Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Haraldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2015 07:00 Búið er að grafa um 48 prósent af heildarlengd Vaðlaheiðarganga. Mynd/Valgeir Norðfjarðargöng við Eskifjörð lengdust um 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um tvöfalt meira en Vaðlaheiðargöng í Eyjafirði. Verktakar í Vaðlaheiðargöngum neyddust til að flýja heitt vatn í göngunum en veikburða setlög töfðu gangagerðina á Austurlandi.„Það má segja að það hafi gengið þokkalega en þetta hefur þó verið sveiflukennt eins og gengur og gerist,“ segir Guðmundur Þór Björnsson, starfsmaður verkfræðistofunnar Hnits sem fer með umsjón og eftirlit með framkvæmdum vegna Norðfjarðarganga. Búið er að grafa um 64 prósent af heildarlengd Norðfjarðarganga, alls 4,8 kílómetra, og er unnið bæði frá Eskifirði og Fannardal Norðfjarðarmegin. Verkið er á áætlun og að sögn Guðmundar er ekkert sem bendir til þess að göngin verði ekki opnuð haustið 2017. „Það má þó segja að verktakinn hafði væntingar um að vera búinn að grafa meira en komið er. Við höfum lent í erfiðum setlögum, sérstaklega Eskifjarðarmegin, sem kölluðu á hæga yfirferð og miklar styrkingar. En við höfum ekki lent í neinum vandamálum með vatn eða neitt annað óvenjulegt,“ segir Guðmundur.Valgeir BergmannÍ febrúar í fyrra opnaðist stór heitavatnssprunga í Vaðlaheiðargöngum og síðan þá hafa minni sprungur opnast Eyjafjarðarmegin. Verktakar þar áttu í kjölfarið erfitt með að vinna fullan vinnudag sökum hita og raka. Því var ákveðið að færa tæki og tól yfir í Fnjóskadal þar sem gangagerð hófst í byrjun september. „Ég segi ekki að þetta sé einstakt í sögu gangagerðar hér á landi en það er mjög óvenjulegt að lenda í svona miklu magni af heitu vatni. Þetta hefur tafið framkvæmdina talsvert og nú er líklegt að verklok verði vorið 2017 en ekki hálfu ári áður eins og upphaflega var áætlað,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. „Vatnið og hitinn sem af því kemur leiddi til þess að við þurfum að fara í mun meiri bergþéttingar Eyjafjarðarmegin en áætlað var,“ bætir Valgeir við. Vaðlaheiðargöng lengdust um rúma tvo kílómetra á síðasta ári en þau eru nú 3,4 kílómetra löng. Valgeir vonar að framkvæmdir í Eyjafirði geti hafist aftur á næstu tveimur til þremur mánuðum. Ekki hefur tekist að loka stóru sprungunni, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, en tekist hefur að minnka vatnsstrauminn úr sprungunni um 80 prósent, og nú er unnið að því að leiða vatnið út úr göngunum í rörum. „Við bindum miklar vonir við að rakastigið og hitinn lækki með bergþéttingunni og rörunum. Síðan er í skoðun að stækka loftræstikerfið. Við munum því sigra þetta fjall en það mun líklega taka aðeins lengri tíma,“ segir Valgeir. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Norðfjarðargöng við Eskifjörð lengdust um 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um tvöfalt meira en Vaðlaheiðargöng í Eyjafirði. Verktakar í Vaðlaheiðargöngum neyddust til að flýja heitt vatn í göngunum en veikburða setlög töfðu gangagerðina á Austurlandi.„Það má segja að það hafi gengið þokkalega en þetta hefur þó verið sveiflukennt eins og gengur og gerist,“ segir Guðmundur Þór Björnsson, starfsmaður verkfræðistofunnar Hnits sem fer með umsjón og eftirlit með framkvæmdum vegna Norðfjarðarganga. Búið er að grafa um 64 prósent af heildarlengd Norðfjarðarganga, alls 4,8 kílómetra, og er unnið bæði frá Eskifirði og Fannardal Norðfjarðarmegin. Verkið er á áætlun og að sögn Guðmundar er ekkert sem bendir til þess að göngin verði ekki opnuð haustið 2017. „Það má þó segja að verktakinn hafði væntingar um að vera búinn að grafa meira en komið er. Við höfum lent í erfiðum setlögum, sérstaklega Eskifjarðarmegin, sem kölluðu á hæga yfirferð og miklar styrkingar. En við höfum ekki lent í neinum vandamálum með vatn eða neitt annað óvenjulegt,“ segir Guðmundur.Valgeir BergmannÍ febrúar í fyrra opnaðist stór heitavatnssprunga í Vaðlaheiðargöngum og síðan þá hafa minni sprungur opnast Eyjafjarðarmegin. Verktakar þar áttu í kjölfarið erfitt með að vinna fullan vinnudag sökum hita og raka. Því var ákveðið að færa tæki og tól yfir í Fnjóskadal þar sem gangagerð hófst í byrjun september. „Ég segi ekki að þetta sé einstakt í sögu gangagerðar hér á landi en það er mjög óvenjulegt að lenda í svona miklu magni af heitu vatni. Þetta hefur tafið framkvæmdina talsvert og nú er líklegt að verklok verði vorið 2017 en ekki hálfu ári áður eins og upphaflega var áætlað,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. „Vatnið og hitinn sem af því kemur leiddi til þess að við þurfum að fara í mun meiri bergþéttingar Eyjafjarðarmegin en áætlað var,“ bætir Valgeir við. Vaðlaheiðargöng lengdust um rúma tvo kílómetra á síðasta ári en þau eru nú 3,4 kílómetra löng. Valgeir vonar að framkvæmdir í Eyjafirði geti hafist aftur á næstu tveimur til þremur mánuðum. Ekki hefur tekist að loka stóru sprungunni, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, en tekist hefur að minnka vatnsstrauminn úr sprungunni um 80 prósent, og nú er unnið að því að leiða vatnið út úr göngunum í rörum. „Við bindum miklar vonir við að rakastigið og hitinn lækki með bergþéttingunni og rörunum. Síðan er í skoðun að stækka loftræstikerfið. Við munum því sigra þetta fjall en það mun líklega taka aðeins lengri tíma,“ segir Valgeir.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira