Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. maí 2015 12:04 Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall ríflega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga í næstu viku. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býst ekki við miklum tíðindum samningafundi sem fyrirhugaður er á morgun því enn beri of mikið á milli. Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag ef ekki nást kjarasamningar milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Verkfall hjúkrunarfræðinganna er ótímabundið. Stjórnendur Landspítalans hafa lýst því yfir að fordæmalaust ástand skapist á spítalanum ef af verkfallinu verður þar sem meðal annars þurfi að loka eitt hundrað legurýmum og senda sjúklinga heim. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir fátt nú geta komið í veg fyrir það að af verkfallinu verði. „Það hefur lítið miðað í rétta átt þannig að við sjáum ekki að verkfalli verði afstýrt að svo stöddu,“ segir Ólafur.Óásættanlegur munur á launum hjúkrunarfræðinga Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins ætla að hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Ólafur býst þó ekki við miklum tíðindum af þeim fundi þar sem enn beri mjög mikið beri á milli deiluaðila. „Maður vonar náttúrulega bara að eitthvað þokist í rétta átt,“ segir Ólafur. Ólafur segir hjúkrunarfræðinga telja sín laun hafa hækkað minna en annarra síðustu ár og vilja fá það leiðrétt. „Þegar þú skoðar meðaltals dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga miðað við meðal dagvinnulaun annarra háskólamenntaðra stétta þá munar allt að 14-25% á þessum launum þannig að við lítum á það sem algjörlega óásættanlegt,“ segir Ólafur.Markmiðið að tryggja öryggi sjúklinga Hann segir fimm hundruð af þeim tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingum sem að leggja niður störf verði á svokölluðum öryggislista. Þeir verði við vinnu til að tryggja lágmarksmönnum á Landspítalanum. „Við munum starfa með öryggi sjúklinga sem heildarmarkmið líkt og við gerum alltaf. Það er náttúrulega hlutverk ríkisstjórnarinnar að tryggja hér öflugt heilbriðigskerfi og ef áfram fer sem horfir þá mun vanta hér hjúkrunarfræðinga í stórum stíl í framtíðinni. Þannig að þetta er bara mjög alvarlegt má og verður að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall ríflega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga í næstu viku. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býst ekki við miklum tíðindum samningafundi sem fyrirhugaður er á morgun því enn beri of mikið á milli. Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag ef ekki nást kjarasamningar milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Verkfall hjúkrunarfræðinganna er ótímabundið. Stjórnendur Landspítalans hafa lýst því yfir að fordæmalaust ástand skapist á spítalanum ef af verkfallinu verður þar sem meðal annars þurfi að loka eitt hundrað legurýmum og senda sjúklinga heim. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir fátt nú geta komið í veg fyrir það að af verkfallinu verði. „Það hefur lítið miðað í rétta átt þannig að við sjáum ekki að verkfalli verði afstýrt að svo stöddu,“ segir Ólafur.Óásættanlegur munur á launum hjúkrunarfræðinga Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins ætla að hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Ólafur býst þó ekki við miklum tíðindum af þeim fundi þar sem enn beri mjög mikið beri á milli deiluaðila. „Maður vonar náttúrulega bara að eitthvað þokist í rétta átt,“ segir Ólafur. Ólafur segir hjúkrunarfræðinga telja sín laun hafa hækkað minna en annarra síðustu ár og vilja fá það leiðrétt. „Þegar þú skoðar meðaltals dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga miðað við meðal dagvinnulaun annarra háskólamenntaðra stétta þá munar allt að 14-25% á þessum launum þannig að við lítum á það sem algjörlega óásættanlegt,“ segir Ólafur.Markmiðið að tryggja öryggi sjúklinga Hann segir fimm hundruð af þeim tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingum sem að leggja niður störf verði á svokölluðum öryggislista. Þeir verði við vinnu til að tryggja lágmarksmönnum á Landspítalanum. „Við munum starfa með öryggi sjúklinga sem heildarmarkmið líkt og við gerum alltaf. Það er náttúrulega hlutverk ríkisstjórnarinnar að tryggja hér öflugt heilbriðigskerfi og ef áfram fer sem horfir þá mun vanta hér hjúkrunarfræðinga í stórum stíl í framtíðinni. Þannig að þetta er bara mjög alvarlegt má og verður að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira