Þjóðin klofin í afstöðu til skuldaleiðréttingarinnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Afar skiptar skoðanir virðast vera á skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þetta má lesa úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Niðurstöðurnar sýna að 41 prósent landsmanna er sátt við skuldaleiðréttinguna, 32 prósent segjast ekki vera sátt, 22 prósent segjast vera óákveðin í afstöðu sinni og 5 prósent svara ekki. Þegar einungis er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni segjast 56 prósent vera sátt við skuldaleiðréttinguna en 44 prósent segjast ekki vera sátt við hana. Þegar svörin eru greind eftir aldri sést að þeir sem eru eldri eru mun jákvæðari gagnvart leiðréttingunni. Í aldursflokknum 50 ára og eldri segjast 63 prósent vera sátt við leiðréttinguna, en 37 prósent segjast ekki vera sátt. Í aldursflokknum 18 til 49 ára segjast hins vegar 50 prósent vera sátt og 50 prósent segjast ekki vera sátt. Það vekur líka athygli að ánægjan með leiðréttinguna virðist vera minnst í Reykjavík. Þar segjast 47 prósent vera sátt við leiðréttinguna. Í öllum öðrum kjördæmum eru fleiri sáttir en ósáttir. Það þarf ekki að koma á óvart að ánægjan með skuldaleiðréttinguna er langmest á meðal þeirra sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Níutíu og fimm prósent þeirra segjast vera sátt, en einungis 5 prósent ósátt. Áttatíu og fjögur prósent sjálfstæðismanna segjast vera sátt og 16 prósent segjast ekki sátt. Ánægjan er mun minni á meðal stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna. Niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í Hörpu á mánudaginn og strax þá um miðnætti gat fólk séð hver lækkunin á höfuðstól lána yrði. Skoðanakönnun Fréttablaðsins var gerð 12. og 13. nóvember og var hringt í 1.244 þar til náðist í 800 manns. Það er 64,3 prósenta svarhlutfall. Úrtakið er lagskipt slembiúrtak. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Afar skiptar skoðanir virðast vera á skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þetta má lesa úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Niðurstöðurnar sýna að 41 prósent landsmanna er sátt við skuldaleiðréttinguna, 32 prósent segjast ekki vera sátt, 22 prósent segjast vera óákveðin í afstöðu sinni og 5 prósent svara ekki. Þegar einungis er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni segjast 56 prósent vera sátt við skuldaleiðréttinguna en 44 prósent segjast ekki vera sátt við hana. Þegar svörin eru greind eftir aldri sést að þeir sem eru eldri eru mun jákvæðari gagnvart leiðréttingunni. Í aldursflokknum 50 ára og eldri segjast 63 prósent vera sátt við leiðréttinguna, en 37 prósent segjast ekki vera sátt. Í aldursflokknum 18 til 49 ára segjast hins vegar 50 prósent vera sátt og 50 prósent segjast ekki vera sátt. Það vekur líka athygli að ánægjan með leiðréttinguna virðist vera minnst í Reykjavík. Þar segjast 47 prósent vera sátt við leiðréttinguna. Í öllum öðrum kjördæmum eru fleiri sáttir en ósáttir. Það þarf ekki að koma á óvart að ánægjan með skuldaleiðréttinguna er langmest á meðal þeirra sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Níutíu og fimm prósent þeirra segjast vera sátt, en einungis 5 prósent ósátt. Áttatíu og fjögur prósent sjálfstæðismanna segjast vera sátt og 16 prósent segjast ekki sátt. Ánægjan er mun minni á meðal stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna. Niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í Hörpu á mánudaginn og strax þá um miðnætti gat fólk séð hver lækkunin á höfuðstól lána yrði. Skoðanakönnun Fréttablaðsins var gerð 12. og 13. nóvember og var hringt í 1.244 þar til náðist í 800 manns. Það er 64,3 prósenta svarhlutfall. Úrtakið er lagskipt slembiúrtak.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira