„Við þurfum að fara að byggja upp“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. ágúst 2015 22:42 Hjúkrunarfræðingar fá meiri launahækkanir samkvæmt úrskurði Gerðardóms en ríkið hafði boðið þeim á meðan á samningaviðræðum stóð. Formenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna segja báðir úrskurðinn skref í rétta átt. Gerðardómur kynnti í dag úrskurð sinn um kjör félagsmanna BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga næstu árin. Úrskurðurinn felur í sér að gildandi kjarasamningar BHM framlengjast til loka ágúst árið 2017. En gildandi kjarasamningar FÍH til loka mars árið 2019. Laun félagsmanna BHM hækka um 7,2 prósent á þessu ári og um 5,5 á næsta ári. Laun hjúkrunarfræðinga hækka hinsvegar um 21,7 prósent á fjórum árum. „Ég verð að segja það að ég er ánægð með að úrskurðurinn skuli bara gilda til rúmlega tveggja ára. Gerðardómur hefur einnig metið menntun til launa með ákveðnum skrefum. Það er ekki nákvæmlega í samræmi við kröfur okkar, en það eru skref í rétta átt,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Félögin eiga eftir að reikna út hvaða áhrif úrskurðurinn hefur á einstaka félagsmenn en þau vonast til að geta kynnt það fyrir félagsmönnum eftir helgina.Ómögulegt að segja hvað verður um uppsagnir „Við uppskerum þarna hærri launahækkanir heldur en okkur hefur verið boðið hingað til og var í þessum kjarasamningi sem við felldum. Þannig að ég geri ráð fyrir að fólk sé sáttara við þetta heldur en þann samning,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfærðinga. Heldur þú að þetta dugi til að þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa sagt upp störfum, dragi uppsagnir sínar til baka? „Ég get ómögulega svarað því. Fólk hefur tekið þá ákvörðun á eigin forsendum og tekur þá væntanlega ákvörðun um það hvort þau dragi uppsögn til baka á eigin forsendum. Þannig að ég get alls ekki svarað því.“ Kjaradeilur BHM og hjúkrunarfræðinga hafa haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans í Fossvogi, en þar hafa ríflega 300 starfsmenn sagt upp störfum vegna hennar. Hjúkrunarfræðingar sem rætt var við þar í dag treysta sér ekki að segja til um hvaða áhrif ákvörðun Gerðardóms mun hafa.Vonast til þess að uppsagnir verði dregnar til baka Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, segir bindur vonir við að svo verði. „Mér finnst fyrstu viðbrögð forsvarsmanna stéttarfélaga vera vissulega varfærin, en þau eru jákvæð líka. Þannig að maður verður að vona það besta.“ Hann segir deilurnar hafa mikil áhrif á starfsemi þeirra. „Fyrst þessi verkföll og síðan yfirvofandi uppsagnir. Auðvitað er það svo að uppsagnirnar eru persónuleg ákvörðun hvers starfsmanns, en við vonum svo sannarlega að þegar fólk hefur metið niðurstöðu þessa dóms, þá taki það þá ákvörðun að vinna áfram hjá okkur. Því að okkur veitir svo sannarlega ekki af hverjum manni.“ Páll vonar að nú loks sé hægt að sjá fyrir endann á erfiðu tímabili. „Við þurfum að fara að byggja upp og verkefnin bíða. Biðlistar, nýir hlutir til að takast á við. Jáeindaskanni. Það eru allskonar hlutir og það veitir ekki af öflugu og góðu fólki til þess að vera á þessari vegferð með okkur.“ Tengdar fréttir BHM: Skref tekin til að meta menntun til launa. Viðbrögð formanns Bandalags Háskólamanna. 14. ágúst 2015 15:03 Þórunn ánægð með úrskurð Gerðardóms við fyrstu sýn Skref tekin í þá átt að meta menntun til launa. 14. ágúst 2015 14:43 Lestu úrskurð Gerðardóms hér Niðurstöðu komin í kjaradeilu BHM, FÍH og ríkisins. 14. ágúst 2015 14:30 Gerðardómur: Hækkanir í takt við almennar launahækkanir Formenn beggja félaga eru sáttir við úrskurð Gerðardóms. 14. ágúst 2015 15:28 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar fá meiri launahækkanir samkvæmt úrskurði Gerðardóms en ríkið hafði boðið þeim á meðan á samningaviðræðum stóð. Formenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna segja báðir úrskurðinn skref í rétta átt. Gerðardómur kynnti í dag úrskurð sinn um kjör félagsmanna BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga næstu árin. Úrskurðurinn felur í sér að gildandi kjarasamningar BHM framlengjast til loka ágúst árið 2017. En gildandi kjarasamningar FÍH til loka mars árið 2019. Laun félagsmanna BHM hækka um 7,2 prósent á þessu ári og um 5,5 á næsta ári. Laun hjúkrunarfræðinga hækka hinsvegar um 21,7 prósent á fjórum árum. „Ég verð að segja það að ég er ánægð með að úrskurðurinn skuli bara gilda til rúmlega tveggja ára. Gerðardómur hefur einnig metið menntun til launa með ákveðnum skrefum. Það er ekki nákvæmlega í samræmi við kröfur okkar, en það eru skref í rétta átt,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Félögin eiga eftir að reikna út hvaða áhrif úrskurðurinn hefur á einstaka félagsmenn en þau vonast til að geta kynnt það fyrir félagsmönnum eftir helgina.Ómögulegt að segja hvað verður um uppsagnir „Við uppskerum þarna hærri launahækkanir heldur en okkur hefur verið boðið hingað til og var í þessum kjarasamningi sem við felldum. Þannig að ég geri ráð fyrir að fólk sé sáttara við þetta heldur en þann samning,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfærðinga. Heldur þú að þetta dugi til að þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa sagt upp störfum, dragi uppsagnir sínar til baka? „Ég get ómögulega svarað því. Fólk hefur tekið þá ákvörðun á eigin forsendum og tekur þá væntanlega ákvörðun um það hvort þau dragi uppsögn til baka á eigin forsendum. Þannig að ég get alls ekki svarað því.“ Kjaradeilur BHM og hjúkrunarfræðinga hafa haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans í Fossvogi, en þar hafa ríflega 300 starfsmenn sagt upp störfum vegna hennar. Hjúkrunarfræðingar sem rætt var við þar í dag treysta sér ekki að segja til um hvaða áhrif ákvörðun Gerðardóms mun hafa.Vonast til þess að uppsagnir verði dregnar til baka Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, segir bindur vonir við að svo verði. „Mér finnst fyrstu viðbrögð forsvarsmanna stéttarfélaga vera vissulega varfærin, en þau eru jákvæð líka. Þannig að maður verður að vona það besta.“ Hann segir deilurnar hafa mikil áhrif á starfsemi þeirra. „Fyrst þessi verkföll og síðan yfirvofandi uppsagnir. Auðvitað er það svo að uppsagnirnar eru persónuleg ákvörðun hvers starfsmanns, en við vonum svo sannarlega að þegar fólk hefur metið niðurstöðu þessa dóms, þá taki það þá ákvörðun að vinna áfram hjá okkur. Því að okkur veitir svo sannarlega ekki af hverjum manni.“ Páll vonar að nú loks sé hægt að sjá fyrir endann á erfiðu tímabili. „Við þurfum að fara að byggja upp og verkefnin bíða. Biðlistar, nýir hlutir til að takast á við. Jáeindaskanni. Það eru allskonar hlutir og það veitir ekki af öflugu og góðu fólki til þess að vera á þessari vegferð með okkur.“
Tengdar fréttir BHM: Skref tekin til að meta menntun til launa. Viðbrögð formanns Bandalags Háskólamanna. 14. ágúst 2015 15:03 Þórunn ánægð með úrskurð Gerðardóms við fyrstu sýn Skref tekin í þá átt að meta menntun til launa. 14. ágúst 2015 14:43 Lestu úrskurð Gerðardóms hér Niðurstöðu komin í kjaradeilu BHM, FÍH og ríkisins. 14. ágúst 2015 14:30 Gerðardómur: Hækkanir í takt við almennar launahækkanir Formenn beggja félaga eru sáttir við úrskurð Gerðardóms. 14. ágúst 2015 15:28 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
BHM: Skref tekin til að meta menntun til launa. Viðbrögð formanns Bandalags Háskólamanna. 14. ágúst 2015 15:03
Þórunn ánægð með úrskurð Gerðardóms við fyrstu sýn Skref tekin í þá átt að meta menntun til launa. 14. ágúst 2015 14:43
Lestu úrskurð Gerðardóms hér Niðurstöðu komin í kjaradeilu BHM, FÍH og ríkisins. 14. ágúst 2015 14:30
Gerðardómur: Hækkanir í takt við almennar launahækkanir Formenn beggja félaga eru sáttir við úrskurð Gerðardóms. 14. ágúst 2015 15:28