Flóttamenn þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl til að fá löglega málsmeðferð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2015 16:26 "Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins.“ VÍSIR/STEFÁN Hópurinn Ekki fleiri brottvísanir segir að flóttamenn á Íslandi þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl sín við Íslendinga til að fá löglega málsmeðferð. Gagnrýnir hópurinn það harðlega og krefst þess að allir umsækjendur í slíkri stöðu fái hæli umsvifalaust þar til málsmeðferð þeirra hefur verið bætt.Hætt við brottvísun eftir ábendingar aðstandenda Í fréttatilkynningu frá hópnum er greint frá því að hælisleitandinn Felix Bassey hafi beðið þess í ár að máli hans verði áfrýjað til héraðsdóms, eftir að hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu. Hann hafi á mánudag fengið símtal frá lögreglunni þess efnis að honum yrði vísað úr landi í dag. Hætt hafi verið við brottvísunina rétt fyrir miðnætti eftir ábendingar aðstandenda hans um vankanta í málsmeðferð hans „Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins. Síðdegis í gær sagði lögmaður Felix að ekkert væri hægt að gera í málinu. Síðan þá hefur lögmaðurinn ekki látið ná í sig,“ segir í tilkynningunni.Fleiri í svipaðri stöðu Bassey er flóttamaður frá Nígeríu og hefur verið á flótta frá árinu 2008. Útlendingastofnun hafði í hyggju að vísa honum til Ítalíu en þar er aðstaða mjög slæm, að því er fram kemur í tilkynningunni. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, er á meðal þeirra sem hafa verið Bassey innan handar. Hann tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær og segir þar sex til sjö aðra vera í sambærilegri stöðu og Bassey. Færslur Toma má sjá hér fyrir neðan.Góðar fréttir komnar núna, þó að tímabundnar. Engin brottvísun í kvöld eða á morgun. ÚTL samþykkti að skoða aftur ákvörð...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Dagurinn reyndist þungur. Var í heimsókn til vina minna (flóttamanna) í Reykjanesbæ. Annar flóttamaður í Reykjavík...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Í nótt tókst okkur að fá frestað brottvísun manns sem hélt, þar til lögreglan hringdi í hann í fyrradag, að hann biði á...Posted by Ekki fleiri brottvísanir on 15. apríl 2015 Flóttamenn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Hópurinn Ekki fleiri brottvísanir segir að flóttamenn á Íslandi þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl sín við Íslendinga til að fá löglega málsmeðferð. Gagnrýnir hópurinn það harðlega og krefst þess að allir umsækjendur í slíkri stöðu fái hæli umsvifalaust þar til málsmeðferð þeirra hefur verið bætt.Hætt við brottvísun eftir ábendingar aðstandenda Í fréttatilkynningu frá hópnum er greint frá því að hælisleitandinn Felix Bassey hafi beðið þess í ár að máli hans verði áfrýjað til héraðsdóms, eftir að hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu. Hann hafi á mánudag fengið símtal frá lögreglunni þess efnis að honum yrði vísað úr landi í dag. Hætt hafi verið við brottvísunina rétt fyrir miðnætti eftir ábendingar aðstandenda hans um vankanta í málsmeðferð hans „Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins. Síðdegis í gær sagði lögmaður Felix að ekkert væri hægt að gera í málinu. Síðan þá hefur lögmaðurinn ekki látið ná í sig,“ segir í tilkynningunni.Fleiri í svipaðri stöðu Bassey er flóttamaður frá Nígeríu og hefur verið á flótta frá árinu 2008. Útlendingastofnun hafði í hyggju að vísa honum til Ítalíu en þar er aðstaða mjög slæm, að því er fram kemur í tilkynningunni. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, er á meðal þeirra sem hafa verið Bassey innan handar. Hann tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær og segir þar sex til sjö aðra vera í sambærilegri stöðu og Bassey. Færslur Toma má sjá hér fyrir neðan.Góðar fréttir komnar núna, þó að tímabundnar. Engin brottvísun í kvöld eða á morgun. ÚTL samþykkti að skoða aftur ákvörð...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Dagurinn reyndist þungur. Var í heimsókn til vina minna (flóttamanna) í Reykjanesbæ. Annar flóttamaður í Reykjavík...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Í nótt tókst okkur að fá frestað brottvísun manns sem hélt, þar til lögreglan hringdi í hann í fyrradag, að hann biði á...Posted by Ekki fleiri brottvísanir on 15. apríl 2015
Flóttamenn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira