Faðir stúlku í rútunni: „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. febrúar 2015 11:15 Hér má sjá myndir af vettvangi. mynd/aðsend „Ég var í sambandi við Vegagerðina, lögregluna á Hólmavík og bílstjórann í gær og í nótt,“ segir Baldvin Jóhannesson, en dóttir hans er ein af þeim sextíu unglingum úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem hafa setið föst í rútu í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. Vegna mikils vatnselgs og myrkurs þótti ekki hættandi á björgunaraðgerðir í nótt, en nú er vatnselgurinn farinn að sjatna. Baldvin gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu.Sjá einnig:„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Það var farið að sjatna í þessu nótt en varðstjóri lögreglunnar á Hólmavík nennti lítið að standa í þessu. Það var talað um að kalla út björgunarsveitir en þeir mátu það svo að það væri best að láta krakkana vera áfram í rútunni. Það var mat bílstjórans og farastjóra að það var alveg hægt að ferja fólkið þarna yfir. Það var búið að fá gistingu fyrir krakkana á Hólmavík,“ segir Baldvin.Ferja átti börnin yfir Baldvin telur að björgunarsveitir hefðu hæglega getað ferjað fólk yfir og sérstaklega með þeim búnaði sem hún hefur yfir að ráða. „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg og ég held að bílstjórinn hafi ekki verið sáttur við framgöngu mannsins. Hann tekur ákvörðun um að ekkert yrði gert og þegar verið var að tala um mat fyrir fólkið þá sagði hann bara við mig að þeir nenntu ekki að vera standa í því að fara með eitthvað brauð og henda þarna yfir.“ Baldvin segist hafa fengið alveg nóg eftir samskipti sín við lögregluna á Hólmavík. „Maður er með lögreglu á landinu sem er algjörlega óhæf til þess að sinna svona málum. Síðan heyrir maður í fréttum að ætlunin sé að selflytja fólkið yfir sem var í raun aldrei á dagskránni. Þetta er alveg fáránlegt og sérstaklega þegar maður getur ekkert gert neitt sjálfur.“Til eru höfðingjar Baldvin hrósar aftur á móti staðarhaldara úr Ísafjarðardjúpi. „Hann kom í nótt með matvæli frá Reykjanesi og því mjög gott að vita að til eru höfðingjar þarna úti.“ Vegagerðin hefur staðið í ströngu undanfarna klukkustundir og á rútan að taka af stað á tólfta tímanum. Uppfært klukkan 15:41Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir Baldvini að Steingrímsfjarðarheiði hafi verið lokuð og því ekki hægt að snúa við. Það er ekki rétt. Þá var það mat bílstjóra og fararstjóra við komuna á staðinn að hægt væri að ferja fólk yfir hvarfið en þeir breyttu fljótlega um skoðun eftir að lögregla og björgunarsveitir mátu aðstæður eins og lesa má nánar um hér. Eru þeir sannfærðir um að viðbrögð á vettvangi hafi verið rétt.Við lestur fréttarinnar mátti draga þá ályktun að viðbrögð lögreglu og björgunarsveita á staðnum hefðu verið röng þar sem fullyrðingar viðmælanda í þessari frétt voru ekki sannreyndar. Er lögreglan á Hólmavík og aðrir lesendur beðnir afsökunar vegna þessa. Tengdar fréttir Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
„Ég var í sambandi við Vegagerðina, lögregluna á Hólmavík og bílstjórann í gær og í nótt,“ segir Baldvin Jóhannesson, en dóttir hans er ein af þeim sextíu unglingum úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem hafa setið föst í rútu í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. Vegna mikils vatnselgs og myrkurs þótti ekki hættandi á björgunaraðgerðir í nótt, en nú er vatnselgurinn farinn að sjatna. Baldvin gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu.Sjá einnig:„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Það var farið að sjatna í þessu nótt en varðstjóri lögreglunnar á Hólmavík nennti lítið að standa í þessu. Það var talað um að kalla út björgunarsveitir en þeir mátu það svo að það væri best að láta krakkana vera áfram í rútunni. Það var mat bílstjórans og farastjóra að það var alveg hægt að ferja fólkið þarna yfir. Það var búið að fá gistingu fyrir krakkana á Hólmavík,“ segir Baldvin.Ferja átti börnin yfir Baldvin telur að björgunarsveitir hefðu hæglega getað ferjað fólk yfir og sérstaklega með þeim búnaði sem hún hefur yfir að ráða. „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg og ég held að bílstjórinn hafi ekki verið sáttur við framgöngu mannsins. Hann tekur ákvörðun um að ekkert yrði gert og þegar verið var að tala um mat fyrir fólkið þá sagði hann bara við mig að þeir nenntu ekki að vera standa í því að fara með eitthvað brauð og henda þarna yfir.“ Baldvin segist hafa fengið alveg nóg eftir samskipti sín við lögregluna á Hólmavík. „Maður er með lögreglu á landinu sem er algjörlega óhæf til þess að sinna svona málum. Síðan heyrir maður í fréttum að ætlunin sé að selflytja fólkið yfir sem var í raun aldrei á dagskránni. Þetta er alveg fáránlegt og sérstaklega þegar maður getur ekkert gert neitt sjálfur.“Til eru höfðingjar Baldvin hrósar aftur á móti staðarhaldara úr Ísafjarðardjúpi. „Hann kom í nótt með matvæli frá Reykjanesi og því mjög gott að vita að til eru höfðingjar þarna úti.“ Vegagerðin hefur staðið í ströngu undanfarna klukkustundir og á rútan að taka af stað á tólfta tímanum. Uppfært klukkan 15:41Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir Baldvini að Steingrímsfjarðarheiði hafi verið lokuð og því ekki hægt að snúa við. Það er ekki rétt. Þá var það mat bílstjóra og fararstjóra við komuna á staðinn að hægt væri að ferja fólk yfir hvarfið en þeir breyttu fljótlega um skoðun eftir að lögregla og björgunarsveitir mátu aðstæður eins og lesa má nánar um hér. Eru þeir sannfærðir um að viðbrögð á vettvangi hafi verið rétt.Við lestur fréttarinnar mátti draga þá ályktun að viðbrögð lögreglu og björgunarsveita á staðnum hefðu verið röng þar sem fullyrðingar viðmælanda í þessari frétt voru ekki sannreyndar. Er lögreglan á Hólmavík og aðrir lesendur beðnir afsökunar vegna þessa.
Tengdar fréttir Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05