Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2015 14:26 Júlíus Vífill Ingvarsson er fráfarandi formaður stjórnar Óperunnar. Steinunn Birna var ráðin í stöðuna. Vísir/Samsett mynd Stjórn Íslensku óperunnar hefur sent frá sér greinagerð með það að markmiði að skýra hvernig staðið var að ráðningu nýs óperustjóra nú í mánuðinum. Eins og kunngert hefur verið var Steinunn Birna Ragnarsdóttir, fyrrum tónlistarstjóri Hörpu, ráðin í starfið. Það var mikið gagnrýnt í kjölfarið. Sjá einnig: Steinunn Birna nýr óperustjóriÍ greinagerðinni segir að af þeim 16 sem sóttu um stöðuna hafi tveir dregið umsóknir sínar tilbaka. Í henni er farið yfir ráðningarferlið en Capacent sá að mestu leyti um að fara yfir umsóknir og taka viðtöl. Sú sem ráðin var, Steinunn Birna, var sú eina sem kölluð var í viðtal af hálfu stjórnar Óperunnar. Hún var síðan ráðin daginn eftir. Sjá einnig: Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslanEftirfarandi fer sú atvikalýsing sem fram kemur í greinagerð stjórnar Óperunnar. „Formaður stjórnar átti fund með fulltrúa Capacent og fór yfir umsóknirnar. Í framhaldinu var boðað til stjórnarfundar þar sem stjórnin fór yfir allar umsóknir. Ljóst var að allir umsækjendur uppfylltu skilyrði sem tilgreind voru í auglýsingunni. Stjórnin ákvað síðan að boða skyldi alla umsækjendur í viðtöl til Capacent,“ segir í greinagerðinni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Hér má sjá auglýsinguna um stöðu óperustjóra.„Kafað var ofan í feril umsækjenda“„Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur,“ heldur greinagerðin áfram. „Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi. Spurningar vöknuðu og þess var óskað að einstök atriði yrðu könnuð betur varðandi nokkra umsækjendur. Upplýsingar bárust um þessi atriði og stjórnarmenn fóru í kjölfarið aftur yfir umsóknirnar með hliðsjón af þeim.“Í greinagerðinni segir að í kjölfar yfirferðarinnar hafi verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnarinnar að kalla Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu, til viðtals. Það hafi verið einróma skoðun allra stjórnarmeðlima að ganga að því loknu til samninga við Steinunni. Hún hefði verið talin hæfust til starfsins að mati stjórnarinnar „þegar litið væri m.a. til menntunar Steinunnar Birnu, stjórnunarreynslu hennar og starfa sem frumkvöðuls ekki síst sem tónlistarstjóri Hörpu,“ samkvæmt greinagerð. Síðan segir: „að öllum öðrum ólöstuðum.“ Stjórn Óperunnar segir í lok skýrslunnar að nokkrir umsækjenda hafi tekið fram að trúnaður væri þeim sérstaklega mikilvægur, auglýsingin hafi gert ráð fyrir trúnaði og að því verði nöfn allra umsækjenda ekki birt.Þá er jafnframt tekið fram að Íslenska Óperan sé stjórnvald og falli því ekki undir stjórnsýslulög. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Stjórn Íslensku óperunnar hefur sent frá sér greinagerð með það að markmiði að skýra hvernig staðið var að ráðningu nýs óperustjóra nú í mánuðinum. Eins og kunngert hefur verið var Steinunn Birna Ragnarsdóttir, fyrrum tónlistarstjóri Hörpu, ráðin í starfið. Það var mikið gagnrýnt í kjölfarið. Sjá einnig: Steinunn Birna nýr óperustjóriÍ greinagerðinni segir að af þeim 16 sem sóttu um stöðuna hafi tveir dregið umsóknir sínar tilbaka. Í henni er farið yfir ráðningarferlið en Capacent sá að mestu leyti um að fara yfir umsóknir og taka viðtöl. Sú sem ráðin var, Steinunn Birna, var sú eina sem kölluð var í viðtal af hálfu stjórnar Óperunnar. Hún var síðan ráðin daginn eftir. Sjá einnig: Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslanEftirfarandi fer sú atvikalýsing sem fram kemur í greinagerð stjórnar Óperunnar. „Formaður stjórnar átti fund með fulltrúa Capacent og fór yfir umsóknirnar. Í framhaldinu var boðað til stjórnarfundar þar sem stjórnin fór yfir allar umsóknir. Ljóst var að allir umsækjendur uppfylltu skilyrði sem tilgreind voru í auglýsingunni. Stjórnin ákvað síðan að boða skyldi alla umsækjendur í viðtöl til Capacent,“ segir í greinagerðinni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Hér má sjá auglýsinguna um stöðu óperustjóra.„Kafað var ofan í feril umsækjenda“„Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur,“ heldur greinagerðin áfram. „Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi. Spurningar vöknuðu og þess var óskað að einstök atriði yrðu könnuð betur varðandi nokkra umsækjendur. Upplýsingar bárust um þessi atriði og stjórnarmenn fóru í kjölfarið aftur yfir umsóknirnar með hliðsjón af þeim.“Í greinagerðinni segir að í kjölfar yfirferðarinnar hafi verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnarinnar að kalla Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu, til viðtals. Það hafi verið einróma skoðun allra stjórnarmeðlima að ganga að því loknu til samninga við Steinunni. Hún hefði verið talin hæfust til starfsins að mati stjórnarinnar „þegar litið væri m.a. til menntunar Steinunnar Birnu, stjórnunarreynslu hennar og starfa sem frumkvöðuls ekki síst sem tónlistarstjóri Hörpu,“ samkvæmt greinagerð. Síðan segir: „að öllum öðrum ólöstuðum.“ Stjórn Óperunnar segir í lok skýrslunnar að nokkrir umsækjenda hafi tekið fram að trúnaður væri þeim sérstaklega mikilvægur, auglýsingin hafi gert ráð fyrir trúnaði og að því verði nöfn allra umsækjenda ekki birt.Þá er jafnframt tekið fram að Íslenska Óperan sé stjórnvald og falli því ekki undir stjórnsýslulög.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira