Innlent

Prufuborun heppnaðist vel

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Myndin tengist fréttinni óbeint.
Myndin tengist fréttinni óbeint. vísir/gva
„Borun á nýrri heitavatnsholu við Langhús lauk í byrjun desember og lukkaðist borunin vel,“ segir í fundargerð veitunefndar Skagafjarðar um stöðu áætlaðra hitaveituframkvæmda í Fljótum.

„Við prufudælingu með lofti gaf holan um 6,5 lítra á sekúndu af 98 gráðu heitu vatni, sjálfrennsli var um 3,5 lítrar á sekúndu. Síðan þá hefur hitastigið hækkað í um 101 gráðu og sjálfrennslið í holunni aukist.“ Í fundargerðinni segir að farið hafi verið yfir útreikninga á heimæðargjöldum og að haldinn verði íbúafundur nú í byrjun árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×