Iðnaðarmenn vilja 100 þúsund króna hækkun lágmarkslauna Linda Blöndal skrifar 10. maí 2015 13:24 Formaður rafiðnaðarsambandsins, Kristján Þórður Snæbjarnarson, segir að kröfur iðnaðarmanna þurfi ekki að kosta mikið enda vinni margir á markaðslaunum. Hækka verði lágmarkslaunin um hundrað þúsund krónur. Átjánda þingi sambandsins lauk í gær og fulltrúum þar voru kjaramálin eðlilega ofarlega í huga. Kristján Þórður segir að áherslan sé að hækka lámarkslaunin upp að markaðslaunum sem margir iðnaðarmenn vinna eftir. Krafan er um að hækka lágmarkslaunin úr 280 þúsund krónum í 380 þúsund. Iðnaðarmannafélögin lýstu þann 6. maí síðastliðinn yfir árangurslausum viðræðum við SA og hafa hafið undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsheimild. Það eru Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, Samiðn, Grafía - stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, Félag hársnyrtisveina og Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM). Kristján segir kröfur þessara félaga fara vel saman. „Við erum með sameiginlegar kröfur og við viljum taka á dagvinnulaunum iðnaðarmanna í heild sinni. Lágmarkslaun iðnaðarmanna eru nánast þau sömu á milli samninga en við erum með kröfu um að fara með lágmarkslaun iðnaðarmanna upp í 381 þúsund krónur,“ segir hann en bætir við að langstærstur hópur iðnaðarmanna fái greidd hærri laun. „Það er verið að lyfta gólfinu upp að markaðslaunum og það kostar töluvert mikið minna en prósenta segir til um.“ Kristján bendir á að iðnaðarmenn hér á landi hafi ávallt þurft að vinna mjög langan vinnudag til að ná endum saman og núhafa margir þeirra reynslu af störfum í Noregi og samanburðurinn sannfæri menn um að breytingar verði að vera. „Þar eru menn að horfa til líka þeirrar reynslu sem þeir hafa verið að ná í nágrannalöndum okkar. Þegar okkar félagsmenn eru að fara til Noregs til starfa þá fá menn þar töluvert betri kjör fyrir dagvinnuna,“ segir hann. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Formaður rafiðnaðarsambandsins, Kristján Þórður Snæbjarnarson, segir að kröfur iðnaðarmanna þurfi ekki að kosta mikið enda vinni margir á markaðslaunum. Hækka verði lágmarkslaunin um hundrað þúsund krónur. Átjánda þingi sambandsins lauk í gær og fulltrúum þar voru kjaramálin eðlilega ofarlega í huga. Kristján Þórður segir að áherslan sé að hækka lámarkslaunin upp að markaðslaunum sem margir iðnaðarmenn vinna eftir. Krafan er um að hækka lágmarkslaunin úr 280 þúsund krónum í 380 þúsund. Iðnaðarmannafélögin lýstu þann 6. maí síðastliðinn yfir árangurslausum viðræðum við SA og hafa hafið undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsheimild. Það eru Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, Samiðn, Grafía - stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, Félag hársnyrtisveina og Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM). Kristján segir kröfur þessara félaga fara vel saman. „Við erum með sameiginlegar kröfur og við viljum taka á dagvinnulaunum iðnaðarmanna í heild sinni. Lágmarkslaun iðnaðarmanna eru nánast þau sömu á milli samninga en við erum með kröfu um að fara með lágmarkslaun iðnaðarmanna upp í 381 þúsund krónur,“ segir hann en bætir við að langstærstur hópur iðnaðarmanna fái greidd hærri laun. „Það er verið að lyfta gólfinu upp að markaðslaunum og það kostar töluvert mikið minna en prósenta segir til um.“ Kristján bendir á að iðnaðarmenn hér á landi hafi ávallt þurft að vinna mjög langan vinnudag til að ná endum saman og núhafa margir þeirra reynslu af störfum í Noregi og samanburðurinn sannfæri menn um að breytingar verði að vera. „Þar eru menn að horfa til líka þeirrar reynslu sem þeir hafa verið að ná í nágrannalöndum okkar. Þegar okkar félagsmenn eru að fara til Noregs til starfa þá fá menn þar töluvert betri kjör fyrir dagvinnuna,“ segir hann.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira