Börn af erlendum uppruna upplifa minni lífshamingju Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. janúar 2015 07:00 frettablaðið/vilhelm Börn sem búa á blönduðu heimili, þar sem annað foreldrið er íslenskt og hitt af erlendu bergi brotið, búa við minni lífsánægju en íslensk börn. Þetta kemur fram í doktorsrannsókn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur, aðjúnkts við uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Eyrún hélt erindi á fyrri degi ráðstefnu í líf- og heilbrigðisvísindum sem fram fór í Háskóla Íslands í gær. Eyrún hefur rannsakað lífsánægju innflytjendabarna á Íslandi og komist að þeirri niðurstöðu að hún sé almennt síðri en þeirra barna sem eru íslensk. Könnunin náði til barna sem eru 11, 13 og 15 ára. „Með rannsókninni er ég að reyna átta mig á hvort það sé munur á lífsánægju ungmenna með erlendan bakgrunn miðað við innlend ungmenni. Og þá hvort hann skýrist af einhverjum öðrum aðstæðum heldur en endilega upprunaþættinum. Það sem ég gerði í þessu tiltekna erindi var að bera saman tvenns konar upprunaskilgreiningar. Hvaða tungumál er talað á heimili og út frá fæðingarlandi foreldra. Það sem er einna athyglisverðast í þessu er að þegar búið er að taka tillit til félagslegra aðstæðna þá er lífsánægja þeirra barna sem búa í blönduðum aðstæðum síðri miðað við íslensk börn en það á ekki við um þau börn sem eiga foreldra sem báðir eru af erlendum uppruna,“ segir Eyrún.Eyrún María RúnarsdóttirBörnunum í rannsókn Eyrúnar var skipt upp í fjóra hópa. Börn með pólskan og svo asískan uppruna, svo blandaðir hópar, þar sem annað foreldrið er af erlendu bergi brotið og hitt íslenskt. Eyrún segir rannsóknina ekki skýra af hvaða ástæðum lífsánægjan sé minni hjá þeim börnum sem eru af erlendu bergi brotin. Eflaust skýrist það af mörgum þáttum. „Þetta er í raun rannsókn sem vekur upp fleiri spurningar en hún svarar. Það getur verið svo margt sem hefur áhrif. Það sem kemur fyrst upp í hugann er hvort það séu einhverjir menningartengdir árekstrar á heimilinu.“ Eyrún setur þó vissa fyrirvara við niðurstöðurnar. „Það þarf alltaf að halda inni öllum fyrirvörum á svona rannsóknum, þetta eru tölfræðilegar upplýsingar, en þær skýra ekki orsök og afleiðingu.“ Eyrún býst við að gera frekari rannsóknir á því af hverju það stafi að lífsánægja þessara barna sé minni. „Mér finnst í raun og veru mikilvægara að fá umræðuna í gang um það hvaða aðstæður séu hér sérstakar.“ Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Börn sem búa á blönduðu heimili, þar sem annað foreldrið er íslenskt og hitt af erlendu bergi brotið, búa við minni lífsánægju en íslensk börn. Þetta kemur fram í doktorsrannsókn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur, aðjúnkts við uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Eyrún hélt erindi á fyrri degi ráðstefnu í líf- og heilbrigðisvísindum sem fram fór í Háskóla Íslands í gær. Eyrún hefur rannsakað lífsánægju innflytjendabarna á Íslandi og komist að þeirri niðurstöðu að hún sé almennt síðri en þeirra barna sem eru íslensk. Könnunin náði til barna sem eru 11, 13 og 15 ára. „Með rannsókninni er ég að reyna átta mig á hvort það sé munur á lífsánægju ungmenna með erlendan bakgrunn miðað við innlend ungmenni. Og þá hvort hann skýrist af einhverjum öðrum aðstæðum heldur en endilega upprunaþættinum. Það sem ég gerði í þessu tiltekna erindi var að bera saman tvenns konar upprunaskilgreiningar. Hvaða tungumál er talað á heimili og út frá fæðingarlandi foreldra. Það sem er einna athyglisverðast í þessu er að þegar búið er að taka tillit til félagslegra aðstæðna þá er lífsánægja þeirra barna sem búa í blönduðum aðstæðum síðri miðað við íslensk börn en það á ekki við um þau börn sem eiga foreldra sem báðir eru af erlendum uppruna,“ segir Eyrún.Eyrún María RúnarsdóttirBörnunum í rannsókn Eyrúnar var skipt upp í fjóra hópa. Börn með pólskan og svo asískan uppruna, svo blandaðir hópar, þar sem annað foreldrið er af erlendu bergi brotið og hitt íslenskt. Eyrún segir rannsóknina ekki skýra af hvaða ástæðum lífsánægjan sé minni hjá þeim börnum sem eru af erlendu bergi brotin. Eflaust skýrist það af mörgum þáttum. „Þetta er í raun rannsókn sem vekur upp fleiri spurningar en hún svarar. Það getur verið svo margt sem hefur áhrif. Það sem kemur fyrst upp í hugann er hvort það séu einhverjir menningartengdir árekstrar á heimilinu.“ Eyrún setur þó vissa fyrirvara við niðurstöðurnar. „Það þarf alltaf að halda inni öllum fyrirvörum á svona rannsóknum, þetta eru tölfræðilegar upplýsingar, en þær skýra ekki orsök og afleiðingu.“ Eyrún býst við að gera frekari rannsóknir á því af hverju það stafi að lífsánægja þessara barna sé minni. „Mér finnst í raun og veru mikilvægara að fá umræðuna í gang um það hvaða aðstæður séu hér sérstakar.“
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira