Innlent

Fengu fárviðri og ofsaveður

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Snjómokstur í Árneshreppi.
Snjómokstur í Árneshreppi. mynd/litlihjalli.is
„Mánuðurinn byrjaði með hvelli, því frá miðnætti og aðfaranótt þann fyrsta og fram á morgun var suðvestan rok eða ofsaveður,“ segir á vefnum litlihjalli.is um veðráttuna í Árneshreppi á Ströndum í nýliðnum desember. Árneshreppur er afar afskekktur og þangað er oft ófært á vetrum.

„Þann níunda um kvöldið gekk í norðanstorm og var fárviðri og ofsaveður aðfaranótt tíunda og um morguninn,“ segir áfram. En árið kvaddi þó Strandamenn með hæglætisveðri. „Ágætt veður var um miðnætti á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdags, gott veður til að skjóta upp flugeldum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×