Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2015 19:34 Hao og Thuy á heimili þeirra VÍSIR/VILHELM Víetnömsku hjón íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins en Fréttablaðið fjallaði um mál þeirra í liðinni viku. Útlendingastofnun sakaði þau Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio um málamyndahjónaband. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnömsku hjónanna en í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stóð að upplýsingar hefðu borist frá Landspítala um að konan væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var rætt við verjanda hjónanna sem sagði þau vera að íhuga stöðu sína og jafnvel kæmi til greina að kæra lekann af Landspítalanum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Persónuverndar. Thuy er 22 ára gömul og kom hingað til lands sem au pair fyrir fjölskyldu sína í mars árið 2013. Hún eyddi miklum tíma með frænda sínum og besta vin hans sem er Hao Van og fljótlega urðu þau ástfangin. Þau segja það ekki hafa verið ást við fyrstu sýn en eftir að hafa hist nokkrum sinnum urðu þau hrifin, fóru á stefnumót og sambandið þróaðist. Fyrirséð var að dvalarleyfi Thuy sem au pair rynni út í apríl 2014. Þau giftu sig og héldu mikla veislu þann 28. desember 2013. Dóttir þeirra Sandra fæddist svo á Landspítalanum við Hringbraut þann 3. september 2014. Það var svo í desember 2014 sem Útlendingastofnun sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að formleg rannsókn hæfist á því hvort hjúskapurinn væri til málamynda. Í bréfinu segir að myndbandsupptaka úr brúðkaupinu, sem hjónin skiluðu inn til staðfestingar á hjónabandi sínu, sýndi að brúðurin væri leið og virkaði óhamingjusöm. Þessu svarar Thuy á þá leið að hún hafi verið glöð með ráðahaginn en meðgöngukvillar, ógleði og þess háttar, hafi gert henni lífið mjög leitt á brúðkaupsdaginn. Í júní síðastliðnum barst þeim bréf frá Útlendingastofnun þar sem þeim var greint frá því að grunur leiki á að um málamyndahjónaband sé að ræða. Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Víetnömsku hjón íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins en Fréttablaðið fjallaði um mál þeirra í liðinni viku. Útlendingastofnun sakaði þau Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio um málamyndahjónaband. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnömsku hjónanna en í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stóð að upplýsingar hefðu borist frá Landspítala um að konan væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var rætt við verjanda hjónanna sem sagði þau vera að íhuga stöðu sína og jafnvel kæmi til greina að kæra lekann af Landspítalanum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Persónuverndar. Thuy er 22 ára gömul og kom hingað til lands sem au pair fyrir fjölskyldu sína í mars árið 2013. Hún eyddi miklum tíma með frænda sínum og besta vin hans sem er Hao Van og fljótlega urðu þau ástfangin. Þau segja það ekki hafa verið ást við fyrstu sýn en eftir að hafa hist nokkrum sinnum urðu þau hrifin, fóru á stefnumót og sambandið þróaðist. Fyrirséð var að dvalarleyfi Thuy sem au pair rynni út í apríl 2014. Þau giftu sig og héldu mikla veislu þann 28. desember 2013. Dóttir þeirra Sandra fæddist svo á Landspítalanum við Hringbraut þann 3. september 2014. Það var svo í desember 2014 sem Útlendingastofnun sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að formleg rannsókn hæfist á því hvort hjúskapurinn væri til málamynda. Í bréfinu segir að myndbandsupptaka úr brúðkaupinu, sem hjónin skiluðu inn til staðfestingar á hjónabandi sínu, sýndi að brúðurin væri leið og virkaði óhamingjusöm. Þessu svarar Thuy á þá leið að hún hafi verið glöð með ráðahaginn en meðgöngukvillar, ógleði og þess háttar, hafi gert henni lífið mjög leitt á brúðkaupsdaginn. Í júní síðastliðnum barst þeim bréf frá Útlendingastofnun þar sem þeim var greint frá því að grunur leiki á að um málamyndahjónaband sé að ræða.
Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00
Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00
Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00