Samkynhneigðir verða reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti hér á landi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. desember 2015 19:00 Samkynhneigt fólk á Íslandi verður reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti vegna kynhneigðar sinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtakana 78, en í nótt veittust fjórir menn um tvítugt að samkyhneigðu pari í miðbænum. Jóhann Örn Bergmann Benediktsson greindi í dag frá því að í nótt hafi hann og kærasti hans orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar þegar fjórir menn um tvítugt veittust að þeim. Jóhann Örn lýsir atvikum þannig að hann og kærasti hans hafi verið á gangi í Lækjargötu í nótt þegar ókvæðisorðum á borð við faggaógeð og hommaviðbjóður var hrópað að þeim. Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakana 78, segir reynslu Jóhanns síður en svo einsdæmi. Atvik af þessum toga komi upp reglulega. „Þetta er eitthvað sem að við hjá Samtökunum 78 höfum mjög lengi vitað að er bara staðreynd á Íslandi því miður. Við eigum í raun engar tölur um þetta en við heyrum alltaf af þessu með reglulegum hætti, sem gefur vísbendingu um að þetta eigi sér stað frekar oft, myndi ég halda. Auðvitað er svo bara toppurinn á ísjakanum sem kemur í fréttir eða maður heyrir með beinum hætti af,“ segir Auður. Hún telur skýrt að um hatursglæp sé að ræða. „Samkvæmt löggjöfinni á Íslandi þá er árás á persónu, sem beinist gegn henni vegna kynhneigðar, mjög klárlega flokkað sem hatursglæpur. Þarna í þessu tilfelli er mjög skýrt að orðin sem eru látin fylgja árásinni eru vegna kynhneigðar,“ segir Auður. Þrátt fyrir það sé ekki mikið um að fólk tilkynni slíkt ofbeldi til lögreglu. Þó að mikið hafi unnist á síðustu árum séu fordómar víða í samfélaginu. Því sé nauðsynlegt að gefa hvergi eftir í fræðslu, sérstaklega hjá börnum. „Samtökin 78 kærðu í vor tíu manns fyrir hatursummæli sem birtist á opinberum vettvangi og réðist með mjög grófum hætti að samkynhneigðu fóki. Þeirri kæru var vísað frá af lögreglu sem kannski gefur ekki tilefni til bjarsýni en ríkissaksóknari hefur nú vísað málinu aftur til lögreglu og það er í meðferð. Og ég veit að lögreglan mun frá og með áramótum setja aukið fé og aukinn mannafla í þennan málaflokk svo við erum bjartsýn hvað það varðar. Að það fáist einhver betri úrlausn á þeim í framtíðinn,“ segir Auður. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Samkynhneigt fólk á Íslandi verður reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti vegna kynhneigðar sinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtakana 78, en í nótt veittust fjórir menn um tvítugt að samkyhneigðu pari í miðbænum. Jóhann Örn Bergmann Benediktsson greindi í dag frá því að í nótt hafi hann og kærasti hans orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar þegar fjórir menn um tvítugt veittust að þeim. Jóhann Örn lýsir atvikum þannig að hann og kærasti hans hafi verið á gangi í Lækjargötu í nótt þegar ókvæðisorðum á borð við faggaógeð og hommaviðbjóður var hrópað að þeim. Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakana 78, segir reynslu Jóhanns síður en svo einsdæmi. Atvik af þessum toga komi upp reglulega. „Þetta er eitthvað sem að við hjá Samtökunum 78 höfum mjög lengi vitað að er bara staðreynd á Íslandi því miður. Við eigum í raun engar tölur um þetta en við heyrum alltaf af þessu með reglulegum hætti, sem gefur vísbendingu um að þetta eigi sér stað frekar oft, myndi ég halda. Auðvitað er svo bara toppurinn á ísjakanum sem kemur í fréttir eða maður heyrir með beinum hætti af,“ segir Auður. Hún telur skýrt að um hatursglæp sé að ræða. „Samkvæmt löggjöfinni á Íslandi þá er árás á persónu, sem beinist gegn henni vegna kynhneigðar, mjög klárlega flokkað sem hatursglæpur. Þarna í þessu tilfelli er mjög skýrt að orðin sem eru látin fylgja árásinni eru vegna kynhneigðar,“ segir Auður. Þrátt fyrir það sé ekki mikið um að fólk tilkynni slíkt ofbeldi til lögreglu. Þó að mikið hafi unnist á síðustu árum séu fordómar víða í samfélaginu. Því sé nauðsynlegt að gefa hvergi eftir í fræðslu, sérstaklega hjá börnum. „Samtökin 78 kærðu í vor tíu manns fyrir hatursummæli sem birtist á opinberum vettvangi og réðist með mjög grófum hætti að samkynhneigðu fóki. Þeirri kæru var vísað frá af lögreglu sem kannski gefur ekki tilefni til bjarsýni en ríkissaksóknari hefur nú vísað málinu aftur til lögreglu og það er í meðferð. Og ég veit að lögreglan mun frá og með áramótum setja aukið fé og aukinn mannafla í þennan málaflokk svo við erum bjartsýn hvað það varðar. Að það fáist einhver betri úrlausn á þeim í framtíðinn,“ segir Auður.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira