Skipun sáttanefndar til þess fallin að tefja lausn kjaradeilunnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 19:30 Skipun sérstakrar sáttanefndar til að leysa kjaradeilu BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið er ótímabær og til þess fallin að tefja deiluna. Þetta segir formaður BHM. Hún trúir því ekki að ríkisstjórnin muni treysta sér til að samþykkja lög á verkfallið. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að skipa sérstaka sáttanefnd í kjaradeilu félags hjúkrunarfræðinga og BHM við ríkið. Forsvarsmenn þessara félaga voru boðaðir á fund í velferðarráðuneytinu í dag þar sem þessi ákvörðun var kynnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur nefnd sem þessi ekki verið skipuð í áratugi en heimild til að skipa sáttanefnd er að finna í 5. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938, en þar segir: „Ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar getur ríkisstjórnin skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.“ Hér kemur þó ekkert fram um hlutverk þessarar nefndar eða hvernig hún skuli starfa. Þó staðfesti ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu í dag að nefndin muni hafa nákvæmlega sömu heimildir og úrræði og ríkissáttasemjari hefur alla jafna. Það er því ekki svo að hér sé verið að leysa deiluna með einhverjum hætti, heldur einfaldlega verið að skipta ríkissáttasemjara út fyrir sáttanefnd.Er tímabært að þínu mati, svona miðað við gang viðræðna, að skipa nefnd sem þessa? „Nei það er það ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum semja, okkur er ekkert að vanbúnaði. Og svo þegar litið er til þess að svona sáttanefnd myndi hafa nákvæmlega sömu heimildir og Ríkissáttasemjari hefur þá sé ég ekki hverju þetta myndi bæta við, nema bara að tefja málið í einhverja daga eða jafnvel lengur,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Hún segist ekki sjá hvað slík sáttanefnd gæti gert til að leysa deiluna. Meðferð Ríkissáttasemjara á deilunni væri ekki vandamálið. „Nei þetta er ekki vandamálið í deilunni. Og mér finnst svolítið verið að taka fókusinn af því sem að máli skiptir, að semja við okkur um kaup og kjör eins og við eigum rétt á.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að lagasetning á verkfall BHM sé í bígerð og að lög verði sett eftir helgi, jafnvel strax á mánudag, hafi ekki samist. „Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég á bara eftir að sjá það að ríkisstjórn Íslands treysti sér til að setja lög á BHM og jafnvel hjúkrunarfræðinga líka,“ segir Þórunn. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Skipun sérstakrar sáttanefndar til að leysa kjaradeilu BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið er ótímabær og til þess fallin að tefja deiluna. Þetta segir formaður BHM. Hún trúir því ekki að ríkisstjórnin muni treysta sér til að samþykkja lög á verkfallið. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að skipa sérstaka sáttanefnd í kjaradeilu félags hjúkrunarfræðinga og BHM við ríkið. Forsvarsmenn þessara félaga voru boðaðir á fund í velferðarráðuneytinu í dag þar sem þessi ákvörðun var kynnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur nefnd sem þessi ekki verið skipuð í áratugi en heimild til að skipa sáttanefnd er að finna í 5. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938, en þar segir: „Ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar getur ríkisstjórnin skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.“ Hér kemur þó ekkert fram um hlutverk þessarar nefndar eða hvernig hún skuli starfa. Þó staðfesti ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu í dag að nefndin muni hafa nákvæmlega sömu heimildir og úrræði og ríkissáttasemjari hefur alla jafna. Það er því ekki svo að hér sé verið að leysa deiluna með einhverjum hætti, heldur einfaldlega verið að skipta ríkissáttasemjara út fyrir sáttanefnd.Er tímabært að þínu mati, svona miðað við gang viðræðna, að skipa nefnd sem þessa? „Nei það er það ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum semja, okkur er ekkert að vanbúnaði. Og svo þegar litið er til þess að svona sáttanefnd myndi hafa nákvæmlega sömu heimildir og Ríkissáttasemjari hefur þá sé ég ekki hverju þetta myndi bæta við, nema bara að tefja málið í einhverja daga eða jafnvel lengur,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Hún segist ekki sjá hvað slík sáttanefnd gæti gert til að leysa deiluna. Meðferð Ríkissáttasemjara á deilunni væri ekki vandamálið. „Nei þetta er ekki vandamálið í deilunni. Og mér finnst svolítið verið að taka fókusinn af því sem að máli skiptir, að semja við okkur um kaup og kjör eins og við eigum rétt á.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að lagasetning á verkfall BHM sé í bígerð og að lög verði sett eftir helgi, jafnvel strax á mánudag, hafi ekki samist. „Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég á bara eftir að sjá það að ríkisstjórn Íslands treysti sér til að setja lög á BHM og jafnvel hjúkrunarfræðinga líka,“ segir Þórunn.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira