Sveinbjörg segir skiljanlegt að framganga hennar verði rædd á flokksþingi Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2015 12:59 Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir skiljanlegt að margir framsóknarmenn vilji ræða framgöngu oddvita flokksins í borginni á flokksþingi í apríl. Hún missi þó ekki svefn vegna þessarar gagnrýni og hafi ekki gríðarlegar áhyggjur af henni, enda ágreiningur í öllum flokkum um einstaka menn. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, Björn Blöndal oddviti Bjartrar framtíðar og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknarflokksins í borginni ræddu málefni borgarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þau ræddu aðallega málefni Strætó en Sigurjón M. Egilsson spurði Sveinbjörgu einnig út í þá gagnrýni sem hún og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi hafa hlotið að undanförnu frá samflokksmönnum. Margir flokksmenn kalli eftir uppgjöri við þær á landsþingi Framsóknarflokksins í apríl. „Er þetta ekki bara eðlileg krafa, að fólk fái að segja sína skoðun? Ég skil alveg framsóknarmenn að einhverju leyti. Það hefur gustað mikið um okkur: okkur hefur verið sett orð í munn oftar en einu sinni og oftar en tvisvar,“ segir Sveinbjörn Birna. Mest hafi gagnrýnin beinst að henni en Guðfinna Jóhanna verið dregin með inn í umræðuna. Landsþing sé rétti vettvangurinn fyrir flokksbundna framsóknarmenn sem hafi áhyggjur af framgöngu hennar og Guðfinnu til að viðra skoðanir sínar. „Ég hlakka bara til þeirrar umræðu. Það er ósætti í öllum flokkum um framgöngu ákveðinna fulltrúa. Það er það alltaf. Ég er alla vega ekki að missa svefn yfir þessu eða hef einhverjar gríðarlegar áhyggjur,“ segir Sveinbjörg. Hún hafi farið í pólitík vegna þess að hún vildi berjast fyrir ákveðnum málum og ekki grunað að stjórnmálin væru sú ljónagryfja sem þau væru. Sveinbjörg segist hafa gert hreint fyrir sínum dyrum í fjölmiðlum. Meirihlutinn í borginni noti hvert tækifæri til að fara í manninn en ekki málefnin. Sveinbjörg sagði úlfúð hafa verið í flokknum allt frá því í kosningabaráttunni síðast liðið vor og því ekki orðið til með skipan Gústafs Adolfs Níelssonar í mannréttindaráð borgarinnar. Sú skipan hafi verið mistök og skipanin því dregin til baka sama dag og hún og Guðfinna áttu fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. „Við vorum búin að taka ákvörðunina áður og búin að gefa út þessa yfirlýsingu, það er að segja ekki gefa hana út en við vorum búin að skrifa hana um morguninn áður en við fórum á fund með Sigmundi,“ sagði Sveinbjörg. „Hann lagði hart að ykkur að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigurjón þá og Sveinbjörg svaraði: „Það voru alveg skýrar línur já.“ Tengdar fréttir Sveinbjörg tjáir sig ekki um gagnrýni á skipun Gústafs "Það eru engin komment“ 22. janúar 2015 23:08 Segist hafa fengið þau svör að skipun Gústafs hafi átt að vera sniðug Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, segist ekki geta stutt tilnefningar Framsóknarflokks í nefndir og ráð á vegum borgarinnar lengur. 21. janúar 2015 18:03 Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36 „Við stigum þarna út af línunni og ætlum að fara inn á hana aftur“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segist hafa búist við einhverri umræðu um skipan varamanns í mannréttindaráð Reykjavíkur en þó ekki eins mikilli og raunin varð. 21. janúar 2015 13:42 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir skiljanlegt að margir framsóknarmenn vilji ræða framgöngu oddvita flokksins í borginni á flokksþingi í apríl. Hún missi þó ekki svefn vegna þessarar gagnrýni og hafi ekki gríðarlegar áhyggjur af henni, enda ágreiningur í öllum flokkum um einstaka menn. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, Björn Blöndal oddviti Bjartrar framtíðar og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknarflokksins í borginni ræddu málefni borgarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þau ræddu aðallega málefni Strætó en Sigurjón M. Egilsson spurði Sveinbjörgu einnig út í þá gagnrýni sem hún og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi hafa hlotið að undanförnu frá samflokksmönnum. Margir flokksmenn kalli eftir uppgjöri við þær á landsþingi Framsóknarflokksins í apríl. „Er þetta ekki bara eðlileg krafa, að fólk fái að segja sína skoðun? Ég skil alveg framsóknarmenn að einhverju leyti. Það hefur gustað mikið um okkur: okkur hefur verið sett orð í munn oftar en einu sinni og oftar en tvisvar,“ segir Sveinbjörn Birna. Mest hafi gagnrýnin beinst að henni en Guðfinna Jóhanna verið dregin með inn í umræðuna. Landsþing sé rétti vettvangurinn fyrir flokksbundna framsóknarmenn sem hafi áhyggjur af framgöngu hennar og Guðfinnu til að viðra skoðanir sínar. „Ég hlakka bara til þeirrar umræðu. Það er ósætti í öllum flokkum um framgöngu ákveðinna fulltrúa. Það er það alltaf. Ég er alla vega ekki að missa svefn yfir þessu eða hef einhverjar gríðarlegar áhyggjur,“ segir Sveinbjörg. Hún hafi farið í pólitík vegna þess að hún vildi berjast fyrir ákveðnum málum og ekki grunað að stjórnmálin væru sú ljónagryfja sem þau væru. Sveinbjörg segist hafa gert hreint fyrir sínum dyrum í fjölmiðlum. Meirihlutinn í borginni noti hvert tækifæri til að fara í manninn en ekki málefnin. Sveinbjörg sagði úlfúð hafa verið í flokknum allt frá því í kosningabaráttunni síðast liðið vor og því ekki orðið til með skipan Gústafs Adolfs Níelssonar í mannréttindaráð borgarinnar. Sú skipan hafi verið mistök og skipanin því dregin til baka sama dag og hún og Guðfinna áttu fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. „Við vorum búin að taka ákvörðunina áður og búin að gefa út þessa yfirlýsingu, það er að segja ekki gefa hana út en við vorum búin að skrifa hana um morguninn áður en við fórum á fund með Sigmundi,“ sagði Sveinbjörg. „Hann lagði hart að ykkur að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigurjón þá og Sveinbjörg svaraði: „Það voru alveg skýrar línur já.“
Tengdar fréttir Sveinbjörg tjáir sig ekki um gagnrýni á skipun Gústafs "Það eru engin komment“ 22. janúar 2015 23:08 Segist hafa fengið þau svör að skipun Gústafs hafi átt að vera sniðug Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, segist ekki geta stutt tilnefningar Framsóknarflokks í nefndir og ráð á vegum borgarinnar lengur. 21. janúar 2015 18:03 Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36 „Við stigum þarna út af línunni og ætlum að fara inn á hana aftur“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segist hafa búist við einhverri umræðu um skipan varamanns í mannréttindaráð Reykjavíkur en þó ekki eins mikilli og raunin varð. 21. janúar 2015 13:42 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Segist hafa fengið þau svör að skipun Gústafs hafi átt að vera sniðug Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, segist ekki geta stutt tilnefningar Framsóknarflokks í nefndir og ráð á vegum borgarinnar lengur. 21. janúar 2015 18:03
Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36
„Við stigum þarna út af línunni og ætlum að fara inn á hana aftur“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segist hafa búist við einhverri umræðu um skipan varamanns í mannréttindaráð Reykjavíkur en þó ekki eins mikilli og raunin varð. 21. janúar 2015 13:42