Þjóðkirkjan setji 150 milljónir í sálnaveiðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. október 2015 07:00 Agnes M. Sigurðardóttir tók á árinu 2012 við sem biskup þjóðkirkjunnar sem nú vill snúa við þeirri þróun að meðlimum hennar fækkar. Fréttablaðið/Anton „Boðun og predikun kirkjunnar nær ekki til almennings með nægilega áhrifamiklum hætti, þegar hún er orðin hornreka hjá RÚV og lítt áberandi á öðrum fjölmiðlum og á mannamótum öðrum en kirkjulegum athöfnum og messum,“ segir í skýrslu starfshóps sem lögð var fyrir Kirkjuþing þjóðkirkjunnar um helgina.Skýrsluna í heild sinni má lesa neðst í fréttinni. Ákveðið var á Kirkjuþingi 2014 að skipa þriggja manna starfshóp sem myndi gera tillögur um það hvernig megi fjölga meðlimum í þjóðkirkjunni. Skýrsla starfshópsins var lögð fram á Kirkjuþingi um helgina. Í henni er bent á að þjóðkirkjufólki hafi fækkað um átta þúsund á einum áratug. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar teljist nú 73,6 prósent þjóðarinnar til þjóðkirkjunnar miðað við 84,6 prósent á árinu 2005.Málin voru rædd í fjárhagsnefnd Kirkjuþings í gær. Fréttablaðið/StefánStarfshópurinn vitnar til greinar Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sem telji kirkjuna ekki hafa „fundið svör við nútímavæðingunni“ og kirkja sé nú „hjásett“ sem stofnun. „Aukin veraldarhyggja, skynsemishyggja og vísindahyggja hafi meðal annars leitt til hnignunar hefða og aukinnar áherslu á einstaklingsbundin réttindi og valfrelsi í stað samfylgdar á trúarlegum forsendum. Saman hafi þróunin gengið í átt til jaðarsetningar hins trúarlega ásamt hnignun kennivalds kirkjunnar og uppflosnun trúarlegra hefða,“ vitnar starfshópurinn til greiningar Rúnars. Áfram er vísað til prófessorsins sem kveður marga finna að því að kirkjan veiti ekki svör við siðferðilegum og félagslegum vandamálum. „Siðferðileg afstæðishyggja“ sé ríkjandi meðal almennings og það fari eftir aðstæðum hvað teljist rétt og rangt: „Eftir aldamót hafa svo skotið upp kollinum félög sem leggjast beinlínis gegn þjóðkirkjunni og kristinni trú. Slík félög hafa verið áberandi á seinni árum og rödd þeirra verið hávær, bæði í gegnum fjölmiðla sem og fótgönguliða sem fara um og hvetja til úrsagnar úr þjóðkirkjunni – og ganga með þar til gerð eyðublöð á sér – á sama tíma og hvatt er til skráningar í þeirra eigin félög.“ Að sögn starfshópsins miðast tillögur hans við að draga úr fækkun sóknarbarna og stuðla að nýliðun innan þjóðkirkjunnar. Þrjú meginstef tillagnanna eru í fyrsta lagi aukið fjármagn og aukin áhersla á fræðslu og fjölmiðlun, í öðru lagi notkun félagatals þjóðkirkjunnar í sóknarnefndum og stuðningur við starfsfólk og í þriðja lagi efling æskulýðsfélaga og áhugamanna sem þátttakenda í umræðunni. „Þjóðkirkjan kaupir aðgang að þjóðskrá fyrir 150 prestsembætti. Þar er hægt að komast að því hverjir eru í þjóðkirkjunni eftir kennitölum og kemur þá upp ef börn innan 18 ára tengjast viðkomandi kennitölum,“ bendir starfshópurinn á. „Gera þarf áætlun til fimm ára um eflingu fræðslu-, kynningar- og fjölmiðlastarfs þjóðkirkjunnar og verja til þess að minnsta kosti 30 milljónum króna árlega til viðbótar þeim fjármunum sem varið er í þessa þætti á fjarhagsáætlun fyrir árið 2015,“ segir starfshópurinn um fjárhagslega hlið málsins. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Boðun og predikun kirkjunnar nær ekki til almennings með nægilega áhrifamiklum hætti, þegar hún er orðin hornreka hjá RÚV og lítt áberandi á öðrum fjölmiðlum og á mannamótum öðrum en kirkjulegum athöfnum og messum,“ segir í skýrslu starfshóps sem lögð var fyrir Kirkjuþing þjóðkirkjunnar um helgina.Skýrsluna í heild sinni má lesa neðst í fréttinni. Ákveðið var á Kirkjuþingi 2014 að skipa þriggja manna starfshóp sem myndi gera tillögur um það hvernig megi fjölga meðlimum í þjóðkirkjunni. Skýrsla starfshópsins var lögð fram á Kirkjuþingi um helgina. Í henni er bent á að þjóðkirkjufólki hafi fækkað um átta þúsund á einum áratug. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar teljist nú 73,6 prósent þjóðarinnar til þjóðkirkjunnar miðað við 84,6 prósent á árinu 2005.Málin voru rædd í fjárhagsnefnd Kirkjuþings í gær. Fréttablaðið/StefánStarfshópurinn vitnar til greinar Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sem telji kirkjuna ekki hafa „fundið svör við nútímavæðingunni“ og kirkja sé nú „hjásett“ sem stofnun. „Aukin veraldarhyggja, skynsemishyggja og vísindahyggja hafi meðal annars leitt til hnignunar hefða og aukinnar áherslu á einstaklingsbundin réttindi og valfrelsi í stað samfylgdar á trúarlegum forsendum. Saman hafi þróunin gengið í átt til jaðarsetningar hins trúarlega ásamt hnignun kennivalds kirkjunnar og uppflosnun trúarlegra hefða,“ vitnar starfshópurinn til greiningar Rúnars. Áfram er vísað til prófessorsins sem kveður marga finna að því að kirkjan veiti ekki svör við siðferðilegum og félagslegum vandamálum. „Siðferðileg afstæðishyggja“ sé ríkjandi meðal almennings og það fari eftir aðstæðum hvað teljist rétt og rangt: „Eftir aldamót hafa svo skotið upp kollinum félög sem leggjast beinlínis gegn þjóðkirkjunni og kristinni trú. Slík félög hafa verið áberandi á seinni árum og rödd þeirra verið hávær, bæði í gegnum fjölmiðla sem og fótgönguliða sem fara um og hvetja til úrsagnar úr þjóðkirkjunni – og ganga með þar til gerð eyðublöð á sér – á sama tíma og hvatt er til skráningar í þeirra eigin félög.“ Að sögn starfshópsins miðast tillögur hans við að draga úr fækkun sóknarbarna og stuðla að nýliðun innan þjóðkirkjunnar. Þrjú meginstef tillagnanna eru í fyrsta lagi aukið fjármagn og aukin áhersla á fræðslu og fjölmiðlun, í öðru lagi notkun félagatals þjóðkirkjunnar í sóknarnefndum og stuðningur við starfsfólk og í þriðja lagi efling æskulýðsfélaga og áhugamanna sem þátttakenda í umræðunni. „Þjóðkirkjan kaupir aðgang að þjóðskrá fyrir 150 prestsembætti. Þar er hægt að komast að því hverjir eru í þjóðkirkjunni eftir kennitölum og kemur þá upp ef börn innan 18 ára tengjast viðkomandi kennitölum,“ bendir starfshópurinn á. „Gera þarf áætlun til fimm ára um eflingu fræðslu-, kynningar- og fjölmiðlastarfs þjóðkirkjunnar og verja til þess að minnsta kosti 30 milljónum króna árlega til viðbótar þeim fjármunum sem varið er í þessa þætti á fjarhagsáætlun fyrir árið 2015,“ segir starfshópurinn um fjárhagslega hlið málsins.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira