Grein Höllu birtist í UN Chronicle Guðrún Ansnes skrifar 30. desember 2015 12:00 Halla Hrund Logadóttir segir 90 prósent nemenda við Orkuháskólann vera erlenda, en Íslendingar þyki standa framarlega í þessum efnum. Vísir/Ernir „Ég held þetta sé gott dæmi um að mörg ríki horfi til Íslands varðandi hvernig hægt er að færa orkunotkun frá olíu og kolum yfir í endurnýtanlega orkugjafa,“ segir Halla Hrund Logadóttir, framkvæmdastjóri Íslenska orkuháskólans við Háskólann í Reykjavík, en á dögunum birti UN Chronicle grein eftir Höllu. Um er að ræða aðaltímarit Sameinuðu þjóðanna sem hefur komið út tvisvar til þrisvar á ári síðan 1946, og er lögð áhersla á ákveðinn málaflokk hverju sinni. Yfirskrift þessa tölublaðs var Sustainable Energy, eða sjálfbær orka, í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP21, sem fram fór í París í byrjun desember. Dæmi um aðra greinahöfunda á þessu ári eru Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari og Nóbelsverðlaunahafi, og Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna. „Greinin fjallar um hvort önnur ríki þessa heims geti lært eitthvað af því ferðalagi sem Ísland tók sér fyrir hendur, að breyta úr kolum og olíu yfir í endurnýtanlega orkugjafa. Það eru ekki svo margir áratugir síðan Íslendingar voru háðir fyrrnefndum orkugjöfum, en í dag eru níu af hverjum tíu húsum hituð upp með jarðvarma og rafmagnið fengið með endurnýjanlegri orku. Aðrar þjóðir horfa því til Íslands í þessum efnum,“ útskýrir Halla. Halla er nánast vakin og sofin yfir málaflokknum, sem hún segir stærsta umhverfismál okkar tíma. „Við gerum lítið án aðgangs að rafmagni og orkumálin snerta því á flestum flötum samfélagsins. Ef við höldum áfram að nota mengandi orkugjafa þá leiðir það af sér margs konar breytingar, svo sem breytingar á veðurfari sem hefur áhrif á matvælaframleiðslu og fæðuöryggi, sem getur haft áhrif á heilsu, stöðugleika samfélaga, viðskipti og svo framvegis,“ bendir hún á og heldur áfram: „Þetta snýst allt um hvernig við getum aukið lífsgæði allra á umhverfisvænan hátt, með breyttri núverandi orkunotkun.“ Halla segist sannarlega finna fyrir vaxandi áhuga á málaflokknum í störfum sínum innan veggja Íslenska orkuháskólans þar sem erlendir námsmenn eru í miklum meirihluta, en auk þess hefur Halla samið kennsluefni í samstarfi við Harvard-háskóla, sem kennt hefur verið víða, meðal annars við Harvard- og Columbia- háskóla. „Yfir 90% prósent þeirra sem stunda námið eru erlendir nemendur. Það er akkúrat það sem er gaman, að sjá hvernig nemendur blómstra þegar þeir taka þekkinguna okkar og halda áfram. Það er mjög áþreifanlegur áhugi á þessum málum." Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
„Ég held þetta sé gott dæmi um að mörg ríki horfi til Íslands varðandi hvernig hægt er að færa orkunotkun frá olíu og kolum yfir í endurnýtanlega orkugjafa,“ segir Halla Hrund Logadóttir, framkvæmdastjóri Íslenska orkuháskólans við Háskólann í Reykjavík, en á dögunum birti UN Chronicle grein eftir Höllu. Um er að ræða aðaltímarit Sameinuðu þjóðanna sem hefur komið út tvisvar til þrisvar á ári síðan 1946, og er lögð áhersla á ákveðinn málaflokk hverju sinni. Yfirskrift þessa tölublaðs var Sustainable Energy, eða sjálfbær orka, í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP21, sem fram fór í París í byrjun desember. Dæmi um aðra greinahöfunda á þessu ári eru Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari og Nóbelsverðlaunahafi, og Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna. „Greinin fjallar um hvort önnur ríki þessa heims geti lært eitthvað af því ferðalagi sem Ísland tók sér fyrir hendur, að breyta úr kolum og olíu yfir í endurnýtanlega orkugjafa. Það eru ekki svo margir áratugir síðan Íslendingar voru háðir fyrrnefndum orkugjöfum, en í dag eru níu af hverjum tíu húsum hituð upp með jarðvarma og rafmagnið fengið með endurnýjanlegri orku. Aðrar þjóðir horfa því til Íslands í þessum efnum,“ útskýrir Halla. Halla er nánast vakin og sofin yfir málaflokknum, sem hún segir stærsta umhverfismál okkar tíma. „Við gerum lítið án aðgangs að rafmagni og orkumálin snerta því á flestum flötum samfélagsins. Ef við höldum áfram að nota mengandi orkugjafa þá leiðir það af sér margs konar breytingar, svo sem breytingar á veðurfari sem hefur áhrif á matvælaframleiðslu og fæðuöryggi, sem getur haft áhrif á heilsu, stöðugleika samfélaga, viðskipti og svo framvegis,“ bendir hún á og heldur áfram: „Þetta snýst allt um hvernig við getum aukið lífsgæði allra á umhverfisvænan hátt, með breyttri núverandi orkunotkun.“ Halla segist sannarlega finna fyrir vaxandi áhuga á málaflokknum í störfum sínum innan veggja Íslenska orkuháskólans þar sem erlendir námsmenn eru í miklum meirihluta, en auk þess hefur Halla samið kennsluefni í samstarfi við Harvard-háskóla, sem kennt hefur verið víða, meðal annars við Harvard- og Columbia- háskóla. „Yfir 90% prósent þeirra sem stunda námið eru erlendir nemendur. Það er akkúrat það sem er gaman, að sjá hvernig nemendur blómstra þegar þeir taka þekkinguna okkar og halda áfram. Það er mjög áþreifanlegur áhugi á þessum málum."
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira