Fjárfestar vilja halda út rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 26. júlí 2015 12:32 Björn Þorláksson segir að það sé mikilvægt að áfram sé gefið út gagnrýnið blað í héraðinu. Vísir Hópur fjárfesta vill halda úti rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri í kjölfar þess að eigendaskipti urðu á Akureyri Vikublaði. Þetta segir Björn Þorláksson, ritstjóri vikublaðsins, en honum var í gær tilkynnt að fyrirtækið Fótspor hefði hætt útgáfustarfsemi sinni. Síðar um daginn bárust þær fréttir að Vefpressan hefði keypt útgáfuréttinn. „Tugir manna eru búnir að hafa samband við mig og segja að þeir myndu líta á það sem hræðilegt afturhvarf ef gagnrýnin rödd hér í héraðinu myndi lognast út af,“ segir Björn. „Ekki síst í ljósi þeirra umsvifa sem hafa orðið á fjölmiðlamarkaði, þá vill maður hafa sem flesta miðla og eignarhald sem dreifðast. Þetta er líka spurning um ábyrgð gagnvart samfélaginu.“ Björn segir að það sé mikilvægt að áfram sé gefið út gagnrýnið blað í héraðinu. „Vitaskuld eru ýmis aðvörunarljós sem blikka, bæði í tengslum við þessa yfirtöku og fyrri yfirtökur,“ segir hann. „Maður sér það þannig að það sé verið að kaupa upp miðla til þess að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu. Til þess að breyta henni, þagga niður í gagnrýnum röddum og svo framvegis. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál.“ Björn og Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur Vikublaðs sem einnig var gefið út af Fótsporum, segja að ekki hafi verið haft samband við sig í kjölfar eigendaskiptanna. Björn Ingi Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar, sagði í skriflegu svari til fréttastofu í morgun að útgáfu vikublaðanna yrði ekki hætt og að beðið væri samþykkis Samkeppniseftirlitsins á kaupunum á Fótsporum. Tengdar fréttir Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Hópur fjárfesta vill halda úti rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri í kjölfar þess að eigendaskipti urðu á Akureyri Vikublaði. Þetta segir Björn Þorláksson, ritstjóri vikublaðsins, en honum var í gær tilkynnt að fyrirtækið Fótspor hefði hætt útgáfustarfsemi sinni. Síðar um daginn bárust þær fréttir að Vefpressan hefði keypt útgáfuréttinn. „Tugir manna eru búnir að hafa samband við mig og segja að þeir myndu líta á það sem hræðilegt afturhvarf ef gagnrýnin rödd hér í héraðinu myndi lognast út af,“ segir Björn. „Ekki síst í ljósi þeirra umsvifa sem hafa orðið á fjölmiðlamarkaði, þá vill maður hafa sem flesta miðla og eignarhald sem dreifðast. Þetta er líka spurning um ábyrgð gagnvart samfélaginu.“ Björn segir að það sé mikilvægt að áfram sé gefið út gagnrýnið blað í héraðinu. „Vitaskuld eru ýmis aðvörunarljós sem blikka, bæði í tengslum við þessa yfirtöku og fyrri yfirtökur,“ segir hann. „Maður sér það þannig að það sé verið að kaupa upp miðla til þess að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu. Til þess að breyta henni, þagga niður í gagnrýnum röddum og svo framvegis. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál.“ Björn og Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur Vikublaðs sem einnig var gefið út af Fótsporum, segja að ekki hafi verið haft samband við sig í kjölfar eigendaskiptanna. Björn Ingi Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar, sagði í skriflegu svari til fréttastofu í morgun að útgáfu vikublaðanna yrði ekki hætt og að beðið væri samþykkis Samkeppniseftirlitsins á kaupunum á Fótsporum.
Tengdar fréttir Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55