og kynferðisbrotamálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hildar Fjólu Antonsdóttur sem unnin er í samvinnu við innanríkisráðuneytið um viðhorf fagaðila til meðferðar nauðgunarmála. Viðmælendur í skýrslunni eru fagaðilar sem starfa við meðferð nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins, svo sem dómarar, ákærendur, verjendur, sálfræðingar og rannsóknarlögreglumenn. Telja viðmælendur misjafnt hvernig dómarar meta sönnunarreglurnar. Það er að segja, hversu sterk sönnunarkrafan eigi að vera, og/eða að persónuleg viðhorf dómara til málaflokksins hafi áhrif þegar kemur að meðferð dómara á nauðgunar- og kynferðisbrotamálum. Einn viðmælandi notaði orðið „dómarahappdrætti“ í því samhengi. Einn viðmælenda er starfandi dómari og segir persónuleg viðhorf manna auðvitað hafa áhrif á hvort það sé hafið yfir skynsamlegan vafa hvort brot hafi verið framið.Hefur áhrif Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir málaflokkinn flókinn og tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í skýrslunni, um að viðhorf dómara hafi áhrif á meðferð mála.„Því miður þá er það bara þannig að (í Hæstarétti) hafa persónur alveg gríðarlega mikið vægi, þeir einstaklingar sem eru að baki dómurunum, þetta ræðst algjörlega af því hvernig menn meta sönnunarreglurnar,“ segir dómarinn. Rannsóknarlögreglumaður telur að persónuleg viðhorf og afstaða dómara til nauðgunar- og kynferðisbrotamála hafi áhrif á hvernig dómarar dæma í málunum. Hann segir suma dómara með gömul og úrelt sjónarmið og telur að það mætti samræma dómaframkvæmd. „Ef þú myndir setja mál fyrir tvo dómarapanela, sko, þá gætir þú fengið sýknudóm öðrum megin og sakfellingu hinum megin og það er svona misræmi á milli dómaranna svolítið og ég held að þeir þurfi að vinna svolítið betur í því á stundum, sumir eru örugglega með svona einhver gömul og úrelt sjónarmið og aðrir kannski alveg hinum megin,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn. Ákærandi og verjandi hafa uppi svipuð orð. Verjandi segir að það skipti máli hver persónuleg afstaða dómara til málanna er og ákærandi segir það alþekkt meðal málflytjenda og segir þá stundum varpa öndinni léttar: „Ohh, gott að það er þessi, jæja fínt, þá þarf ég nú ekki að hafa einhverjar áhyggjur.“ Helga Vala Helgadóttir héraðsdómslögmaður tekur undir þessi sjónarmið sem koma fram í skýrslunni og segir þau ekki einföld til úrlausnar. Málin séu flókin og því megi færa rök fyrir því að persóna og hugmyndir skipti meira máli en í öðrum málum. „Í hinum útópíska heimi þá myndi maður auðvitað vilja að þetta væri ekki svoleiðis. Í þessum málum er áherslan á sönnunarmat, þetta eru flókin mál. Þess vegna getur maður í rauninni sagt að persóna og hugmyndir skipti máli og meira máli en í flestum öðrum. Maður hefur það á tilfinningunni stundum að gömul trénuð viðhorf ráði för. Eins og við þurfum að ryðja okkur í gegnum þau.“ Helga Vala segist helst mæta úreltum viðhorfum þegar um er að ræða mál er varða ofbeldi í nánum samböndum. Þar séu úrelt viðhorf ríkjandi bæði hjá rannsakendum og dómurum. „Maður hefur of oft séð of lítið gert úr líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í nánum samböndum. Það er mikill munur á dómum eftir því hver dæmir, til dæmis á þyngd refsinga og bótakröfum til brotaþola.“ Helga Vala segir ástæðu til að fylgja skýrslunni eftir með einhverjum hætti en setur spurningarmerki við þá hugmynd sem borin er upp í skýrslunni. Að dómarar svari spurningum opinberlega um viðhorf sín til málaflokksins áður skipað er segir hún ekki góða hugmynd. „Sérstök matsnefnd sker úr um hæfi dómara áður en til skipunar kemur, ég skil ekki af hverju það ætti að skera úr um það á opinberum vettvangi.“ Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
Persóna dómara og mannleg reynsla þeirra skiptir máli við meðferð þeirra á nauðgunar- og kynferðisbrotamálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hildar Fjólu Antonsdóttur sem unnin er í samvinnu við innanríkisráðuneytið um viðhorf fagaðila til meðferðar nauðgunarmála. Viðmælendur í skýrslunni eru fagaðilar sem starfa við meðferð nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins, svo sem dómarar, ákærendur, verjendur, sálfræðingar og rannsóknarlögreglumenn. Telja viðmælendur misjafnt hvernig dómarar meta sönnunarreglurnar. Það er að segja, hversu sterk sönnunarkrafan eigi að vera, og/eða að persónuleg viðhorf dómara til málaflokksins hafi áhrif þegar kemur að meðferð dómara á nauðgunar- og kynferðisbrotamálum. Einn viðmælandi notaði orðið „dómarahappdrætti“ í því samhengi. Einn viðmælenda er starfandi dómari og segir persónuleg viðhorf manna auðvitað hafa áhrif á hvort það sé hafið yfir skynsamlegan vafa hvort brot hafi verið framið.Hefur áhrif Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir málaflokkinn flókinn og tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í skýrslunni, um að viðhorf dómara hafi áhrif á meðferð mála.„Því miður þá er það bara þannig að (í Hæstarétti) hafa persónur alveg gríðarlega mikið vægi, þeir einstaklingar sem eru að baki dómurunum, þetta ræðst algjörlega af því hvernig menn meta sönnunarreglurnar,“ segir dómarinn. Rannsóknarlögreglumaður telur að persónuleg viðhorf og afstaða dómara til nauðgunar- og kynferðisbrotamála hafi áhrif á hvernig dómarar dæma í málunum. Hann segir suma dómara með gömul og úrelt sjónarmið og telur að það mætti samræma dómaframkvæmd. „Ef þú myndir setja mál fyrir tvo dómarapanela, sko, þá gætir þú fengið sýknudóm öðrum megin og sakfellingu hinum megin og það er svona misræmi á milli dómaranna svolítið og ég held að þeir þurfi að vinna svolítið betur í því á stundum, sumir eru örugglega með svona einhver gömul og úrelt sjónarmið og aðrir kannski alveg hinum megin,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn. Ákærandi og verjandi hafa uppi svipuð orð. Verjandi segir að það skipti máli hver persónuleg afstaða dómara til málanna er og ákærandi segir það alþekkt meðal málflytjenda og segir þá stundum varpa öndinni léttar: „Ohh, gott að það er þessi, jæja fínt, þá þarf ég nú ekki að hafa einhverjar áhyggjur.“ Helga Vala Helgadóttir héraðsdómslögmaður tekur undir þessi sjónarmið sem koma fram í skýrslunni og segir þau ekki einföld til úrlausnar. Málin séu flókin og því megi færa rök fyrir því að persóna og hugmyndir skipti meira máli en í öðrum málum. „Í hinum útópíska heimi þá myndi maður auðvitað vilja að þetta væri ekki svoleiðis. Í þessum málum er áherslan á sönnunarmat, þetta eru flókin mál. Þess vegna getur maður í rauninni sagt að persóna og hugmyndir skipti máli og meira máli en í flestum öðrum. Maður hefur það á tilfinningunni stundum að gömul trénuð viðhorf ráði för. Eins og við þurfum að ryðja okkur í gegnum þau.“ Helga Vala segist helst mæta úreltum viðhorfum þegar um er að ræða mál er varða ofbeldi í nánum samböndum. Þar séu úrelt viðhorf ríkjandi bæði hjá rannsakendum og dómurum. „Maður hefur of oft séð of lítið gert úr líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í nánum samböndum. Það er mikill munur á dómum eftir því hver dæmir, til dæmis á þyngd refsinga og bótakröfum til brotaþola.“ Helga Vala segir ástæðu til að fylgja skýrslunni eftir með einhverjum hætti en setur spurningarmerki við þá hugmynd sem borin er upp í skýrslunni. Að dómarar svari spurningum opinberlega um viðhorf sín til málaflokksins áður skipað er segir hún ekki góða hugmynd. „Sérstök matsnefnd sker úr um hæfi dómara áður en til skipunar kemur, ég skil ekki af hverju það ætti að skera úr um það á opinberum vettvangi.“
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira