Færeyingar halda áfram að selja Rússum fisk Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. október 2015 07:00 Forsætisráðherrar allra Norðurlandaþjóðanna voru saman komnir í Hörpu í gær, ásamt mörgum fleiri. Fréttablaðið/GVA Færeyingar styðja ekki viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þetta kom fram í máli Aksels Johannessen, lögmanns Færeyja, á fyrsta fundi 67. þings Norðurlandaráðs í Hörpu í gær. Á fundinum var rætt um hvernig efla megi samstarf norrænna ríkja og Eystrasaltsríkjanna enn frekar. Einnig var rætt hvernig ríkin geta sameinast í afstöðu sinni til alþjóðastjórnmála. „Og á meðan við erum ekki beitt refsiaðgerðum þá höldum við að sjálfsögðu áfram að flytja út fisk til Rússlands,“ hélt lögmaðurinn áfram. Staðan í Rússlandi var fundargestum greinilega mjög hugleikin. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, var spurður að því hvernig þeir upplifðu innrás Rússa á Krímskaga í ljósi þess að landamæri Rússlands og Finnlands liggja saman á löngum kafla. Þá var hann spurður að því hvort átökin væru ekki sérlega óþægileg fyrir Finna í ljósi þess að þjóðin er ekki aðili að Atlantshafsbandalaginu. „Þessi hernaðarumsvif komu ekki á óvart. Þau eru ekki ógn við okkur vegna þess að við erum hluti af norrænu fjölskyldunni og ESB,“ sagði Sipila. Hann sagði að Finnar teldu sér best borgið utan Atlantshafsbandalagsins og benti á að Svíar stæðu þar einnig fyrir utan.Sigmundur DavíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, sagði að öryggismál í hefðbundnum skilningi hefðu hingað til verið á könnu utanríkis- og varnarmálaráðherra. Hins vegar hafi atburðir gerst sem leiði til þess að fjalla þurfi um öryggismál á annan hátt en áður. „Við þurfum að fylgjast með tilraunum til öfgahyggju á Norðurlöndum og undanförum hennar,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá benti hann á að fylgjast þyrfti vel með hryðjuverkum á netinu. Og vera vel vakandi gagnvart hættunni sem kæmi innan frá úr samfélögum okkar. Þar væri norræn samvinna mikilvæg. Á fundinum var Guðbjarts Hannessonar, alþingismanns og varaforseta Norðurlandaráðs, minnst með einnar mínútu þögn. Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs, minnti á að Guðbjartur hefði verið stúdent í Danmörku og lagt áherslu á samstarf milli Norðurlandanna. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Færeyingar styðja ekki viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þetta kom fram í máli Aksels Johannessen, lögmanns Færeyja, á fyrsta fundi 67. þings Norðurlandaráðs í Hörpu í gær. Á fundinum var rætt um hvernig efla megi samstarf norrænna ríkja og Eystrasaltsríkjanna enn frekar. Einnig var rætt hvernig ríkin geta sameinast í afstöðu sinni til alþjóðastjórnmála. „Og á meðan við erum ekki beitt refsiaðgerðum þá höldum við að sjálfsögðu áfram að flytja út fisk til Rússlands,“ hélt lögmaðurinn áfram. Staðan í Rússlandi var fundargestum greinilega mjög hugleikin. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, var spurður að því hvernig þeir upplifðu innrás Rússa á Krímskaga í ljósi þess að landamæri Rússlands og Finnlands liggja saman á löngum kafla. Þá var hann spurður að því hvort átökin væru ekki sérlega óþægileg fyrir Finna í ljósi þess að þjóðin er ekki aðili að Atlantshafsbandalaginu. „Þessi hernaðarumsvif komu ekki á óvart. Þau eru ekki ógn við okkur vegna þess að við erum hluti af norrænu fjölskyldunni og ESB,“ sagði Sipila. Hann sagði að Finnar teldu sér best borgið utan Atlantshafsbandalagsins og benti á að Svíar stæðu þar einnig fyrir utan.Sigmundur DavíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, sagði að öryggismál í hefðbundnum skilningi hefðu hingað til verið á könnu utanríkis- og varnarmálaráðherra. Hins vegar hafi atburðir gerst sem leiði til þess að fjalla þurfi um öryggismál á annan hátt en áður. „Við þurfum að fylgjast með tilraunum til öfgahyggju á Norðurlöndum og undanförum hennar,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá benti hann á að fylgjast þyrfti vel með hryðjuverkum á netinu. Og vera vel vakandi gagnvart hættunni sem kæmi innan frá úr samfélögum okkar. Þar væri norræn samvinna mikilvæg. Á fundinum var Guðbjarts Hannessonar, alþingismanns og varaforseta Norðurlandaráðs, minnst með einnar mínútu þögn. Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs, minnti á að Guðbjartur hefði verið stúdent í Danmörku og lagt áherslu á samstarf milli Norðurlandanna.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira