Hótelskipi stefnt frá Hafnarfirði til Dalvíkur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. janúar 2015 07:00 Hið áttaíu metra langa hótelskip Hansa var að sögn Úlfars Eysteinssonar þar til í september leigt til Póllands í verkefni. „Við erum bara að reyna að finna annan heimastað fyrir skipið og myndum finna annað skip fyrir Hafnfirðingana,“ segir Úlfar Eysteinsson, einn eigenda hótelskipsins Hansa sem staðið hefur til að koma fyrir í Hafnarfjarðarhöfn en hefur nú verið stefnt til Dalvíkur. Í áætlunum sem lagðar voru fyrir bæjarráð er gert ráð fyrir 35 prósent nýtingu á 62 herbergjum í hótel- og veitingaskipinu sem er um 80 metra langt. Áætlað er að tekjurnar verði 96 milljónir króna og hagnaðurinn 19 milljónir þegar rekstrargjöld og vaxtakostnaður hefur verið greiddur.Bjarni Th. Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar.Dalvíkingar vilja hins vegar nákvæmari útlistanir. Þeir óska eftir „ítarlegri stofn- og viðskiptaáætlun þar sem fram kemur hvernig standa eigi að kostnaði við framkvæmdir á hafnarsvæðinu, fjármögnun og framtíðarrekstri verkefnisins“. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir hótelskipið geta verið stórsniðugt. „En það er auðvitað ákveðinn ábyrgðarhluti að fá skipið inn í höfnina án þess að það sé trygging fyrir því að það verði ekki innlyksa,“ segir sveitarstjórinn og vísar þá til þess að Dalvíkingar geti setið upp með skipið í höfninni ef reksturinn gangi ekki upp og ekki fáist fyrir það önnur verkefni. „En maður á aldrei að gefa sér neitt slíkt fyrirfram og þeir fá auðvitað ráðrúm til að sýna fram á hvað þeir ætla að gera.“Úlfar EysteinssonÚlfar Eysteinsson segir málið hafa vaxið í meðförum hjá Hafnarfjarðarbæ og útlit væri fyrir að afgreiðsla þess með breytingu á skipulagi tæki tvö til þrjú ár. Þann tíma hafi eigendur hótelskipsins ekki. Skipið hafi verið í útleigu í Póllandi fram í desember en sé nú verkefnalaust. Már Sveinbjörnsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, segir hins vegar að afgreiðsla málsins myndi taka eitt til tvö ár. Viðskiptaáætlanir hafi ekki skilað sér frá aðstandendum hótelskipsins. „Við óskuðum eftir upplýsingum frá þeim um hvernig ætti að fjármagna þetta og annað en það hefur ekki komið enn þá,“ segir Már sem kveður verkefnið hafa verið spennandi og krefjandi í senn. „Það myndi breyta ásýnd Hafnarfjarðar svo mikið. Þar munar ekki mestu um skipið sjálft heldur garðinn sem þarf til að verja það. Þegar frumathugun var komin á því þá hrukku menn aðeins í kút,“ segir hafnarstjórinn. Þegar rætt var við Úlfar var hann á Dalvík og kvaðst einmitt hafa verið að ganga út af bæjarstjórnarskrifstofunum. „Mjög vel,“ svaraði hann, spurður hvernig tekið væri í hugmyndina í bænum. „Þeir sjá atvinnutækifærin og annað. Við erum ekki búnir að fá já eða nei en þetta er allt í vinnslu.“Már SveinbjörnssonÚlfar segir aðstöðuna á Dalvík betri en í Hafnarfirði; mun minni munur sé á flóði og fjöru og ekki þurfi eins miklar framkvæmdir. Hann vonist til að hægt verði að opna hótelskipið á Dalvík í byrjun næsta sumars. „Hér er aðeins eitt hótel með 23 herbergjum sem menn leyfa sér þar að auki að hafa lokað á veturna svo fólkið er vegalaust,“ svarar Úlfar aðspurður um kosti þess að velja hótelskipinu stað á Dalvík. „Þeir eru að tala um að koma með skipið heim til Íslands í vor en ég hef sagt þeim að mér finnst tímaramminn mjög knappur fyrir okkur. Þetta er þriggja hæða hátt skip sem yrði fast hér og málið þarf að fara í kynningu meðal íbúanna,“ segir Bjarni Th. Bjarnason. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
