„Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2015 19:38 Páley og dalurinn. „Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Áður hafði hún brýnt fyrir viðbragðsaðilum þjóðhátíðar að virða sína þagnarskyldu. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum sjöunda þessa mánaðar má sjá hvar embættið tekur fram að það hafi til rannsóknar kynferðisbrot og maður á sextugsaldri sé í haldi vegna málsins. Hún segir ákvörðun núna ekki vera neina stefnubreytingu. Alla jafna séu ekki sendar út tilkynningar vegna kynferðisbrota og aðeins hafi verið að árétta það að virða þagnarskylduna. „Í þessu tilviki þá hringir hingað fréttamaður og hefur allar upplýsingarnar á reiðum höndum. Þá vorum við til dæmis enn með manninn í haldi. Hann segir frá málsatvikum og það eina sem við gefum upp er að hafi verið kært kynferðisbrot og að engar frekari upplýsingar verði gefnar upp að svo stöddu.“Sjá einnig: Lögreglustjóri krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley segir að ekki standi til að hundsa fjölmiðla heldur verði meint kynferðisbrotamál ekki til umræðu. Upp geti komið mál þar sem það sé hreinlega nauðsynlegt að ræða við þá. „Við gætum þurft að lýsa eftir fólki í tengslum við rannsóknir eða til segja frá því að grunur leiki á að hættulegur maður sé staddur í Herjólfsdal. Þessi ákvörðun mun ekki ógna almannahagsmunum á nokkurn hátt.“ Ákvörðunin sé tekin með hag þolenda fyrir brjósti. Oftar en ekki hafi fyrstu fréttir af málum borist meðan þolendur eru enn á neyðarmóttöku og það auki á erfiðleika þeirra. Þeir þurfi margir hverjir tíma til að átta sig og byrja kæruferlið í friði. Slíkt sé erfiðara sé málið á forsíðum blaðanna.Sjá einnig: Lögreglustjóri stendur við þögn um kynferðisbrot „Við erum svo fámenn þjóð að fólk byrjar strax að velta því fyrir sér hver hafi lent í þessu og það getur stigmagnast. Slíkt eykur einfaldlega á erfiðleika þolandans. Að endingu getur það gerst fólki ekki vært utandyra,“ segir Páley. Hún segir jákvætt að þolendur nái því stigi að segja frá og skila skömminni en bætir við að hún hafi enn ekki hitt manneskju sem gengur beint út af neyðarmóttöku til fjölmiðils til að segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir. „Það verður fjallað um þessi mál þegar rétti tíminn er til þess. Við viljum draga lærdóm af fyrri hátíðum, bæta störf okkar og gera sífellt betur. Þetta eru hlutir sem eiga erindi við almenning en ekki um leið og þeir gerast.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
„Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Áður hafði hún brýnt fyrir viðbragðsaðilum þjóðhátíðar að virða sína þagnarskyldu. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum sjöunda þessa mánaðar má sjá hvar embættið tekur fram að það hafi til rannsóknar kynferðisbrot og maður á sextugsaldri sé í haldi vegna málsins. Hún segir ákvörðun núna ekki vera neina stefnubreytingu. Alla jafna séu ekki sendar út tilkynningar vegna kynferðisbrota og aðeins hafi verið að árétta það að virða þagnarskylduna. „Í þessu tilviki þá hringir hingað fréttamaður og hefur allar upplýsingarnar á reiðum höndum. Þá vorum við til dæmis enn með manninn í haldi. Hann segir frá málsatvikum og það eina sem við gefum upp er að hafi verið kært kynferðisbrot og að engar frekari upplýsingar verði gefnar upp að svo stöddu.“Sjá einnig: Lögreglustjóri krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley segir að ekki standi til að hundsa fjölmiðla heldur verði meint kynferðisbrotamál ekki til umræðu. Upp geti komið mál þar sem það sé hreinlega nauðsynlegt að ræða við þá. „Við gætum þurft að lýsa eftir fólki í tengslum við rannsóknir eða til segja frá því að grunur leiki á að hættulegur maður sé staddur í Herjólfsdal. Þessi ákvörðun mun ekki ógna almannahagsmunum á nokkurn hátt.“ Ákvörðunin sé tekin með hag þolenda fyrir brjósti. Oftar en ekki hafi fyrstu fréttir af málum borist meðan þolendur eru enn á neyðarmóttöku og það auki á erfiðleika þeirra. Þeir þurfi margir hverjir tíma til að átta sig og byrja kæruferlið í friði. Slíkt sé erfiðara sé málið á forsíðum blaðanna.Sjá einnig: Lögreglustjóri stendur við þögn um kynferðisbrot „Við erum svo fámenn þjóð að fólk byrjar strax að velta því fyrir sér hver hafi lent í þessu og það getur stigmagnast. Slíkt eykur einfaldlega á erfiðleika þolandans. Að endingu getur það gerst fólki ekki vært utandyra,“ segir Páley. Hún segir jákvætt að þolendur nái því stigi að segja frá og skila skömminni en bætir við að hún hafi enn ekki hitt manneskju sem gengur beint út af neyðarmóttöku til fjölmiðils til að segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir. „Það verður fjallað um þessi mál þegar rétti tíminn er til þess. Við viljum draga lærdóm af fyrri hátíðum, bæta störf okkar og gera sífellt betur. Þetta eru hlutir sem eiga erindi við almenning en ekki um leið og þeir gerast.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira