Einar Magnús um nöfn á óveðrum: Væri að æra óstöðugan að nefna hverja lægð Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2015 11:28 Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, þá gæti nafngift hjálpað til og auðveldað alla umræðu. Mynd/Belgingur Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Belgingi, segir að vel mætti skoða að gefa lægðum á borð við þá sem nú mun fara yfir landið nafn. Hann segir að umræða um slíkar nafngiftir hafi þó aldrei orðið alvarleg hér á landi. Einar Magnús segir að Bandaríkjamenn hafi fyrir löngu byrjað á því að gefa fellibyljum nafn. „Það var gert til að fyrirbyggja misskining og auðvelda samskipti milli þeirra sem málið varðaði. Bandaríkin eru stórt land og það geta verið nokkur veðurkerfi sem þarf að vara við hverju sinni. Í raun er þetta mjög praktískt á stað eins og þar, en á Íslandi er yfirleitt einungis varað við einu kerfi í einu. Það skapar ekki rugling meðal mismunandi aðila eins og getur gerst á stærri stöðum eins og Bandaríkjunum.“Gæti auðveldað alla umræðu Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, gæti nafngift þó hjálpað til og auðveldað alla umræðu. „Það mætti alveg skoða það að gefa þeim nafn. Það þyrfti þó ekki að nefna hverja einustu lægð sem kemur landsins. Það væri til að æra óstöðugan. Ef veður verður hins vegar jafn slæmt og virðist ætla að verða á eftir, þá finnst mér að það mætti nú alveg gefa því nafn.“Norðurlönd byrjuð að gefa lægðum nafn Norðurlönd hafa nú tekið upp að nefna lægðir sem fara yfir. Þannig hefur stormurinn Helga gengið yfir Svíþjóð í gær og í dag, auk þess að Gormur fór yfir í síðustu viku. „Já, þeir eru byrjaðir á þessu. En þar er sama vandamál uppi og í Bandaríkjunum, þar sem getur verið eitt óveður í Norður-Noregi og annað í suðurhluta landsins.“Hvað finnst þér annars að þessi lægð ætti að heita? Ættum við að byrja á Almari?„Það er ekki verri hugmynd en hvað annað,“ segir Einar Magnús. Nánar má fræðast um nafngiftir á fellibyljum á Vísindavefnum. Vísir hvetur lesendur til að koma með tillögur að nafni á óveðrinu í kommentakerfinu að neðan. Veður Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Belgingi, segir að vel mætti skoða að gefa lægðum á borð við þá sem nú mun fara yfir landið nafn. Hann segir að umræða um slíkar nafngiftir hafi þó aldrei orðið alvarleg hér á landi. Einar Magnús segir að Bandaríkjamenn hafi fyrir löngu byrjað á því að gefa fellibyljum nafn. „Það var gert til að fyrirbyggja misskining og auðvelda samskipti milli þeirra sem málið varðaði. Bandaríkin eru stórt land og það geta verið nokkur veðurkerfi sem þarf að vara við hverju sinni. Í raun er þetta mjög praktískt á stað eins og þar, en á Íslandi er yfirleitt einungis varað við einu kerfi í einu. Það skapar ekki rugling meðal mismunandi aðila eins og getur gerst á stærri stöðum eins og Bandaríkjunum.“Gæti auðveldað alla umræðu Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, gæti nafngift þó hjálpað til og auðveldað alla umræðu. „Það mætti alveg skoða það að gefa þeim nafn. Það þyrfti þó ekki að nefna hverja einustu lægð sem kemur landsins. Það væri til að æra óstöðugan. Ef veður verður hins vegar jafn slæmt og virðist ætla að verða á eftir, þá finnst mér að það mætti nú alveg gefa því nafn.“Norðurlönd byrjuð að gefa lægðum nafn Norðurlönd hafa nú tekið upp að nefna lægðir sem fara yfir. Þannig hefur stormurinn Helga gengið yfir Svíþjóð í gær og í dag, auk þess að Gormur fór yfir í síðustu viku. „Já, þeir eru byrjaðir á þessu. En þar er sama vandamál uppi og í Bandaríkjunum, þar sem getur verið eitt óveður í Norður-Noregi og annað í suðurhluta landsins.“Hvað finnst þér annars að þessi lægð ætti að heita? Ættum við að byrja á Almari?„Það er ekki verri hugmynd en hvað annað,“ segir Einar Magnús. Nánar má fræðast um nafngiftir á fellibyljum á Vísindavefnum. Vísir hvetur lesendur til að koma með tillögur að nafni á óveðrinu í kommentakerfinu að neðan.
Veður Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira