Innlent

Gæsum fækkar ekki vegna Kárahnjúkavirkjunar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Árið 2005 voru 7.726 grágæsir taldar á Héraði og 8.750 gæsir árið 2013.
Árið 2005 voru 7.726 grágæsir taldar á Héraði og 8.750 gæsir árið 2013. Fréttablaðið/Pjetur
Landsvirkjun segir að lítil breyting hafi orðið á fjölda grágæsa í varpi og á fellistöðum á Héraði eftir að vatni var veitt úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar yfir í Lagarfljót frá árinu 2007.

Að því er segir í skýrslu frá Landsvirkjun voru grágæsir taldar af landi og úr lofti árin 2005 og 2013. Einnig var stuðst við óbirtar rannsóknir höfundar skýrslunnar, Halldórs Walters Stefánssonar, á fjölda gæsa í varpi og á fellistöðvum á Héraði. Alls hafi 7.726 grágæsir sést árið 2005 en 8.750 grágæsir árið 2013.

„Hin síðari ár hefur grágæsavarp á Héraði þó dregist nokkuð saman en sams konar þróun má sjá utan jökulvatna. Niðurstöðurnar benda því til þess að vatnaflutningarnir hafi haft takmörkuð áhrif á tegundina. Ekki er talin þörf á að fylgjast lengur með grágæsum í tengslum við Kárahnjúkavirkjun,“ segir í skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×