Segir alla nema ungt fólk hafa fengið forskot í skuldaleiðréttingunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 16:55 Björt Ólafsdóttir er þingmaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Vilhelm/Anton Brink „Ég held að við höfum svolítið flotið sofandi að feigðarósi í þessum málaflokki seinustu ár og áratugi,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðu sem hann hóf á þingi í dag um ungt fólk og íbúðarkaup. Sagði hann að hér hefði verið við lýði fyrirkomulag bóta og vaxta þar sem aðalhvatinn fyrir fólk væri að skuldsetja sig. Þessu þurfi að breyta og hvatinn í kerfinu þurfi frekar að vera til þess að eignast heldur en að skulda. Undir þessi orð Guðlaugs tók Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra. Hún sagði að mikilvægt væri að læra af reynslu síðustu ára og áratuga. Til að myndi ætti ekki hvetja til þess að opna lánsveð og hækka lánshlutfall. Tryggja þyrfti nægt framboð á húsnæðismarkaði en ekki hefur verið hugað nægilega að því á seinustu árum að mati ráðherra. Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem tóku til máls fögnuðu umræðunni og sögðu hana mikilvæga. Mörgum var tíðrætt um að auka þyrfti framboðið á markaðnum og að tryggja öruggan og betri leigumarkað. Þá gagnrýndu margir skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar og sögðu hana ekki til þess fallna að auðvelda ungu fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. „Með skuldaleiðréttingunni hefur bilið breikkað á milli þeirra sem þegar eru komnir inn í kerfið og hinna sem standa fyrir utan það,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna. Undir þetta tók Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar: „Það er furðulegt að sitja hér og ræða þetta þegar meirihlutinn á þingi ákveður að deila peningum í skuldaleiðréttingu þar sem allir fá forskot nema ungt fólk.“ Alþingi Tengdar fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til skuldaleiðréttingarinnar Afar skiptar skoðanir virðast vera á skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þetta má lesa úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 14. nóvember 2014 07:00 Stjórnarandstaðan undrast forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja að verja hefði átt betri afkomu ríkissjóðs til styrkingar innviða samfélagsins í stað þessa að hraða leiðréttingunni. 11. nóvember 2014 20:00 „Við stöndum fyrir utan leiðréttinguna en hún hefur engu að síður áhrif á okkur og okkar framtíð“ Facebook-færsla Sögu Guðmundsdóttur, hagfræðinema, um ungt fólk og leiðréttinguna hefur vakið mikla athygli. 12. nóvember 2014 22:01 Unnið að aðgerðum í þágu leigjenda Eygló Harðardóttir telur að leigjendur njóti góðs af skuldaniðurfærslunni. „Það er raunar töluverður hluti af skuldaleiðréttingunni sem fer í persónuafslátt vegna þess að fólk er ekki lengur með lán,“ sagði hún á þingi í dag. 13. nóvember 2014 13:44 Leiðréttingin kynnt eftir helgi: Svona samþykkir þú skuldaleiðréttinguna Skuldaleiðrétting ríkistjórnarinnar verður kynnt næsta mánudag. Stærsti hluti þeirra sem um hana sótti, eða rúmlega 90 prósent þeirra, fá kynningu á niðurstöðum útreikninga á lánum sínum. 7. nóvember 2014 10:32 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
„Ég held að við höfum svolítið flotið sofandi að feigðarósi í þessum málaflokki seinustu ár og áratugi,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðu sem hann hóf á þingi í dag um ungt fólk og íbúðarkaup. Sagði hann að hér hefði verið við lýði fyrirkomulag bóta og vaxta þar sem aðalhvatinn fyrir fólk væri að skuldsetja sig. Þessu þurfi að breyta og hvatinn í kerfinu þurfi frekar að vera til þess að eignast heldur en að skulda. Undir þessi orð Guðlaugs tók Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra. Hún sagði að mikilvægt væri að læra af reynslu síðustu ára og áratuga. Til að myndi ætti ekki hvetja til þess að opna lánsveð og hækka lánshlutfall. Tryggja þyrfti nægt framboð á húsnæðismarkaði en ekki hefur verið hugað nægilega að því á seinustu árum að mati ráðherra. Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem tóku til máls fögnuðu umræðunni og sögðu hana mikilvæga. Mörgum var tíðrætt um að auka þyrfti framboðið á markaðnum og að tryggja öruggan og betri leigumarkað. Þá gagnrýndu margir skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar og sögðu hana ekki til þess fallna að auðvelda ungu fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. „Með skuldaleiðréttingunni hefur bilið breikkað á milli þeirra sem þegar eru komnir inn í kerfið og hinna sem standa fyrir utan það,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna. Undir þetta tók Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar: „Það er furðulegt að sitja hér og ræða þetta þegar meirihlutinn á þingi ákveður að deila peningum í skuldaleiðréttingu þar sem allir fá forskot nema ungt fólk.“
Alþingi Tengdar fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til skuldaleiðréttingarinnar Afar skiptar skoðanir virðast vera á skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þetta má lesa úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 14. nóvember 2014 07:00 Stjórnarandstaðan undrast forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja að verja hefði átt betri afkomu ríkissjóðs til styrkingar innviða samfélagsins í stað þessa að hraða leiðréttingunni. 11. nóvember 2014 20:00 „Við stöndum fyrir utan leiðréttinguna en hún hefur engu að síður áhrif á okkur og okkar framtíð“ Facebook-færsla Sögu Guðmundsdóttur, hagfræðinema, um ungt fólk og leiðréttinguna hefur vakið mikla athygli. 12. nóvember 2014 22:01 Unnið að aðgerðum í þágu leigjenda Eygló Harðardóttir telur að leigjendur njóti góðs af skuldaniðurfærslunni. „Það er raunar töluverður hluti af skuldaleiðréttingunni sem fer í persónuafslátt vegna þess að fólk er ekki lengur með lán,“ sagði hún á þingi í dag. 13. nóvember 2014 13:44 Leiðréttingin kynnt eftir helgi: Svona samþykkir þú skuldaleiðréttinguna Skuldaleiðrétting ríkistjórnarinnar verður kynnt næsta mánudag. Stærsti hluti þeirra sem um hana sótti, eða rúmlega 90 prósent þeirra, fá kynningu á niðurstöðum útreikninga á lánum sínum. 7. nóvember 2014 10:32 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Þjóðin klofin í afstöðu til skuldaleiðréttingarinnar Afar skiptar skoðanir virðast vera á skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þetta má lesa úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 14. nóvember 2014 07:00
Stjórnarandstaðan undrast forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja að verja hefði átt betri afkomu ríkissjóðs til styrkingar innviða samfélagsins í stað þessa að hraða leiðréttingunni. 11. nóvember 2014 20:00
„Við stöndum fyrir utan leiðréttinguna en hún hefur engu að síður áhrif á okkur og okkar framtíð“ Facebook-færsla Sögu Guðmundsdóttur, hagfræðinema, um ungt fólk og leiðréttinguna hefur vakið mikla athygli. 12. nóvember 2014 22:01
Unnið að aðgerðum í þágu leigjenda Eygló Harðardóttir telur að leigjendur njóti góðs af skuldaniðurfærslunni. „Það er raunar töluverður hluti af skuldaleiðréttingunni sem fer í persónuafslátt vegna þess að fólk er ekki lengur með lán,“ sagði hún á þingi í dag. 13. nóvember 2014 13:44
Leiðréttingin kynnt eftir helgi: Svona samþykkir þú skuldaleiðréttinguna Skuldaleiðrétting ríkistjórnarinnar verður kynnt næsta mánudag. Stærsti hluti þeirra sem um hana sótti, eða rúmlega 90 prósent þeirra, fá kynningu á niðurstöðum útreikninga á lánum sínum. 7. nóvember 2014 10:32