Vegna víðtækra verkfallsaðgerða og yfirvofandi allsherjarverkfalls er búið að gera breytingar á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum listahátíðarinnar.
Fyrirlestur Guerrilla Girls í Bíó Paradís 6. júní kl. 14 flyst til 4. júní kl. 17. Miðaeigendur sem óska eftir endurgreiðslu miða sinna eru beðnir að snúa sér til miðasölu Listahátíðar í Reykjavík, Lækjargötu 3, i s. 561 2444 eða sent tölvupóst á artfest@artfest.is.
Mannsröddin í flutningi Juliu Migenes í Eldborg 7. júní fellur niður. Allir miðar verða endurgreiddir í miðasölu Hörpu, midasala@harpa.is, s. 528 5050.
Verkföll valda breytingum á dagskrá Listahátíðar
Samúel Karl Ólason skrifar
