Skipun sáttanefndar til þess fallin að tefja lausn kjaradeilunnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 19:30 Skipun sérstakrar sáttanefndar til að leysa kjaradeilu BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið er ótímabær og til þess fallin að tefja deiluna. Þetta segir formaður BHM. Hún trúir því ekki að ríkisstjórnin muni treysta sér til að samþykkja lög á verkfallið. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að skipa sérstaka sáttanefnd í kjaradeilu félags hjúkrunarfræðinga og BHM við ríkið. Forsvarsmenn þessara félaga voru boðaðir á fund í velferðarráðuneytinu í dag þar sem þessi ákvörðun var kynnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur nefnd sem þessi ekki verið skipuð í áratugi en heimild til að skipa sáttanefnd er að finna í 5. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938, en þar segir: „Ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar getur ríkisstjórnin skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.“ Hér kemur þó ekkert fram um hlutverk þessarar nefndar eða hvernig hún skuli starfa. Þó staðfesti ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu í dag að nefndin muni hafa nákvæmlega sömu heimildir og úrræði og ríkissáttasemjari hefur alla jafna. Það er því ekki svo að hér sé verið að leysa deiluna með einhverjum hætti, heldur einfaldlega verið að skipta ríkissáttasemjara út fyrir sáttanefnd.Er tímabært að þínu mati, svona miðað við gang viðræðna, að skipa nefnd sem þessa? „Nei það er það ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum semja, okkur er ekkert að vanbúnaði. Og svo þegar litið er til þess að svona sáttanefnd myndi hafa nákvæmlega sömu heimildir og Ríkissáttasemjari hefur þá sé ég ekki hverju þetta myndi bæta við, nema bara að tefja málið í einhverja daga eða jafnvel lengur,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Hún segist ekki sjá hvað slík sáttanefnd gæti gert til að leysa deiluna. Meðferð Ríkissáttasemjara á deilunni væri ekki vandamálið. „Nei þetta er ekki vandamálið í deilunni. Og mér finnst svolítið verið að taka fókusinn af því sem að máli skiptir, að semja við okkur um kaup og kjör eins og við eigum rétt á.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að lagasetning á verkfall BHM sé í bígerð og að lög verði sett eftir helgi, jafnvel strax á mánudag, hafi ekki samist. „Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég á bara eftir að sjá það að ríkisstjórn Íslands treysti sér til að setja lög á BHM og jafnvel hjúkrunarfræðinga líka,“ segir Þórunn. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Skipun sérstakrar sáttanefndar til að leysa kjaradeilu BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið er ótímabær og til þess fallin að tefja deiluna. Þetta segir formaður BHM. Hún trúir því ekki að ríkisstjórnin muni treysta sér til að samþykkja lög á verkfallið. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að skipa sérstaka sáttanefnd í kjaradeilu félags hjúkrunarfræðinga og BHM við ríkið. Forsvarsmenn þessara félaga voru boðaðir á fund í velferðarráðuneytinu í dag þar sem þessi ákvörðun var kynnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur nefnd sem þessi ekki verið skipuð í áratugi en heimild til að skipa sáttanefnd er að finna í 5. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938, en þar segir: „Ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar getur ríkisstjórnin skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.“ Hér kemur þó ekkert fram um hlutverk þessarar nefndar eða hvernig hún skuli starfa. Þó staðfesti ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu í dag að nefndin muni hafa nákvæmlega sömu heimildir og úrræði og ríkissáttasemjari hefur alla jafna. Það er því ekki svo að hér sé verið að leysa deiluna með einhverjum hætti, heldur einfaldlega verið að skipta ríkissáttasemjara út fyrir sáttanefnd.Er tímabært að þínu mati, svona miðað við gang viðræðna, að skipa nefnd sem þessa? „Nei það er það ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum semja, okkur er ekkert að vanbúnaði. Og svo þegar litið er til þess að svona sáttanefnd myndi hafa nákvæmlega sömu heimildir og Ríkissáttasemjari hefur þá sé ég ekki hverju þetta myndi bæta við, nema bara að tefja málið í einhverja daga eða jafnvel lengur,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Hún segist ekki sjá hvað slík sáttanefnd gæti gert til að leysa deiluna. Meðferð Ríkissáttasemjara á deilunni væri ekki vandamálið. „Nei þetta er ekki vandamálið í deilunni. Og mér finnst svolítið verið að taka fókusinn af því sem að máli skiptir, að semja við okkur um kaup og kjör eins og við eigum rétt á.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að lagasetning á verkfall BHM sé í bígerð og að lög verði sett eftir helgi, jafnvel strax á mánudag, hafi ekki samist. „Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég á bara eftir að sjá það að ríkisstjórn Íslands treysti sér til að setja lög á BHM og jafnvel hjúkrunarfræðinga líka,“ segir Þórunn.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira