Ásdís með tvö ógild köst og er úr leik á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2015 13:19 Ásdís Hjálmsdóttir. Vísir/EPA Ásdís Hjálmsdóttir náði sér ekki á strik í dag í undankeppni í spjótkasti kvenna á heimsmeistaramótinu í Peking í Kína. Ásdís Hjálmsdóttir gerði tvisvar ógilt og besta kast hennar var upp á 56,72 metra sem er nokkuð frá hennar besta. Ásdís endaði í fjórtánda sæti í sínum riðli og í 29. sæti af 32 keppendum í spjótkasti kvenna. Ásdís hefði þurft að kasta 62,22 metra til þess að komast í úrslitin en besti árangur hennar á árinu er kast upp á 62,14 metra í maí. Íslandsmet hennar frá því á Ólympíuleikunum í London 2012 er 62,77 metrar. Ásdís kastaði seint og þurfti að horfa þolinmóð á hverja konuna á fætur annarri ná mjög góðum kostum. Hin kínverska Lingwei Li kastaði meðal annars 65,07 metra í fyrsta kasti í riðli Ásdísar og tryggði sér um leið sæti í úrslitunum. Ásdís var fimmtánda í röðinni í sínum riðli og þar voru tíu þegar búnar að kasta yfir 62 metra í báðum riðlum þegar kom að henni. Ásdís kastaði 56,72 metra í fyrsta kasti og var þá í ellefta sæti í sínum riðli eftir fyrstu umferð. Tvær tryggðu sig áfram í fyrstu umferðinni, Lingwei Li frá Kína og Elizabeth Gleadle frá Kanada. Ásdís gerði síðan ógilt í öðru kasti sínu og fyrrnefnt kast kom henni því ekki ofar en í tólfta sæti í riðlinum eftir tvær umferðir og þar með í 27. sæti samanlagt. Barbora Spotakova kastaði 65,02 í síðasta kasti annarrar umferðarinnar og komst með því áfram. Ásdís átti síðan lokakastið í þriðju og síðustu umferðinni þar sem hún vissi að ekkert nema risakast myndi koma henni áfram. Ásdís gerði hinsvegar ógilt og er úr leik. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir náði sér ekki á strik í dag í undankeppni í spjótkasti kvenna á heimsmeistaramótinu í Peking í Kína. Ásdís Hjálmsdóttir gerði tvisvar ógilt og besta kast hennar var upp á 56,72 metra sem er nokkuð frá hennar besta. Ásdís endaði í fjórtánda sæti í sínum riðli og í 29. sæti af 32 keppendum í spjótkasti kvenna. Ásdís hefði þurft að kasta 62,22 metra til þess að komast í úrslitin en besti árangur hennar á árinu er kast upp á 62,14 metra í maí. Íslandsmet hennar frá því á Ólympíuleikunum í London 2012 er 62,77 metrar. Ásdís kastaði seint og þurfti að horfa þolinmóð á hverja konuna á fætur annarri ná mjög góðum kostum. Hin kínverska Lingwei Li kastaði meðal annars 65,07 metra í fyrsta kasti í riðli Ásdísar og tryggði sér um leið sæti í úrslitunum. Ásdís var fimmtánda í röðinni í sínum riðli og þar voru tíu þegar búnar að kasta yfir 62 metra í báðum riðlum þegar kom að henni. Ásdís kastaði 56,72 metra í fyrsta kasti og var þá í ellefta sæti í sínum riðli eftir fyrstu umferð. Tvær tryggðu sig áfram í fyrstu umferðinni, Lingwei Li frá Kína og Elizabeth Gleadle frá Kanada. Ásdís gerði síðan ógilt í öðru kasti sínu og fyrrnefnt kast kom henni því ekki ofar en í tólfta sæti í riðlinum eftir tvær umferðir og þar með í 27. sæti samanlagt. Barbora Spotakova kastaði 65,02 í síðasta kasti annarrar umferðarinnar og komst með því áfram. Ásdís átti síðan lokakastið í þriðju og síðustu umferðinni þar sem hún vissi að ekkert nema risakast myndi koma henni áfram. Ásdís gerði hinsvegar ógilt og er úr leik.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira