Sneakerhead sem á yfir 100 pör Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2015 10:30 Björn heldur á Yeezy-strigaskónum sem hann hefur keypt sér í gegnum tíðina. Mynd/Aðsend Björn Geir Másson safnar strigaskóm en í safni hans eru yfir 100 pör. Slíkt áhugamál getur verið dýrt enda eru flestir strigaskór sem eitthvað er varið í gerðir í mjög takmörkuð upplagi. „Ég fordæmdi skóblæti fjölskyldumeðlima minna þegar ég var lítill en þegar ég skreið upp í unglingsárin fékk ég bakteríuna. Ég byrjaði samt ekki að safna fyrr en ég flutti til Bandaríkjanna árið 2013. Núna er safnið komið yfir 100 pör og eru langflest af þeim Nike Jordans.“ Að safna strigaskóm er ekki ódýrt áhugamál en yfirleitt seljast vinsælustu pörin upp á nokkrum mínútum og verða að safngripum. Fólk þarf því oft að sætta sig við það að kaupa þá á endursölu á uppsprengdu verði.Nóg til af Jordans hjá Birni GeirMynd/aðsend„Margir kaupa sér þessa skó aðeins til þess að selja þá strax aftur á mun hærra verði. Það er lögmál markaðarins að þeir sem ná pari fá ríflega fyrir sinn snúð. Til þess að komast yfir par þarftu oft á tíðum að vera heppinn, klókur eða vera tilbúinn til þess að borga ríflega það sem stendur á verðmiðanum. Dýrustu skórnir sem ég hef keypt mér voru Nike Yeezy 2 Red October sem voru hannaðir af rapparanum Kanye West og fólk getur rétt svo ímyndað sér eftirspurnina eftir þeim.“ Björn varð sér nýlega úti um par af nýju Yeezy Boost 350 eftir Kanye sem eru hannaðir í samstarfi við Adidas. „Mér finnst að Kanye hefði átt að halda sig hjá Nike. Gæðin í Yeezy Boost 750 og 350 hafa valdið vonbrigðum. Parið sem ég keypti mér er engin bylting í hönnun eða framkvæmd, en Adidas er í mikilli sókn og ef litið er fram hjá endurgerðum af gömlum klassískum skóm frá Nike þá er Adidas ekki langt undan. Ég hef samt sem áður alltaf verið mikill Jordan‘s maður. Safnið mitt samanstendur að mestu af Jordan Retro, það eru rúmlega 60 pör. Fyrsta parið sem ég þráði að eignast var Jordan VI Toro, en Jordan 1 Bred er par sem ég hefði átt að hafa í safninu frá byrjun. Uppáhaldstegundin af Jordans eru þó Jordan 11, en mér finnst þeir sameina þægindi og útlit fullkomlega.“ Björn er búsettur á San Francisco-svæðinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað þar sem vélstjóri frá árinu 2013. Það er töluvert auðveldara að nálgast fágæta strigaskó búsettur í Bandaríkjunum enda margar stórar síður eins og Nike sem senda ekki vörur til Íslands og tollurinn getur líka tekið allt gamanið af því að kaupa sér nýja flík. „Þegar ég var ungur var ég svo heppinn að eiga frænku sem bjó í Ameríku og passaði upp á að ég væri alltaf merktur Jordan frá toppi til táar. Þegar ég hugsa til baka man ég eftir því að hafa átt þónokkur pör af Jordan-skóm sem gaman væri að eiga enn þann dag í dag.“ Tengdar fréttir Kanye hannar fyrir Adidas 14. febrúar 2015 12:00 Kanye West sló út Lagerfeld Samstarfshönnun Kanye West og Adidas Originals gekk vel 8. apríl 2015 08:05 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Björn Geir Másson safnar strigaskóm en í safni hans eru yfir 100 pör. Slíkt áhugamál getur verið dýrt enda eru flestir strigaskór sem eitthvað er varið í gerðir í mjög takmörkuð upplagi. „Ég fordæmdi skóblæti fjölskyldumeðlima minna þegar ég var lítill en þegar ég skreið upp í unglingsárin fékk ég bakteríuna. Ég byrjaði samt ekki að safna fyrr en ég flutti til Bandaríkjanna árið 2013. Núna er safnið komið yfir 100 pör og eru langflest af þeim Nike Jordans.“ Að safna strigaskóm er ekki ódýrt áhugamál en yfirleitt seljast vinsælustu pörin upp á nokkrum mínútum og verða að safngripum. Fólk þarf því oft að sætta sig við það að kaupa þá á endursölu á uppsprengdu verði.Nóg til af Jordans hjá Birni GeirMynd/aðsend„Margir kaupa sér þessa skó aðeins til þess að selja þá strax aftur á mun hærra verði. Það er lögmál markaðarins að þeir sem ná pari fá ríflega fyrir sinn snúð. Til þess að komast yfir par þarftu oft á tíðum að vera heppinn, klókur eða vera tilbúinn til þess að borga ríflega það sem stendur á verðmiðanum. Dýrustu skórnir sem ég hef keypt mér voru Nike Yeezy 2 Red October sem voru hannaðir af rapparanum Kanye West og fólk getur rétt svo ímyndað sér eftirspurnina eftir þeim.“ Björn varð sér nýlega úti um par af nýju Yeezy Boost 350 eftir Kanye sem eru hannaðir í samstarfi við Adidas. „Mér finnst að Kanye hefði átt að halda sig hjá Nike. Gæðin í Yeezy Boost 750 og 350 hafa valdið vonbrigðum. Parið sem ég keypti mér er engin bylting í hönnun eða framkvæmd, en Adidas er í mikilli sókn og ef litið er fram hjá endurgerðum af gömlum klassískum skóm frá Nike þá er Adidas ekki langt undan. Ég hef samt sem áður alltaf verið mikill Jordan‘s maður. Safnið mitt samanstendur að mestu af Jordan Retro, það eru rúmlega 60 pör. Fyrsta parið sem ég þráði að eignast var Jordan VI Toro, en Jordan 1 Bred er par sem ég hefði átt að hafa í safninu frá byrjun. Uppáhaldstegundin af Jordans eru þó Jordan 11, en mér finnst þeir sameina þægindi og útlit fullkomlega.“ Björn er búsettur á San Francisco-svæðinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað þar sem vélstjóri frá árinu 2013. Það er töluvert auðveldara að nálgast fágæta strigaskó búsettur í Bandaríkjunum enda margar stórar síður eins og Nike sem senda ekki vörur til Íslands og tollurinn getur líka tekið allt gamanið af því að kaupa sér nýja flík. „Þegar ég var ungur var ég svo heppinn að eiga frænku sem bjó í Ameríku og passaði upp á að ég væri alltaf merktur Jordan frá toppi til táar. Þegar ég hugsa til baka man ég eftir því að hafa átt þónokkur pör af Jordan-skóm sem gaman væri að eiga enn þann dag í dag.“
Tengdar fréttir Kanye hannar fyrir Adidas 14. febrúar 2015 12:00 Kanye West sló út Lagerfeld Samstarfshönnun Kanye West og Adidas Originals gekk vel 8. apríl 2015 08:05 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Kanye West sló út Lagerfeld Samstarfshönnun Kanye West og Adidas Originals gekk vel 8. apríl 2015 08:05