Lífið

Jón Gnarr gifti Heiðu Kristínu og Guðmund

Ingvar Haraldsson skrifar

Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og Guðmundur Kristján Jónsson, nemi í skipulagsfræði gengu í hjónaband á gamlársdag. Jón Gnarr gaf hjónin saman í Norræna húsinu.

Einungis nánustu vinir og vandamenn voru viðstaddir athöfnina. Snorri Helgason, tónlistarmaður og bróðir Heiðu Kristínar sá um tónlistina í athöfninni. Þá dró Helgi Pétursson, faðir Heiðu Kristínar og meðlimur úr Ríó Tríói, fram bassann og tók lagið með Snorra syni sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.