Yngra foreldrið ekki fullgilt hjá Auðkenni fanney birna jónsdóttir skrifar 30. mars 2015 07:00 Mæðgurnar Erna Agnarsdóttir og Birna María Másdóttir fengu ekki að sækja um rafræn skilríki þar sem Erna er yngri en faðir Birnu Maríu. Birna María Másdóttir, 17 ára nemandi í Verzlunarskólanum, og móðir hennar, Erna Agnarsdóttir, fóru tómhentar heim frá fyrirtækinu Auðkenni þar sem móðirin þótti ekki fullnægjandi forráðamaður því að hún er yngra foreldri Birnu. Mæðgurnar mættu til að sækja um rafræn skilríki fyrir Birnu Maríu en var vísað frá þar sem hún var ekki í fylgd „eldri forráðamanns“, það er að segja þess foreldris sem eldra er. „Okkur var vísað frá af því hún var ekki í fylgd eldri forráðamanns,“ segir Erna í samtali við Fréttablaðið. „Ég velti því fyrir mér hvort ég væri ekki orðin nógu gömul þó ég sé að verða 45 ára þegar mér var sagt að eldri forráðamann þyrfti til að nálgast þetta fyrir hana,“ segir Erna í léttum dúr og bætir við að það muni jú heilum mánuði á henni og föður Birnu í aldri. Birna María segir starfsmann Auðkennis sem tilkynnti þeim að þær myndu ekki fá afgreiðslu án eldri forráðamannsins hafa verið mjög vandræðalegan. „Þetta var eiginlega bara fyndið. Við hálf vorkenndum henni að þurfa að segja okkur þetta. En ég hef aldrei heyrt svona lagað áður. Að það væri ekki hægt að taka mömmu gilda sem forráðamann bara af því hún er mánuði yngri en pabbi minn. En nú veit maður hver það er sem raunverulega ræður á heimilinu,“ segir Birna María gamansöm. Hún segir þær mæðgur þó hafa tekið gleði sína á ný þar sem þær gátu fengið rafræn skilríki í bankanum. Ekki náðist í Harald Bjarnason, framkvæmdastjóra Auðkennis, en samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins sem höfðu heyrt af atvikinu er um að ræða galla í kerfinu hjá þeim sem tengist svokölluðu fjölskyldunúmeri í Þjóðskrá. „Kerfið var því miður forritað svona til að byrja með. Það er verið að breyta þessu og verður vonandi komið í lag fyrir páska. Okkur þykir þetta afskaplega leitt og hörmum að mæðgurnar hafi þurft að fara í fýluferð,“ segir í svari Auðkennis til Fréttablaðsins. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Birna María Másdóttir, 17 ára nemandi í Verzlunarskólanum, og móðir hennar, Erna Agnarsdóttir, fóru tómhentar heim frá fyrirtækinu Auðkenni þar sem móðirin þótti ekki fullnægjandi forráðamaður því að hún er yngra foreldri Birnu. Mæðgurnar mættu til að sækja um rafræn skilríki fyrir Birnu Maríu en var vísað frá þar sem hún var ekki í fylgd „eldri forráðamanns“, það er að segja þess foreldris sem eldra er. „Okkur var vísað frá af því hún var ekki í fylgd eldri forráðamanns,“ segir Erna í samtali við Fréttablaðið. „Ég velti því fyrir mér hvort ég væri ekki orðin nógu gömul þó ég sé að verða 45 ára þegar mér var sagt að eldri forráðamann þyrfti til að nálgast þetta fyrir hana,“ segir Erna í léttum dúr og bætir við að það muni jú heilum mánuði á henni og föður Birnu í aldri. Birna María segir starfsmann Auðkennis sem tilkynnti þeim að þær myndu ekki fá afgreiðslu án eldri forráðamannsins hafa verið mjög vandræðalegan. „Þetta var eiginlega bara fyndið. Við hálf vorkenndum henni að þurfa að segja okkur þetta. En ég hef aldrei heyrt svona lagað áður. Að það væri ekki hægt að taka mömmu gilda sem forráðamann bara af því hún er mánuði yngri en pabbi minn. En nú veit maður hver það er sem raunverulega ræður á heimilinu,“ segir Birna María gamansöm. Hún segir þær mæðgur þó hafa tekið gleði sína á ný þar sem þær gátu fengið rafræn skilríki í bankanum. Ekki náðist í Harald Bjarnason, framkvæmdastjóra Auðkennis, en samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins sem höfðu heyrt af atvikinu er um að ræða galla í kerfinu hjá þeim sem tengist svokölluðu fjölskyldunúmeri í Þjóðskrá. „Kerfið var því miður forritað svona til að byrja með. Það er verið að breyta þessu og verður vonandi komið í lag fyrir páska. Okkur þykir þetta afskaplega leitt og hörmum að mæðgurnar hafi þurft að fara í fýluferð,“ segir í svari Auðkennis til Fréttablaðsins.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira