Strokkur gaus rauðu - Myndband Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2015 11:30 Ferðamenn ráku upp stór augu í morgun þegar Strokkur tók að gjósa. Ásýnd hversins var með öðru móti en vanalega en svo virðist sem rauðu litarefni hafi verið hellt út í sem varð til þess að hann gaus rauðu. Listamaðurinn Marco Evaristti ber ábyrgð á uppátækinu. Um er að ræða listrænan gjörning en hann hefur undanfarið ferðast víða og sett sinn svip á náttúruna, eins og hann orðar það. Gjörninginn kallar hann „Pink state“ og segir hann í samtali við Vísi að með þessu sé hann að gera landslag að eins konar málverki. Sigurður Másson, starfsmaður á Geysissvæðinu, segir að Strokkur sé nú farinn að gjósa eðlilega. Rauðan blæ sé þó enn að sjá í frostinu „Ég veit ekki til þess að svona hafi nokkurn tímann gerst og þetta kom mér vissulega á óvart í morgun,“ segir hann. Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, segist harma atvikið. Listamaðurinn hafi ekki einungis sett sjálfan sig í hættu heldur sé hann einnig að vanvirða náttúruperlur Íslands. „Hann gerir þetta án nokkurs samráðs og heimildar og við hörmum þessa forheimsku. Hann fer þangað inn fyrir, þarna er sjóðandi vatn og getur verið stór hættulegt. Hann virðir hvorki boð né bönn og sýnir það að það er ekki hægt að hafa þessar perlur eftirlitslausar,“ segir Garðar.Myndskeið af uppátækinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira
Ferðamenn ráku upp stór augu í morgun þegar Strokkur tók að gjósa. Ásýnd hversins var með öðru móti en vanalega en svo virðist sem rauðu litarefni hafi verið hellt út í sem varð til þess að hann gaus rauðu. Listamaðurinn Marco Evaristti ber ábyrgð á uppátækinu. Um er að ræða listrænan gjörning en hann hefur undanfarið ferðast víða og sett sinn svip á náttúruna, eins og hann orðar það. Gjörninginn kallar hann „Pink state“ og segir hann í samtali við Vísi að með þessu sé hann að gera landslag að eins konar málverki. Sigurður Másson, starfsmaður á Geysissvæðinu, segir að Strokkur sé nú farinn að gjósa eðlilega. Rauðan blæ sé þó enn að sjá í frostinu „Ég veit ekki til þess að svona hafi nokkurn tímann gerst og þetta kom mér vissulega á óvart í morgun,“ segir hann. Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, segist harma atvikið. Listamaðurinn hafi ekki einungis sett sjálfan sig í hættu heldur sé hann einnig að vanvirða náttúruperlur Íslands. „Hann gerir þetta án nokkurs samráðs og heimildar og við hörmum þessa forheimsku. Hann fer þangað inn fyrir, þarna er sjóðandi vatn og getur verið stór hættulegt. Hann virðir hvorki boð né bönn og sýnir það að það er ekki hægt að hafa þessar perlur eftirlitslausar,“ segir Garðar.Myndskeið af uppátækinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira