Flugeldar á Íslandi sprengja ESB-reglur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. janúar 2015 08:00 Íslendingar þykja nokkuð skotglaðir á áramótum. vísir/pjetur Herdís Storgaard, verkefnisstjóri um slysavarnir barna hjá Miðstöð um slysavarnir barna, segir að stærstu flugeldarnir sem seldir eru hérlendis séu of stórir og hættulegir almenningi. Um áramótin sprakk skotkaka, af gerðinni Þrumur Surts, í heild sinni á jörðu niðri og olli talsverðu tjóni á húsum í Bergstaðastræti. „Stærstu terturnar eru allt að 25 kílógrömm og það er of mikið magn af púðri,“ segir Herdís. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði skotkakan sem olli skemmdum í Bergstaðastræti sprungið nálægt hópi af fólki. Reglugerð sú sem nú sé í gildi sé úr sér gengin og eftirliti með geymslu og sölu flugelda sé mjög ábótavant. Þó sé skipan mála mun betri en hún var fyrir fáeinum árum en betur megi ef duga skal.Herdís Storgaardvísir/stefán„Á undanförnum árum hefur sá hópur sem verður fyrir slysum tekið breytingum,“ segir Herdís. Áður fyrr hafi það að stærstum hluta verið unglingar sem voru að fikta með flugeldana en nú sé meira um það að fullorðnir slasist. „Verði slys vegna notkunar flugelda þá þyrfti að skrá það mun nánar. Komi í kjölfarið upp grunur um að galli gæti leynst í einhverri vörunni þá væri hægt að koma skilaboðum áleiðis til fólks svo það viti af honum eða í það minnsta af möguleikanum,“ segir Herdís. „Það er alltaf hætta og möguleiki á að þetta geti gerst,“ segir Lúðvík Georgsson, talsmaður KR flugelda. Fyrirtækið flutti umrædda skotköku til landsins og hefur haft samband við tryggingafélag sitt vegna málsins.Lúðvík Georgssonmynd/lúðvík georgsson„Lögreglan athugar hvort flugeldar sem eru til sölu standist ekki reglugerð og slökkviliðið metur hvort eldvarnir í sölu- og geymsluplássum séu ekki til fyrirmyndar,“ segir Lúðvík og bætir við að ólíklegt sé að flugeldar verði fyrir hnjaski á leið til landsins. Aðeins örfáar hafnir í heiminum hleypi flugeldum í gegn hjá sér og þær taki það hlutverk föstum tökum. „Hérlendis höfum við leyft stærri flugelda en nágrannalöndin og er hægt að rökræða fram og til baka hve stóra flugelda eigi að leyfa,“ segir Lúðvík. Það sé enn fremur ljóst að flugeldar á íslenskum markaði verði öllu minni verði íslensk lög samræmd reglum Evrópusambandsins. Lúðvík segir að menn verði að fara varlega með skotelda sökum eðlis vörunnar. Sé fyllstu varúðar hins vegar gætt eigi áramótin að geta farið slysalaust fram þó að stöku flugeldur sé gallaður. Ekki náðist í starfsfólk innanríkisráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Herdís Storgaard, verkefnisstjóri um slysavarnir barna hjá Miðstöð um slysavarnir barna, segir að stærstu flugeldarnir sem seldir eru hérlendis séu of stórir og hættulegir almenningi. Um áramótin sprakk skotkaka, af gerðinni Þrumur Surts, í heild sinni á jörðu niðri og olli talsverðu tjóni á húsum í Bergstaðastræti. „Stærstu terturnar eru allt að 25 kílógrömm og það er of mikið magn af púðri,“ segir Herdís. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði skotkakan sem olli skemmdum í Bergstaðastræti sprungið nálægt hópi af fólki. Reglugerð sú sem nú sé í gildi sé úr sér gengin og eftirliti með geymslu og sölu flugelda sé mjög ábótavant. Þó sé skipan mála mun betri en hún var fyrir fáeinum árum en betur megi ef duga skal.Herdís Storgaardvísir/stefán„Á undanförnum árum hefur sá hópur sem verður fyrir slysum tekið breytingum,“ segir Herdís. Áður fyrr hafi það að stærstum hluta verið unglingar sem voru að fikta með flugeldana en nú sé meira um það að fullorðnir slasist. „Verði slys vegna notkunar flugelda þá þyrfti að skrá það mun nánar. Komi í kjölfarið upp grunur um að galli gæti leynst í einhverri vörunni þá væri hægt að koma skilaboðum áleiðis til fólks svo það viti af honum eða í það minnsta af möguleikanum,“ segir Herdís. „Það er alltaf hætta og möguleiki á að þetta geti gerst,“ segir Lúðvík Georgsson, talsmaður KR flugelda. Fyrirtækið flutti umrædda skotköku til landsins og hefur haft samband við tryggingafélag sitt vegna málsins.Lúðvík Georgssonmynd/lúðvík georgsson„Lögreglan athugar hvort flugeldar sem eru til sölu standist ekki reglugerð og slökkviliðið metur hvort eldvarnir í sölu- og geymsluplássum séu ekki til fyrirmyndar,“ segir Lúðvík og bætir við að ólíklegt sé að flugeldar verði fyrir hnjaski á leið til landsins. Aðeins örfáar hafnir í heiminum hleypi flugeldum í gegn hjá sér og þær taki það hlutverk föstum tökum. „Hérlendis höfum við leyft stærri flugelda en nágrannalöndin og er hægt að rökræða fram og til baka hve stóra flugelda eigi að leyfa,“ segir Lúðvík. Það sé enn fremur ljóst að flugeldar á íslenskum markaði verði öllu minni verði íslensk lög samræmd reglum Evrópusambandsins. Lúðvík segir að menn verði að fara varlega með skotelda sökum eðlis vörunnar. Sé fyllstu varúðar hins vegar gætt eigi áramótin að geta farið slysalaust fram þó að stöku flugeldur sé gallaður. Ekki náðist í starfsfólk innanríkisráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira