Enski boltinn

Mourinho hefði betur tekið vasareikninn upp sjálfur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Chelsea er búið að eyða mun meira en Arsenal undanfarin þrjú ár.
Chelsea er búið að eyða mun meira en Arsenal undanfarin þrjú ár. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að Arsenal sé búið að eyða nógu miklum peningum til að keppa um Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð.

Eyðsla Arsenal hefur samt verið töluvert minni undanfarin þrjú ár en hjá Chelsea þrátt fyrir að félagið hafi loks rifið upp veskið og keypt fokdýra leikmenn.

Mourinho segir að Arsene Wenger geti ekki afsakað sig lengur úr titilbaráttunni þar sem hann er búinn að kaupa Mesut Özil, Alexis Sánchez og nú Petr Cech fyrir tíu milljónir punda frá Chelsea.

„Ef þið leggið saman það sem félögin hafa eytt undanfarin þrjú ár mun nokkuð koma ykkur á óvart,“ sagði Mourinho við fréttamenn fyrir leik liðsins í ICC-mótinu.

Það er samt pressa á Wenger.vísir/getty
„Ef þið leggið saman Özil og Sanchez plús Chambers og Debuchy mun það koma ykkur á óvart. Náið í vasareikni. Það er auðveldast. Þá þurfa menn ekkert að spá í þetta, “ bætti Mourinho við.

Að ná í vasareikni var nákvæmlega það sem fréttamenn Sky Sports gerðu, en þegar eyðsla félaganna undanfarin þrjú ár er lögð saman kemur í ljós að Arsenal er undir í baráttunni. Mourinho hefði betur tekið vasareikninn upp sjálfur áður en hann lét þetta út úr sér.

Arsenal hefur eytt 148,2 milljónum punda síðustu þrjú ár en Chelsea 234,259 milljónum. Munurinn eru 86 milljónir punda eða 18 milljarðar íslenskra króna.

Kaup Chelsea undanfarin þrjú ár:

2013/14: Andre Schurrle £18m, Marco van Ginkel £8m, Cristian Cuevas £1.7m, Willian £32m, Isaiah Brown £209,000, Christian Atsu £3.5m, Nemanja Matic £21m, Mohamed Salah £11m, Kurt Zouma £12.5m.

2014/15: Cesc Fabregas £30m, Diego Costa £32m, Mario Pasalic £3m, Felipe Luis £15.8m, Loic Remy £8.5m, Juan Cuadrado £23.3m.

2015/16: Asmir Begovic £8m, Nathan £4.5m*, Danilo Pantic £1.25m.

Samtals: 234,259 milljónir punda.

Kaup Arsenal undanfarin þrjú ár:

2013/14: Mesut Ozil £42.5m, Matt Macey £100,000.

2014/15: Alexis Sanchez £35m, Mathieu Debuchy £12m, David Ospina £3m, Calum Chambers £16m, Danny Welbeck £16m, Krystian Bielik £2.4m, Gabriel Paulista £11.2m.

2015/16: Petr Cech £10m.

Samtals: 148,2 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×