Ellert: Skal viðurkenna að ég horfði á markið nokkrum sinnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2015 09:30 Ellert Hreinsson. mynd/skjáskot „Það er búin að vera virkilega flott holning á liðinu síðan við kláruðum síðasta tímabil. Þjálfarar og leikmenn eiga allir hrós skilið fyrir hvernig við höfum tekist á við undirbúningstímabilið. Við höfum litið mjög vel út.“ Þetta segir Ellert Hreinsson, framherji Breiðabliks, við Vísi, en Breiðabliki er spáð fjórða sætinu í Pepsi-deildinni í árlegri spá Fréttablaðsins og Vísis. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum neðst í greininni. Blikar verða í baráttu um Evrópusæti, samkvæmt spánni, en þeir voru klaufar að missa af Evrópu í fyrra. Draumurinn um Evrópu hvarf eftir tap gegn Þór í næstsíðustu umferðinni.Töpuðum of mörgum stigum „Þetta var algjört vonbrigða tímabil. Jafnteflin eru dýr og þetta endurspeglaðist í þessum Þórsleik. Það þýðir samt ekkert að einblína á hann. Við misstum stig í öðrum leikjum. Í heildina töpuðum við mörgum stigum,“ segir Ellert sem líst mjög vel á Breiðabliksliðið fyrir komandi tímabil. „Þetta er mikið Blikalið og mikið af ungum strákum í bland við reyndari leikmenn. Það er að sýna sig í mönnum eins og Höskuldi og Davíð sem hafa verið að fá örlitla reynslu undanfarin ár. Núna líta þeir virkilega vel út. Svo höfum við fengið unga Blika til baka eins og Oliver og Gunnlaug. Það eru spennandi tímar framundan.“ Breiðablik spilar áfram á mikið af ungum og uppöldum mönnum enda nóg til af efnilegum fótboltamönnum í Kópavoginum. „Við pælum ekkert mikið í þessu, en það er sjarmerandi hugsun hversu margir Blikar eru í liðinu og sýnir hvað Breiðablik sem félag er að gera góða hluti,“ segir Ellert.Mikil fagmennska fylgir Arnari Blikar hafa verið í miklum ham á undirbúningstímabilinu og unnið bæði Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. „Við höfum sýnt á undirbúningstímabilinu að við getum unnið alla þannig við ef erum heppnir með meiðsli og hlutirnir falla með okkur þá ættum við að geta gert virkilega flotta hluti í sumar,“ segir Ellert. Arnar Grétarsson tók við þjálfun Breiðabliks, síns uppeldisfélags, síðasta haust þegar Guðmundur Benediktsson yfirgaf félagið. Hann er óreyndur þjálfari en reyndur sem yfirmaður knattspyrnumála og auðvitað sem leikmaður. „Hann er með öðruvísi áherslur á vissa hluti og það er að skila sér í því að menn eru í topp formi. Það sést held ég bara á liðinu að hlaupagetan er gríðarlega mikil,“ segir Ellert. „Hann fylgir öllu eftir og kemur inn í klefa fyrir og eftir æfingar og er að stimpla í menn að vera 24 stunda íþróttamenn. Það er mikil fagmennska sem fylgir Arnari og virkilega gaman að taka þátt í þessu.“Fyrsta heila undirbúningstímabilið Ellert hefur aldrei spilað jafnmikið á undirbúningstímabili eins og nú. Hann var lengi í námi og átti svo við meiðsli að stríða. „Þetta er mitt fyrsta heila undirbúningstímabil í meistaraflokki. Ég var í námi erlendis í fimm ár og missti alltaf af öllu undirbúningstímabilinu. Í fyrra var ég kviðslitinn og fór í aðgerð. Þetta hefur verið pínu bras, en ég er virkilega ánægður með hvernig hlutirnir hafa þróast hjá mér í ár,“ segir Ellert. Framherjinn öflugi skoraði frábært mark í leik gegn Val í Lengjubikarnum fyrr í mánuðinum, en í heildina hefur hann verið að skora mikið og spila vel. „Mér líður virkilega vel, en ég er nú bara þannig að ég held mig á jörðinni. Ég skal samt viðurkenna að ég horfði nokkrum sinnum á markið. Vissulega gefur þetta manni byr undir báða vængi að það gangi vel rétt fyrir mót og það er jákvætt,“ segir Ellert Hreinsson.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00 Breiðablik burstaði Valsmenn | Sjáðu mörkin Ellert Hreinsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu báðir tvö mörk í stórsigri Blika í Lengjubikarnum. 17. apríl 2015 09:56 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
„Það er búin að vera virkilega flott holning á liðinu síðan við kláruðum síðasta tímabil. Þjálfarar og leikmenn eiga allir hrós skilið fyrir hvernig við höfum tekist á við undirbúningstímabilið. Við höfum litið mjög vel út.“ Þetta segir Ellert Hreinsson, framherji Breiðabliks, við Vísi, en Breiðabliki er spáð fjórða sætinu í Pepsi-deildinni í árlegri spá Fréttablaðsins og Vísis. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum neðst í greininni. Blikar verða í baráttu um Evrópusæti, samkvæmt spánni, en þeir voru klaufar að missa af Evrópu í fyrra. Draumurinn um Evrópu hvarf eftir tap gegn Þór í næstsíðustu umferðinni.Töpuðum of mörgum stigum „Þetta var algjört vonbrigða tímabil. Jafnteflin eru dýr og þetta endurspeglaðist í þessum Þórsleik. Það þýðir samt ekkert að einblína á hann. Við misstum stig í öðrum leikjum. Í heildina töpuðum við mörgum stigum,“ segir Ellert sem líst mjög vel á Breiðabliksliðið fyrir komandi tímabil. „Þetta er mikið Blikalið og mikið af ungum strákum í bland við reyndari leikmenn. Það er að sýna sig í mönnum eins og Höskuldi og Davíð sem hafa verið að fá örlitla reynslu undanfarin ár. Núna líta þeir virkilega vel út. Svo höfum við fengið unga Blika til baka eins og Oliver og Gunnlaug. Það eru spennandi tímar framundan.“ Breiðablik spilar áfram á mikið af ungum og uppöldum mönnum enda nóg til af efnilegum fótboltamönnum í Kópavoginum. „Við pælum ekkert mikið í þessu, en það er sjarmerandi hugsun hversu margir Blikar eru í liðinu og sýnir hvað Breiðablik sem félag er að gera góða hluti,“ segir Ellert.Mikil fagmennska fylgir Arnari Blikar hafa verið í miklum ham á undirbúningstímabilinu og unnið bæði Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. „Við höfum sýnt á undirbúningstímabilinu að við getum unnið alla þannig við ef erum heppnir með meiðsli og hlutirnir falla með okkur þá ættum við að geta gert virkilega flotta hluti í sumar,“ segir Ellert. Arnar Grétarsson tók við þjálfun Breiðabliks, síns uppeldisfélags, síðasta haust þegar Guðmundur Benediktsson yfirgaf félagið. Hann er óreyndur þjálfari en reyndur sem yfirmaður knattspyrnumála og auðvitað sem leikmaður. „Hann er með öðruvísi áherslur á vissa hluti og það er að skila sér í því að menn eru í topp formi. Það sést held ég bara á liðinu að hlaupagetan er gríðarlega mikil,“ segir Ellert. „Hann fylgir öllu eftir og kemur inn í klefa fyrir og eftir æfingar og er að stimpla í menn að vera 24 stunda íþróttamenn. Það er mikil fagmennska sem fylgir Arnari og virkilega gaman að taka þátt í þessu.“Fyrsta heila undirbúningstímabilið Ellert hefur aldrei spilað jafnmikið á undirbúningstímabili eins og nú. Hann var lengi í námi og átti svo við meiðsli að stríða. „Þetta er mitt fyrsta heila undirbúningstímabil í meistaraflokki. Ég var í námi erlendis í fimm ár og missti alltaf af öllu undirbúningstímabilinu. Í fyrra var ég kviðslitinn og fór í aðgerð. Þetta hefur verið pínu bras, en ég er virkilega ánægður með hvernig hlutirnir hafa þróast hjá mér í ár,“ segir Ellert. Framherjinn öflugi skoraði frábært mark í leik gegn Val í Lengjubikarnum fyrr í mánuðinum, en í heildina hefur hann verið að skora mikið og spila vel. „Mér líður virkilega vel, en ég er nú bara þannig að ég held mig á jörðinni. Ég skal samt viðurkenna að ég horfði nokkrum sinnum á markið. Vissulega gefur þetta manni byr undir báða vængi að það gangi vel rétt fyrir mót og það er jákvætt,“ segir Ellert Hreinsson.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00 Breiðablik burstaði Valsmenn | Sjáðu mörkin Ellert Hreinsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu báðir tvö mörk í stórsigri Blika í Lengjubikarnum. 17. apríl 2015 09:56 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00
Breiðablik burstaði Valsmenn | Sjáðu mörkin Ellert Hreinsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu báðir tvö mörk í stórsigri Blika í Lengjubikarnum. 17. apríl 2015 09:56