Ójöfn staða sakborninga Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2015 09:45 Ákveðnir hópar virðast vera í betri stöðu en aðrir innan réttarvörslukerfisins hvað varðar nauðgunarmál. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hildar Fjólu Antonsdóttur um meðferð nauðgunarmála. Efni rannsóknarinnar hefur verið kynnt innanríkisráðherra. „Margir „venjulegir menn“, ef hægt er að orða sem svo, eru sakborningar í nauðgunarmálum en sá hópur er hlutfallslega lítill þegar kemur til ákæru,“ segir Hildur Fjóla. Í rannsókn Hildar Fjólu er lausleg skilgreining á „venjulegum mönnum“, höfð eftir viðmælanda hennar að „þeir séu ekki endilega í dópi eða alkóhólistar eða í einhverjum afbrotum almennt“. „Við höfum einnig séð í erlendum rannsóknum og sjáum það í þessari rannsókn einnig, að þeir sem eiga við félagsleg-, geðræn, eða áfengisvandamál að stríða, eru líklegri til að fara alla leið í íslensku réttarkerfi þegar kemur að þessum brotaflokki. Svo virðist vera að þeir sem eiga undir högg að sækja á einhvern hátt eigi einnig undir högg að sækja í réttarkerfinu,“ segir Hildur Fjóla. Hún segir þessar niðurstöður þurfa að skoðast betur og í samhengi við það að brotaflokkurinn er sérstakur fyrir þær sakir að þarna eru sakborningar oftar venjulegir menn. „Það einkennir þennan brotaflokk að sakborningar eru einhvers konar þversnið af þjóðinni,“ segir Hildur Fjóla. Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, telur þetta eina af mörgum þörfum ábendingum skýrslunnar. „Þessi þarfa ábending vísar til þess að kynferðisbrotamenn er að finna í öllum stéttum en um leið að frekar er ákært í málum þar sem gerendur hafa brotaferil, geðræn vandamál eða áfengis- og fíknivanda. Ég hef ekki forsendur til að meta hvort um sé að ræða afleiðingar forgangsröðunar við rannsóknir, sem kunna að byggja á huglægu mati þeirra sem þeim stýra. Lögreglan hefur verið að vinna að því að skýra verklag rannsókna, sem fer saman við ákveðna nýliðun og aukna fagmennsku. Við verðum að vænta þess að sú vinna skili sér,“ segir Tryggvi. Viðhorf og reynsla fagaðila sem starfa við meðferð nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins var efni rannsóknar Hildar Fjólu. Rannsóknin var unnin í samstarfi við innanríkisráðuneytið og markmið hennar var að kanna viðhorf og reynslu fagaðila og hvort breytinga sé þörf á málaflokknum. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið kynntar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Rannsóknin er seinni hluti rannsóknar um einkenni og meðferð nauðgunarmála. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
Ákveðnir hópar virðast vera í betri stöðu en aðrir innan réttarvörslukerfisins hvað varðar nauðgunarmál. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hildar Fjólu Antonsdóttur um meðferð nauðgunarmála. Efni rannsóknarinnar hefur verið kynnt innanríkisráðherra. „Margir „venjulegir menn“, ef hægt er að orða sem svo, eru sakborningar í nauðgunarmálum en sá hópur er hlutfallslega lítill þegar kemur til ákæru,“ segir Hildur Fjóla. Í rannsókn Hildar Fjólu er lausleg skilgreining á „venjulegum mönnum“, höfð eftir viðmælanda hennar að „þeir séu ekki endilega í dópi eða alkóhólistar eða í einhverjum afbrotum almennt“. „Við höfum einnig séð í erlendum rannsóknum og sjáum það í þessari rannsókn einnig, að þeir sem eiga við félagsleg-, geðræn, eða áfengisvandamál að stríða, eru líklegri til að fara alla leið í íslensku réttarkerfi þegar kemur að þessum brotaflokki. Svo virðist vera að þeir sem eiga undir högg að sækja á einhvern hátt eigi einnig undir högg að sækja í réttarkerfinu,“ segir Hildur Fjóla. Hún segir þessar niðurstöður þurfa að skoðast betur og í samhengi við það að brotaflokkurinn er sérstakur fyrir þær sakir að þarna eru sakborningar oftar venjulegir menn. „Það einkennir þennan brotaflokk að sakborningar eru einhvers konar þversnið af þjóðinni,“ segir Hildur Fjóla. Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, telur þetta eina af mörgum þörfum ábendingum skýrslunnar. „Þessi þarfa ábending vísar til þess að kynferðisbrotamenn er að finna í öllum stéttum en um leið að frekar er ákært í málum þar sem gerendur hafa brotaferil, geðræn vandamál eða áfengis- og fíknivanda. Ég hef ekki forsendur til að meta hvort um sé að ræða afleiðingar forgangsröðunar við rannsóknir, sem kunna að byggja á huglægu mati þeirra sem þeim stýra. Lögreglan hefur verið að vinna að því að skýra verklag rannsókna, sem fer saman við ákveðna nýliðun og aukna fagmennsku. Við verðum að vænta þess að sú vinna skili sér,“ segir Tryggvi. Viðhorf og reynsla fagaðila sem starfa við meðferð nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins var efni rannsóknar Hildar Fjólu. Rannsóknin var unnin í samstarfi við innanríkisráðuneytið og markmið hennar var að kanna viðhorf og reynslu fagaðila og hvort breytinga sé þörf á málaflokknum. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið kynntar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Rannsóknin er seinni hluti rannsóknar um einkenni og meðferð nauðgunarmála.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira