„Við stöndum fyrir utan leiðréttinguna en hún hefur engu að síður áhrif á okkur og okkar framtíð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 22:01 Saga Guðmundsdóttir hefur fengið mikil viðbrögð við stöðuuppfærslu sinni á Facebook um ungt fólk og leiðréttinguna. „Ég veit ekki hvers vegna það er svona lítill áhugi á þessu meðal ungs fólks,“ segir Saga Guðmundsdóttir, hagfræðinemi, en stöðuuppfærsla hennar á Facebook frá því í gær um leiðréttinguna og áhrif hennar á framtíð ungs fólks hefur vakið mikla athygli. Saga segir að sín kynslóð hafi ekki bara gleymst í umræðunni um leiðréttinguna heldur hafi unga fólkið líka gleymt sjálfu sér. Hún segir að hún hafi áttað sig á því þegar hún fór að tala við vini sína, kærasta og fleiri, hvað fáir höfðu raun pælt í leiðréttingunni og þau áhrif sem hún geti haft á þau. Í færslunni talar Saga um sína kynslóð sem þá sem rétt missti af því að geta „tekið þátt“ í þenslunni á árunum fyrir hrun. Við hrunið stöðvuðust framkvæmdir við húsbyggingar en kynslóð Sögu hélt þó áfram að vaxa og stækka: „Eins og gengur og gerist, þegar fólk fullorðnast, þá vill (eða jafnvel þarf) það flest að flytja úr foreldrahúsi. Það þýddi það að eftirspurnin eftir íbúðum var enn til staðar á meðan framboðið svaraði henni ekki. Þetta er einfalt hagfræðidæmi; verð fasteigna rýkur upp þegar eftirspurn eftir fasteignum eykst en framboð þeirra helst fast. Það var því alls ekki fyrir öll OKKAR að kaupa sér íbúð á slíkum tímum. Leigumarkaðurinn hefur einnig hækkað vegna sömu saka og stendur leiga, til að mynda, svo hátt í samanburði við grunnframfærslu námslána námsárið 2014-2015 sem er 149.459 á mánuði, að nánast engin leið er fyrir OKKUR námsmenn að taka þátt á markaðnum.“Það verður ekki auðveldara að kaupa sér íbúð Síðan er það leiðréttingin. Í færslunni segir Saga að hún muni ekki hafa þau áhrif að það verði auðveldara fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign. Ákveðin heimili muni hafa meira á milli handanna, það muni auka eftirspurn og fasteignaverð mun hækka enn frekar: „Seðlabankinn mun síðan að öllum líkindum koma til móts við þessa auknu verðbólgu með hærri stýrivöxtum. Hærri stýrivextir gerir það dýrara að taka lán. Þannig að VIÐ sem ættum að vera að taka okkar fyrstu stóru fjárfestingu, að kaupa fasteign, lendum í því að greiðslubyrðin af lánum eykst. (Nema náttúrulega við tökum okkur verðtryggt lán !? Sem flestir virðast enn vera að gera, þ.e.a.s. sirka 70% nýrra lána eru 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. Lán sem gjörsamlega aftengir fólk frá þróun höfuðstóls lána sinna.)“Saga Guðmundsdóttir, hagfræðinemiHefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð Saga ræðir einnig um hærri skuldir ríkissjóðs í náinni framtíð. Hún segir að þá muni þurfa að velja á milli þess að að hækka skatta eða fjársvelta opinberar stofnanir: „Hvort sem er, þá munu þær niðurstöður ekki skila sér í auknum kaupmátt hjá OKKUR. Áfram verða því örðugar aðstæður fyrir OKKUR að leigja, að taka OKKAR fyrstu fjárfestingu og hefja uppbyggingu á eiginfjárhlutfalli. Sá möguleiki verður einfaldlega ekki til staðar fyrir OKKUR í náinni framtíð. VIÐ erum stór partur af samfélaginu og VIÐ erum lítið sem ekkert að láta í okkur heyra. Hvernig stendur á því ?“ Saga hefur fengið mikil viðbrögð við skrifum sínum. Hún segir að það hafi komið sér eilítið á óvart. „Ég hef bara fengið mjög jákvæð viðbrögð. Það er eins og þetta hafi ýtt við fólki og margir hafa sagt við mig að þeir hafi ekki áttað sig á þessu. Við stöndum fyrir utan leiðréttinguna en hún hefur engu að síður áhrif á okkur og okkar framtíð. Ég er bara hæstánægð með að svo virðist sem þessi færsla muni verða til þess að fleiri á mínum aldri taki þátt í efnahagsumræðunni.“ Post by Saga Guðmundsdóttir. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Sjá meira
„Ég veit ekki hvers vegna það er svona lítill áhugi á þessu meðal ungs fólks,“ segir Saga Guðmundsdóttir, hagfræðinemi, en stöðuuppfærsla hennar á Facebook frá því í gær um leiðréttinguna og áhrif hennar á framtíð ungs fólks hefur vakið mikla athygli. Saga segir að sín kynslóð hafi ekki bara gleymst í umræðunni um leiðréttinguna heldur hafi unga fólkið líka gleymt sjálfu sér. Hún segir að hún hafi áttað sig á því þegar hún fór að tala við vini sína, kærasta og fleiri, hvað fáir höfðu raun pælt í leiðréttingunni og þau áhrif sem hún geti haft á þau. Í færslunni talar Saga um sína kynslóð sem þá sem rétt missti af því að geta „tekið þátt“ í þenslunni á árunum fyrir hrun. Við hrunið stöðvuðust framkvæmdir við húsbyggingar en kynslóð Sögu hélt þó áfram að vaxa og stækka: „Eins og gengur og gerist, þegar fólk fullorðnast, þá vill (eða jafnvel þarf) það flest að flytja úr foreldrahúsi. Það þýddi það að eftirspurnin eftir íbúðum var enn til staðar á meðan framboðið svaraði henni ekki. Þetta er einfalt hagfræðidæmi; verð fasteigna rýkur upp þegar eftirspurn eftir fasteignum eykst en framboð þeirra helst fast. Það var því alls ekki fyrir öll OKKAR að kaupa sér íbúð á slíkum tímum. Leigumarkaðurinn hefur einnig hækkað vegna sömu saka og stendur leiga, til að mynda, svo hátt í samanburði við grunnframfærslu námslána námsárið 2014-2015 sem er 149.459 á mánuði, að nánast engin leið er fyrir OKKUR námsmenn að taka þátt á markaðnum.“Það verður ekki auðveldara að kaupa sér íbúð Síðan er það leiðréttingin. Í færslunni segir Saga að hún muni ekki hafa þau áhrif að það verði auðveldara fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign. Ákveðin heimili muni hafa meira á milli handanna, það muni auka eftirspurn og fasteignaverð mun hækka enn frekar: „Seðlabankinn mun síðan að öllum líkindum koma til móts við þessa auknu verðbólgu með hærri stýrivöxtum. Hærri stýrivextir gerir það dýrara að taka lán. Þannig að VIÐ sem ættum að vera að taka okkar fyrstu stóru fjárfestingu, að kaupa fasteign, lendum í því að greiðslubyrðin af lánum eykst. (Nema náttúrulega við tökum okkur verðtryggt lán !? Sem flestir virðast enn vera að gera, þ.e.a.s. sirka 70% nýrra lána eru 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. Lán sem gjörsamlega aftengir fólk frá þróun höfuðstóls lána sinna.)“Saga Guðmundsdóttir, hagfræðinemiHefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð Saga ræðir einnig um hærri skuldir ríkissjóðs í náinni framtíð. Hún segir að þá muni þurfa að velja á milli þess að að hækka skatta eða fjársvelta opinberar stofnanir: „Hvort sem er, þá munu þær niðurstöður ekki skila sér í auknum kaupmátt hjá OKKUR. Áfram verða því örðugar aðstæður fyrir OKKUR að leigja, að taka OKKAR fyrstu fjárfestingu og hefja uppbyggingu á eiginfjárhlutfalli. Sá möguleiki verður einfaldlega ekki til staðar fyrir OKKUR í náinni framtíð. VIÐ erum stór partur af samfélaginu og VIÐ erum lítið sem ekkert að láta í okkur heyra. Hvernig stendur á því ?“ Saga hefur fengið mikil viðbrögð við skrifum sínum. Hún segir að það hafi komið sér eilítið á óvart. „Ég hef bara fengið mjög jákvæð viðbrögð. Það er eins og þetta hafi ýtt við fólki og margir hafa sagt við mig að þeir hafi ekki áttað sig á þessu. Við stöndum fyrir utan leiðréttinguna en hún hefur engu að síður áhrif á okkur og okkar framtíð. Ég er bara hæstánægð með að svo virðist sem þessi færsla muni verða til þess að fleiri á mínum aldri taki þátt í efnahagsumræðunni.“ Post by Saga Guðmundsdóttir.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Sjá meira