Ríki axla mjög misþungar byrðar vegna flóttamanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 28. ágúst 2015 19:32 Skorað er á Evrópuríki að sýna mannúð og axla jafna ábyrgð á sívaxandi straumi flóttamanna sem flýr stríð og hörmungar heima fyrir. Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum bendir á að ef Ísland tæki á móti 1600 flóttamönnum í ár ef það tæki hlutfallslega við jafnmörgum flóttamönnum og nágrannaríkið Svíþjóð. Yfir 300.000 flóttamenn hafa farið yfir Miðjarðarhaf á þessu ári, en um 2.500 hafa dáið á leiðinni yfir hafið. Til samanburðar fóru um 214.000 þessa leið allt árið í fyrra. Neyð stigvaxandi fjölda flóttamanna er í brennidepli þessa dagana en leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki komist að samkomulagi um skuldbindingar vegna hans. Fréttir gærdagsins greindu frá því að í yfirgefnum vöruflutningabíl í Austurríki hefðu fundist lík sjötíu og eins flóttamanns, Talið er að fólkið hafi kafnað en lík þeirra voru flutt til krufningar í dag. Í hópnum eru 59 karlmenn, átta konur og fjögur börn, þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og eins til tveggja ára stúlkubarn. Þá fundust rúmlega fimmtíu flóttamenn látnir í lest drekkhlaðins flóttamannabáts en eftirlifendur úr hópi flóttamanna sögðu að smyglararnir hefðu neytt fólkið ofan í lestina með ofbeldi.Einblínt á vandann í EvrópuÁrni Snævarr upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum segir að ríki axli mjög misþungar byrðar vegna vaxandi neyðar flóttamanna. Eðli málsins samkvæmt mæði mest á nágrannaríkjum þeirra landa þar sem neyðin sé mest. Hann segir að þótt Evrópubúar einblíni á það sem sé að gerast í Evrópu, megi ekki gleyma því að það séu til að mynda 1,2 milljónir flóttamanna í Líbanon, landi sem er með um fimm milljónir íbúa, það sé sambærilegt við að Ísland tæki við áttatíu þúsund flóttamönnum. Þá séu ein komma sjö milljónir flóttamanna í Tyrklandi. Þetta sé einungis brot af vandanum sem blasi við ríkjum í Evrópu. Þá hafi einungis tekist að fjármagna fjörutíu og eitt prósent af aðstoð við flóttamenn í þessum tiltölulega fátæku nágrannaríkjum. Stöð 2 spurði Árna Snævarr hvað Ísland gæti lagt meira til þessara mála. Hann sagði að það væri nærtækt að líta til nágrannaríkjanna. Svíþjóð ætlaði að taka á móti fimmtíu þúsund Sýrlendingum í árslok, það eru hugsanlega hundrað þúsund hælisleitendur þar fyrir. Þetta sé álíka og ef Ísland tæki við sextán til sautjánhundruð manns en það sé þó ansi langt frá veruleikanum núna. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Skorað er á Evrópuríki að sýna mannúð og axla jafna ábyrgð á sívaxandi straumi flóttamanna sem flýr stríð og hörmungar heima fyrir. Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum bendir á að ef Ísland tæki á móti 1600 flóttamönnum í ár ef það tæki hlutfallslega við jafnmörgum flóttamönnum og nágrannaríkið Svíþjóð. Yfir 300.000 flóttamenn hafa farið yfir Miðjarðarhaf á þessu ári, en um 2.500 hafa dáið á leiðinni yfir hafið. Til samanburðar fóru um 214.000 þessa leið allt árið í fyrra. Neyð stigvaxandi fjölda flóttamanna er í brennidepli þessa dagana en leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki komist að samkomulagi um skuldbindingar vegna hans. Fréttir gærdagsins greindu frá því að í yfirgefnum vöruflutningabíl í Austurríki hefðu fundist lík sjötíu og eins flóttamanns, Talið er að fólkið hafi kafnað en lík þeirra voru flutt til krufningar í dag. Í hópnum eru 59 karlmenn, átta konur og fjögur börn, þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og eins til tveggja ára stúlkubarn. Þá fundust rúmlega fimmtíu flóttamenn látnir í lest drekkhlaðins flóttamannabáts en eftirlifendur úr hópi flóttamanna sögðu að smyglararnir hefðu neytt fólkið ofan í lestina með ofbeldi.Einblínt á vandann í EvrópuÁrni Snævarr upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum segir að ríki axli mjög misþungar byrðar vegna vaxandi neyðar flóttamanna. Eðli málsins samkvæmt mæði mest á nágrannaríkjum þeirra landa þar sem neyðin sé mest. Hann segir að þótt Evrópubúar einblíni á það sem sé að gerast í Evrópu, megi ekki gleyma því að það séu til að mynda 1,2 milljónir flóttamanna í Líbanon, landi sem er með um fimm milljónir íbúa, það sé sambærilegt við að Ísland tæki við áttatíu þúsund flóttamönnum. Þá séu ein komma sjö milljónir flóttamanna í Tyrklandi. Þetta sé einungis brot af vandanum sem blasi við ríkjum í Evrópu. Þá hafi einungis tekist að fjármagna fjörutíu og eitt prósent af aðstoð við flóttamenn í þessum tiltölulega fátæku nágrannaríkjum. Stöð 2 spurði Árna Snævarr hvað Ísland gæti lagt meira til þessara mála. Hann sagði að það væri nærtækt að líta til nágrannaríkjanna. Svíþjóð ætlaði að taka á móti fimmtíu þúsund Sýrlendingum í árslok, það eru hugsanlega hundrað þúsund hælisleitendur þar fyrir. Þetta sé álíka og ef Ísland tæki við sextán til sautjánhundruð manns en það sé þó ansi langt frá veruleikanum núna.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira