„Við þurfum að fara að byggja upp“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. ágúst 2015 22:42 Hjúkrunarfræðingar fá meiri launahækkanir samkvæmt úrskurði Gerðardóms en ríkið hafði boðið þeim á meðan á samningaviðræðum stóð. Formenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna segja báðir úrskurðinn skref í rétta átt. Gerðardómur kynnti í dag úrskurð sinn um kjör félagsmanna BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga næstu árin. Úrskurðurinn felur í sér að gildandi kjarasamningar BHM framlengjast til loka ágúst árið 2017. En gildandi kjarasamningar FÍH til loka mars árið 2019. Laun félagsmanna BHM hækka um 7,2 prósent á þessu ári og um 5,5 á næsta ári. Laun hjúkrunarfræðinga hækka hinsvegar um 21,7 prósent á fjórum árum. „Ég verð að segja það að ég er ánægð með að úrskurðurinn skuli bara gilda til rúmlega tveggja ára. Gerðardómur hefur einnig metið menntun til launa með ákveðnum skrefum. Það er ekki nákvæmlega í samræmi við kröfur okkar, en það eru skref í rétta átt,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Félögin eiga eftir að reikna út hvaða áhrif úrskurðurinn hefur á einstaka félagsmenn en þau vonast til að geta kynnt það fyrir félagsmönnum eftir helgina.Ómögulegt að segja hvað verður um uppsagnir „Við uppskerum þarna hærri launahækkanir heldur en okkur hefur verið boðið hingað til og var í þessum kjarasamningi sem við felldum. Þannig að ég geri ráð fyrir að fólk sé sáttara við þetta heldur en þann samning,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfærðinga. Heldur þú að þetta dugi til að þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa sagt upp störfum, dragi uppsagnir sínar til baka? „Ég get ómögulega svarað því. Fólk hefur tekið þá ákvörðun á eigin forsendum og tekur þá væntanlega ákvörðun um það hvort þau dragi uppsögn til baka á eigin forsendum. Þannig að ég get alls ekki svarað því.“ Kjaradeilur BHM og hjúkrunarfræðinga hafa haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans í Fossvogi, en þar hafa ríflega 300 starfsmenn sagt upp störfum vegna hennar. Hjúkrunarfræðingar sem rætt var við þar í dag treysta sér ekki að segja til um hvaða áhrif ákvörðun Gerðardóms mun hafa.Vonast til þess að uppsagnir verði dregnar til baka Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, segir bindur vonir við að svo verði. „Mér finnst fyrstu viðbrögð forsvarsmanna stéttarfélaga vera vissulega varfærin, en þau eru jákvæð líka. Þannig að maður verður að vona það besta.“ Hann segir deilurnar hafa mikil áhrif á starfsemi þeirra. „Fyrst þessi verkföll og síðan yfirvofandi uppsagnir. Auðvitað er það svo að uppsagnirnar eru persónuleg ákvörðun hvers starfsmanns, en við vonum svo sannarlega að þegar fólk hefur metið niðurstöðu þessa dóms, þá taki það þá ákvörðun að vinna áfram hjá okkur. Því að okkur veitir svo sannarlega ekki af hverjum manni.“ Páll vonar að nú loks sé hægt að sjá fyrir endann á erfiðu tímabili. „Við þurfum að fara að byggja upp og verkefnin bíða. Biðlistar, nýir hlutir til að takast á við. Jáeindaskanni. Það eru allskonar hlutir og það veitir ekki af öflugu og góðu fólki til þess að vera á þessari vegferð með okkur.“ Tengdar fréttir BHM: Skref tekin til að meta menntun til launa. Viðbrögð formanns Bandalags Háskólamanna. 14. ágúst 2015 15:03 Þórunn ánægð með úrskurð Gerðardóms við fyrstu sýn Skref tekin í þá átt að meta menntun til launa. 14. ágúst 2015 14:43 Lestu úrskurð Gerðardóms hér Niðurstöðu komin í kjaradeilu BHM, FÍH og ríkisins. 14. ágúst 2015 14:30 Gerðardómur: Hækkanir í takt við almennar launahækkanir Formenn beggja félaga eru sáttir við úrskurð Gerðardóms. 14. ágúst 2015 15:28 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar fá meiri launahækkanir samkvæmt úrskurði Gerðardóms en ríkið hafði boðið þeim á meðan á samningaviðræðum stóð. Formenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna segja báðir úrskurðinn skref í rétta átt. Gerðardómur kynnti í dag úrskurð sinn um kjör félagsmanna BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga næstu árin. Úrskurðurinn felur í sér að gildandi kjarasamningar BHM framlengjast til loka ágúst árið 2017. En gildandi kjarasamningar FÍH til loka mars árið 2019. Laun félagsmanna BHM hækka um 7,2 prósent á þessu ári og um 5,5 á næsta ári. Laun hjúkrunarfræðinga hækka hinsvegar um 21,7 prósent á fjórum árum. „Ég verð að segja það að ég er ánægð með að úrskurðurinn skuli bara gilda til rúmlega tveggja ára. Gerðardómur hefur einnig metið menntun til launa með ákveðnum skrefum. Það er ekki nákvæmlega í samræmi við kröfur okkar, en það eru skref í rétta átt,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Félögin eiga eftir að reikna út hvaða áhrif úrskurðurinn hefur á einstaka félagsmenn en þau vonast til að geta kynnt það fyrir félagsmönnum eftir helgina.Ómögulegt að segja hvað verður um uppsagnir „Við uppskerum þarna hærri launahækkanir heldur en okkur hefur verið boðið hingað til og var í þessum kjarasamningi sem við felldum. Þannig að ég geri ráð fyrir að fólk sé sáttara við þetta heldur en þann samning,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfærðinga. Heldur þú að þetta dugi til að þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa sagt upp störfum, dragi uppsagnir sínar til baka? „Ég get ómögulega svarað því. Fólk hefur tekið þá ákvörðun á eigin forsendum og tekur þá væntanlega ákvörðun um það hvort þau dragi uppsögn til baka á eigin forsendum. Þannig að ég get alls ekki svarað því.“ Kjaradeilur BHM og hjúkrunarfræðinga hafa haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans í Fossvogi, en þar hafa ríflega 300 starfsmenn sagt upp störfum vegna hennar. Hjúkrunarfræðingar sem rætt var við þar í dag treysta sér ekki að segja til um hvaða áhrif ákvörðun Gerðardóms mun hafa.Vonast til þess að uppsagnir verði dregnar til baka Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, segir bindur vonir við að svo verði. „Mér finnst fyrstu viðbrögð forsvarsmanna stéttarfélaga vera vissulega varfærin, en þau eru jákvæð líka. Þannig að maður verður að vona það besta.“ Hann segir deilurnar hafa mikil áhrif á starfsemi þeirra. „Fyrst þessi verkföll og síðan yfirvofandi uppsagnir. Auðvitað er það svo að uppsagnirnar eru persónuleg ákvörðun hvers starfsmanns, en við vonum svo sannarlega að þegar fólk hefur metið niðurstöðu þessa dóms, þá taki það þá ákvörðun að vinna áfram hjá okkur. Því að okkur veitir svo sannarlega ekki af hverjum manni.“ Páll vonar að nú loks sé hægt að sjá fyrir endann á erfiðu tímabili. „Við þurfum að fara að byggja upp og verkefnin bíða. Biðlistar, nýir hlutir til að takast á við. Jáeindaskanni. Það eru allskonar hlutir og það veitir ekki af öflugu og góðu fólki til þess að vera á þessari vegferð með okkur.“
Tengdar fréttir BHM: Skref tekin til að meta menntun til launa. Viðbrögð formanns Bandalags Háskólamanna. 14. ágúst 2015 15:03 Þórunn ánægð með úrskurð Gerðardóms við fyrstu sýn Skref tekin í þá átt að meta menntun til launa. 14. ágúst 2015 14:43 Lestu úrskurð Gerðardóms hér Niðurstöðu komin í kjaradeilu BHM, FÍH og ríkisins. 14. ágúst 2015 14:30 Gerðardómur: Hækkanir í takt við almennar launahækkanir Formenn beggja félaga eru sáttir við úrskurð Gerðardóms. 14. ágúst 2015 15:28 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
BHM: Skref tekin til að meta menntun til launa. Viðbrögð formanns Bandalags Háskólamanna. 14. ágúst 2015 15:03
Þórunn ánægð með úrskurð Gerðardóms við fyrstu sýn Skref tekin í þá átt að meta menntun til launa. 14. ágúst 2015 14:43
Lestu úrskurð Gerðardóms hér Niðurstöðu komin í kjaradeilu BHM, FÍH og ríkisins. 14. ágúst 2015 14:30
Gerðardómur: Hækkanir í takt við almennar launahækkanir Formenn beggja félaga eru sáttir við úrskurð Gerðardóms. 14. ágúst 2015 15:28