Innlent

HB Grandi með minni fiskafla

Haraldur Guðmundsson skrifar
Við höfnina Frystitogurum HB Granda var fækkað um tvo á síðasta ári.
Fréttablaðið/GVA
Við höfnina Frystitogurum HB Granda var fækkað um tvo á síðasta ári. Fréttablaðið/GVA
Skip HB Granda veiddu 152.500 tonn af sjávarfangi árið 2014 samanborið við 188.200 tonn árið 2013. Verðmæti aflans var tæpir 15,2 milljarðar, 1,6 milljarða minna en 2013.

Fyrirtækið segir samdrátt í kvóta á helstu uppsjávartegundunum skýra minni afla. „Loðnuvertíðin var vart svipur hjá sjón miðað við árin á undan og þá voru aflaheimildir í norsk-íslensku síldinni skertar töluvert milli ára,“ segir á vef HB Granda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×