Varð nánast að heimildarmynd um Bíladaga Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. febrúar 2015 11:30 Strákarnir í Úlfi Úlfi og Magnús fögnuðu um helgina. Magnús er einnig handritshöfundur að þáttunum Hreinn Skjöldur sem var tilnefndur til Edduverðlauna. „Þetta myndband er eiginlega eins og lítil heimildarmynd um Bíladaga á Akureyri,“ segir leikstjórinn Magnús Leifsson, sem fékk um helgina Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarmyndband ársins við lagið Tarantúlur með rappsveitinni Úlfi Úlfi. Í myndbandinu má sjá rapparana Helga Sæmund Guðmundsson og Arnar Frey Frostason sækja Bíladaga og fangar myndbandið vel þá stemningu sem myndast á Akureyri í kringum hátíðina. „Manni finnst ótrúlega skemmtilegt að vinna með svona fólki eins og Magga, sem hefur skýra sýn og sér hlutina öðruvísi en maður sjálfur gerði. Svoleiðis finnst mér að samstarf eigi að vera,“ útskýrir Arnar Freyr. Í myndbandinu má sjá rapparana klædda í boli sem greinilega eru frá tíunda áratug síðustu aldar. „Þetta kemur allt frá Magga, þetta var hans hugmynd,“ segir Arnar. „Já, þetta tengist „nineties-blætinu“ mínu,“ segir Magnús. Arnar klæðist í forláta Cheerios-bol sem erfitt var að fá að sögn Magnúsar og eru félagarnir í bolum merktum NBA-leikmönnunum Kurt Rambis og Bill Laimbeer. „Þeir eru uppáhalds NBA-týpurnar mínar.“ Magnús segir að þeir hafi ákveðið að sækja Bíladaga á Akureyri án þess að vera með allt handritið tilbúið þegar lagt var í hann. „Við vorum ótrúlega heppnir hvað okkur var vel tekið. Við fengum mjög jákvæð viðbrögð við þessu og það hjálpaði okkur að gera betra myndband,“ útskýrir leikstjórinn. Tengdar fréttir Drengirnir í Úlfi Úlfi sungu af innlifun Úlfur Úlfur var á Hlustendaverðlaununum 2015. 11. febrúar 2015 21:00 Myndband: Úlfur Úlfur og og Dans Dans Dans sigurvegari Nýtt tónlistarmyndband frá Úlfi Úlfi 14. nóvember 2014 16:30 „Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins“ Rappsveitin Úlfur Úlfur gaf nýverið út tónlistarmyndband við lagið Tarantúlur. 15. júlí 2014 13:13 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira
„Þetta myndband er eiginlega eins og lítil heimildarmynd um Bíladaga á Akureyri,“ segir leikstjórinn Magnús Leifsson, sem fékk um helgina Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarmyndband ársins við lagið Tarantúlur með rappsveitinni Úlfi Úlfi. Í myndbandinu má sjá rapparana Helga Sæmund Guðmundsson og Arnar Frey Frostason sækja Bíladaga og fangar myndbandið vel þá stemningu sem myndast á Akureyri í kringum hátíðina. „Manni finnst ótrúlega skemmtilegt að vinna með svona fólki eins og Magga, sem hefur skýra sýn og sér hlutina öðruvísi en maður sjálfur gerði. Svoleiðis finnst mér að samstarf eigi að vera,“ útskýrir Arnar Freyr. Í myndbandinu má sjá rapparana klædda í boli sem greinilega eru frá tíunda áratug síðustu aldar. „Þetta kemur allt frá Magga, þetta var hans hugmynd,“ segir Arnar. „Já, þetta tengist „nineties-blætinu“ mínu,“ segir Magnús. Arnar klæðist í forláta Cheerios-bol sem erfitt var að fá að sögn Magnúsar og eru félagarnir í bolum merktum NBA-leikmönnunum Kurt Rambis og Bill Laimbeer. „Þeir eru uppáhalds NBA-týpurnar mínar.“ Magnús segir að þeir hafi ákveðið að sækja Bíladaga á Akureyri án þess að vera með allt handritið tilbúið þegar lagt var í hann. „Við vorum ótrúlega heppnir hvað okkur var vel tekið. Við fengum mjög jákvæð viðbrögð við þessu og það hjálpaði okkur að gera betra myndband,“ útskýrir leikstjórinn.
Tengdar fréttir Drengirnir í Úlfi Úlfi sungu af innlifun Úlfur Úlfur var á Hlustendaverðlaununum 2015. 11. febrúar 2015 21:00 Myndband: Úlfur Úlfur og og Dans Dans Dans sigurvegari Nýtt tónlistarmyndband frá Úlfi Úlfi 14. nóvember 2014 16:30 „Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins“ Rappsveitin Úlfur Úlfur gaf nýverið út tónlistarmyndband við lagið Tarantúlur. 15. júlí 2014 13:13 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira
Drengirnir í Úlfi Úlfi sungu af innlifun Úlfur Úlfur var á Hlustendaverðlaununum 2015. 11. febrúar 2015 21:00
Myndband: Úlfur Úlfur og og Dans Dans Dans sigurvegari Nýtt tónlistarmyndband frá Úlfi Úlfi 14. nóvember 2014 16:30
„Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins“ Rappsveitin Úlfur Úlfur gaf nýverið út tónlistarmyndband við lagið Tarantúlur. 15. júlí 2014 13:13