Er Sigmundur Davíð að lýsa sjálfum sér? Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2015 11:14 Kenningar eru uppi á Facebook þess efnis að Sigmundur Davíð sé fremur að lýsa sér en Kára í grein sem vakið hefur mikla athygli. Grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist á Vísi í morgun, en þar beinir forsætisráðherra spjótum sínum að Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur reynst mörgum um umhugsunarefni, er efni hennar mjög til umræðu á samfélagsmiðlum og sýnist sitt hverjum. Sigmundur Davíð lýsir Kára sem manni sem leitast við að vera vinna hylli trúgjarnra um sinn. Ýmsir sem tjá sig á Facebook vilja meina að þar sé Sigmundur Davíð fyrst og síðast að lýsa sjálfum sér. Dæmi um slíka er Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður segir: „Ég hef ekki séð öllu nákvæmari lýsingu á opinberri persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,“ og hann vitnar í greinina: „...topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar,“ skrifar Sigmundur Davíð í lok greinar sinnar.“ Og Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur segir greinina sérstaka fyrir margra hluta sakir. „Þessi grein er svo sérstök fyrir margra hluta sakir. Fyrir utan að það er örugglega einsdæmi að forsætisráðherra nokkurrar þjóðar finni það hjá sér að ráðast gegn einstaklingi í blaðagrein (enn eitt heimsmetið) þá sýnist mér í raun greinin hitta hann sjálfan fyrir. Sigmundi hefur orðið það á að lita í spegil, sjá sjálfan sig og skrifa um það grein.“ Hvað sem þessu líður er víst að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður mönnum efni í hugleiðingar vel fram eftir degi, því einsdæmi telst að forsætisráðherra taki svo fast á óbreyttum borgara, sem Kári Stefánsson hlýtur að teljast í þessu samengi, þó enginn veifiskati sé.Maðurinn veit klárlega hvað hann er að tala um, gjörþekkir viðfangsefnið á eigin skinni.Posted by Kristófer Már Kristinsson on 11. desember 2015 Toppari skrifar grein til að toppa toppara.Posted by Andri Sigurðsson on 11. desember 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist á Vísi í morgun, en þar beinir forsætisráðherra spjótum sínum að Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur reynst mörgum um umhugsunarefni, er efni hennar mjög til umræðu á samfélagsmiðlum og sýnist sitt hverjum. Sigmundur Davíð lýsir Kára sem manni sem leitast við að vera vinna hylli trúgjarnra um sinn. Ýmsir sem tjá sig á Facebook vilja meina að þar sé Sigmundur Davíð fyrst og síðast að lýsa sjálfum sér. Dæmi um slíka er Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður segir: „Ég hef ekki séð öllu nákvæmari lýsingu á opinberri persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,“ og hann vitnar í greinina: „...topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar,“ skrifar Sigmundur Davíð í lok greinar sinnar.“ Og Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur segir greinina sérstaka fyrir margra hluta sakir. „Þessi grein er svo sérstök fyrir margra hluta sakir. Fyrir utan að það er örugglega einsdæmi að forsætisráðherra nokkurrar þjóðar finni það hjá sér að ráðast gegn einstaklingi í blaðagrein (enn eitt heimsmetið) þá sýnist mér í raun greinin hitta hann sjálfan fyrir. Sigmundi hefur orðið það á að lita í spegil, sjá sjálfan sig og skrifa um það grein.“ Hvað sem þessu líður er víst að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður mönnum efni í hugleiðingar vel fram eftir degi, því einsdæmi telst að forsætisráðherra taki svo fast á óbreyttum borgara, sem Kári Stefánsson hlýtur að teljast í þessu samengi, þó enginn veifiskati sé.Maðurinn veit klárlega hvað hann er að tala um, gjörþekkir viðfangsefnið á eigin skinni.Posted by Kristófer Már Kristinsson on 11. desember 2015 Toppari skrifar grein til að toppa toppara.Posted by Andri Sigurðsson on 11. desember 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52