Enski boltinn

Mark Jóhanns Berg með GoPro-vél | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði sitt tíunda deildarmark á tímabilinu þegar Charlton Athletic gerði jafntefli við Sheffield Wednesday í ensku b-deildinni um helgina.

Jóhann Berg skoraði annan leikinn í röð en hann skoraði einnig í 1-1 jafntefli við Fulham í leiknum á undan.

Jóhann Berg hefur verið að skora flest mörkin sín í vetur með þrumuskotum með hinum frábæra vinstri fæti sínum en núna er hann einnig farinn að þefa upp auðveldu mörkin líka.

Jóhann Berg var mikið meiddur framan af tímabili en hefur nú skoraði sjö deildarmörk eftir jól.

Jóhann Berg er aðeins annar leikmaður Charlton Athletic sem skoraði tíu mörk í ensku b-deildinni í vetur en Igor Vetokele er markahæstur með ellefu mörk.

Charlton Athletic Football Club tók upp mark Jóhanns á móti Fulham með Go-Pro vél sem félagið birti inn á Youtube-síðu sinni og það er hægt að sjá upptökuna af markinu hans hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×