Fyrirtæki tortryggin vegna undanþágu hafta Linda Blöndal skrifar 4. febrúar 2015 19:30 Umsóknir hafa verið á milli átta hundruð til tæplega eitt þúsund á ári og borist nokkuð jafnt frá einstaklingum og fyrirtækjum, þó öllu minna fyrsta árið eftir hrun. Flestar eru samþykktar en fimmtungi lýkur með öðrum hætti, eru til dæmis afturkallaðar.Ólíkar undanþágur Á bak við tölurnar eru þó mjög mismunandi hagsmunir og fjárhæðir. Eitthvað gæti snúið að kaupum einstaklinga á erlendum sumarhúsum á meðan aðrar umsóknir snúast um milljarða viðskipti á alþjóðamarkaði. Seðlabankinn birti á heimasíðu sinni ítarlegri upplýsingar, meðal annars á vef sínum, um undanþáguferlið síðastliðið haust og tekið er fram að jafnræðis sé gætt í meðferð mála. Forstjóri Kauphallarinnar, Páll Harðarson, segir hins vegar í Fréttablaðinu dag að áhyggjuefni sé hve lítið gegnsæi sé í kringum afgreiðslu beiðna um undanþágu. Tortryggni gætir í garð undanþáganna miðað við að þau fyrirtæki sem fréttastofa Stöðvar 2 hafði samband við eru treg til að gagnrýna undanþáguferlið og vilja halda velvild í Seðlabankanum.Tortryggni kallar á breytingar Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráða tekur undir orð Páls. „Ég held að það sé óumflýjanlegt að einhver tortryggni myndist þegar svona fyrirkomulag er til staðar, óháði því hvernig Seðlabankinn heldur utan um þá vinnu", sagði hann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Frosti segir að Viðskiptaráð hafi heyrt kvartanir frá fyrirtækjum þar sem þau hafi áhyggjur af því að það sé ekki innbyrðis samræmi á meðhöndlun umsókna. „Sú staðreynd að slíkar áhyggjur séu til staðar gerir þá kröfu að farið sé í breytingar", sagði Frosti. Viðskiptaráð hefur bent á að úrbætur þurfi að gera segir Frosti. „Þar höfum við bent á hluti eins og möguleika þess að birta úrskurði Seðlabankans með ópersónugreinanlegum hætti, og koma á einfaldari og skjótvirkari kæruleið í tengslum við ákvarðanir gjaldeyriseftirlits Seðlabankans".Ekki skynsamlegt að móta kæruleiðir Í dag er einungis dómstólaleiðin fær en ekkert mál varðandi undanþágur frá höftum hefur ratað fyrir dóm. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri Seðlabankans bendir á að sérstök kæruleið hafi áður verið til staðar fyrir umsækjendur um undanþágur, þar sem vísa mátti málum til efnahgasráðuneytisins en það hafi ekki gefið góða raun. „Það má líka spyrja sig, vilja menn enn auka umbúnaðinn í kringum þessi gjaldeyrishöft sem gera þau ennþá þyngri í vöfum, sagði Arnór í fréttatímanum á Stöð 2. „Í ljósi þess að verið er að finna leiðir til að losa þessi höft eins fljótt og hægt er þá efast ég um að það sé eitthvað sem sé skynsamlegt að gera á þessu stigi", sagði Arnór. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Umsóknir hafa verið á milli átta hundruð til tæplega eitt þúsund á ári og borist nokkuð jafnt frá einstaklingum og fyrirtækjum, þó öllu minna fyrsta árið eftir hrun. Flestar eru samþykktar en fimmtungi lýkur með öðrum hætti, eru til dæmis afturkallaðar.Ólíkar undanþágur Á bak við tölurnar eru þó mjög mismunandi hagsmunir og fjárhæðir. Eitthvað gæti snúið að kaupum einstaklinga á erlendum sumarhúsum á meðan aðrar umsóknir snúast um milljarða viðskipti á alþjóðamarkaði. Seðlabankinn birti á heimasíðu sinni ítarlegri upplýsingar, meðal annars á vef sínum, um undanþáguferlið síðastliðið haust og tekið er fram að jafnræðis sé gætt í meðferð mála. Forstjóri Kauphallarinnar, Páll Harðarson, segir hins vegar í Fréttablaðinu dag að áhyggjuefni sé hve lítið gegnsæi sé í kringum afgreiðslu beiðna um undanþágu. Tortryggni gætir í garð undanþáganna miðað við að þau fyrirtæki sem fréttastofa Stöðvar 2 hafði samband við eru treg til að gagnrýna undanþáguferlið og vilja halda velvild í Seðlabankanum.Tortryggni kallar á breytingar Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráða tekur undir orð Páls. „Ég held að það sé óumflýjanlegt að einhver tortryggni myndist þegar svona fyrirkomulag er til staðar, óháði því hvernig Seðlabankinn heldur utan um þá vinnu", sagði hann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Frosti segir að Viðskiptaráð hafi heyrt kvartanir frá fyrirtækjum þar sem þau hafi áhyggjur af því að það sé ekki innbyrðis samræmi á meðhöndlun umsókna. „Sú staðreynd að slíkar áhyggjur séu til staðar gerir þá kröfu að farið sé í breytingar", sagði Frosti. Viðskiptaráð hefur bent á að úrbætur þurfi að gera segir Frosti. „Þar höfum við bent á hluti eins og möguleika þess að birta úrskurði Seðlabankans með ópersónugreinanlegum hætti, og koma á einfaldari og skjótvirkari kæruleið í tengslum við ákvarðanir gjaldeyriseftirlits Seðlabankans".Ekki skynsamlegt að móta kæruleiðir Í dag er einungis dómstólaleiðin fær en ekkert mál varðandi undanþágur frá höftum hefur ratað fyrir dóm. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri Seðlabankans bendir á að sérstök kæruleið hafi áður verið til staðar fyrir umsækjendur um undanþágur, þar sem vísa mátti málum til efnahgasráðuneytisins en það hafi ekki gefið góða raun. „Það má líka spyrja sig, vilja menn enn auka umbúnaðinn í kringum þessi gjaldeyrishöft sem gera þau ennþá þyngri í vöfum, sagði Arnór í fréttatímanum á Stöð 2. „Í ljósi þess að verið er að finna leiðir til að losa þessi höft eins fljótt og hægt er þá efast ég um að það sé eitthvað sem sé skynsamlegt að gera á þessu stigi", sagði Arnór.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira