Innlent

Eldur kom upp í stálsmiðju á Akranesi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Töluverðar reykskemmdir urðu. Mynd úr safni.
Töluverðar reykskemmdir urðu. Mynd úr safni. Vísir/GVA
Eldur kom upp í stálsmiðjunni Jötunstáli á Akranesi í dag. Kviknaði í ruslatunnu innandyra með þeim afleiðingum að mikill reykur kom upp í húsinu.

Töluverðar reykskemmdir eru eftir atvikið, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Akraness.

Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi, segir að slökkvistarf hafi gengið vel. „Við erum að klára að reyklosa og að tryggja að allt sé í lagi,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×