„Við erum bara að reyna að finna annan heimastað fyrir skipið og myndum finna annað skip fyrir Hafnfirðingana,“ segir Úlfar Eysteinsson, einn eigenda hótelskipsins Hansa sem staðið hefur til að koma fyrir í Hafnarfjarðarhöfn en hefur nú verið stefnt til Dalvíkur. Í áætlunum sem lagðar voru fyrir bæjarráð er gert ráð fyrir 35 prósent nýtingu á 62 herbergjum í hótel- og veitingaskipinu sem er um 80 metra langt. Áætlað er að tekjurnar verði 96 milljónir króna og hagnaðurinn 19 milljónir þegar rekstrargjöld og vaxtakostnaður hefur verið greiddur.Bjarni Th. Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar.Dalvíkingar vilja hins vegar nákvæmari útlistanir. Þeir óska eftir „ítarlegri stofn- og viðskiptaáætlun þar sem fram kemur hvernig standa eigi að kostnaði við framkvæmdir á hafnarsvæðinu, fjármögnun og framtíðarrekstri verkefnisins“. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir hótelskipið geta verið stórsniðugt. „En það er auðvitað ákveðinn ábyrgðarhluti að fá skipið inn í höfnina án þess að það sé trygging fyrir því að það verði ekki innlyksa,“ segir sveitarstjórinn og vísar þá til þess að Dalvíkingar geti setið upp með skipið í höfninni ef reksturinn gangi ekki upp og ekki fáist fyrir það önnur verkefni. „En maður á aldrei að gefa sér neitt slíkt fyrirfram og þeir fá auðvitað ráðrúm til að sýna fram á hvað þeir ætla að gera.“Úlfar EysteinssonÚlfar Eysteinsson segir málið hafa vaxið í meðförum hjá Hafnarfjarðarbæ og útlit væri fyrir að afgreiðsla þess með breytingu á skipulagi tæki tvö til þrjú ár. Þann tíma hafi eigendur hótelskipsins ekki. Skipið hafi verið í útleigu í Póllandi fram í desember en sé nú verkefnalaust. Már Sveinbjörnsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, segir hins vegar að afgreiðsla málsins myndi taka eitt til tvö ár. Viðskiptaáætlanir hafi ekki skilað sér frá aðstandendum hótelskipsins. „Við óskuðum eftir upplýsingum frá þeim um hvernig ætti að fjármagna þetta og annað en það hefur ekki komið enn þá,“ segir Már sem kveður verkefnið hafa verið spennandi og krefjandi í senn. „Það myndi breyta ásýnd Hafnarfjarðar svo mikið. Þar munar ekki mestu um skipið sjálft heldur garðinn sem þarf til að verja það. Þegar frumathugun var komin á því þá hrukku menn aðeins í kút,“ segir hafnarstjórinn. Þegar rætt var við Úlfar var hann á Dalvík og kvaðst einmitt hafa verið að ganga út af bæjarstjórnarskrifstofunum. „Mjög vel,“ svaraði hann, spurður hvernig tekið væri í hugmyndina í bænum. „Þeir sjá atvinnutækifærin og annað. Við erum ekki búnir að fá já eða nei en þetta er allt í vinnslu.“Már SveinbjörnssonÚlfar segir aðstöðuna á Dalvík betri en í Hafnarfirði; mun minni munur sé á flóði og fjöru og ekki þurfi eins miklar framkvæmdir. Hann vonist til að hægt verði að opna hótelskipið á Dalvík í byrjun næsta sumars. „Hér er aðeins eitt hótel með 23 herbergjum sem menn leyfa sér þar að auki að hafa lokað á veturna svo fólkið er vegalaust,“ svarar Úlfar aðspurður um kosti þess að velja hótelskipinu stað á Dalvík. „Þeir eru að tala um að koma með skipið heim til Íslands í vor en ég hef sagt þeim að mér finnst tímaramminn mjög knappur fyrir okkur. Þetta er þriggja hæða hátt skip sem yrði fast hér og málið þarf að fara í kynningu meðal íbúanna,“ segir Bjarni Th. Bjarnason.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira