Liverpool færist nær því að kaupa enska landsliðsbakvörðinn Nathaniel Clyne fyrir 12,5 milljónir punda frá Southampton, samkvæmt heimildum Sky Sports.
Sky greindi frá því fyrr í mánuðinum að Dýrlingarnir höfnuðu tíu milljóna punda tilboði í Clyne og sögðust vilja fimmtán milljónir fyrir hann.
Talið er að Liverpool og Southampton eigi nú í viðræðum um kaupverðið sem endar líklega í fimmtán milljónum punda þegar yfir lýkur vegna árangurstengdra greiðslna.
Clyne á að eins eitt ár eftir af samningnum sínum hjá Southampton og hefur ekkert verið að drífa sig að skrifa undir nýjan vegna áhuga stærri liða á sér.
Þessi 24 ára gamli bakvörður gekk í raðir Dýrlinganna frá Crystal Palace fyrir þremur árum og spilaði sinn fyrsta landsleik síðastliðinn nóvember.
Liverpool færist nær Clyne
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Sumardeildin hófst á stórsigri
Fótbolti




Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn
