Bandaríska leikkonan Liza Minnelli ferðaðist rúma 320 kílómetra í leigubíl á vegum Uber til að komast á tónleika sína í tæka tíð eftir að flugi hennar var aflýst.
Leikkonan átti að koma fram í Wilmington í Norður-Karólínu síðastliðinn laugardag en vél hennar var snúið aftur til Charlotte vegna slæms veðurs.
Þá voru góð ráð dýr og pantaði Minnelli sér leigubíl á vegum Uber og greiddi fyrir það 200 Bandaríkjadali, um 38 þúsund krónur, fyrir ferðina.
Í frétt BBC er haft eftir talsmanni Minnelli að bílstjórinn hafi reynst vera egypski handboltamaðurinn Ahmed El-Awady sem spilaði á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 og aftur í Atlanta fjórum árum síðar.
Minnelli kom til svo til Wilmington snemma dags á laugardaginn og spilaði fyrir um 1.500 áhorfendum með sinfóníuhljómsveit Norður-Karólínu.
