Vilja slíta samstarfi við Reykjanesbæ um málefni fatlaðra ingvar haraldsson skrifar 26. janúar 2015 07:00 Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir samstarf í málefnum fatlaðra ekki hafa gengið sem skyldi í núverandi mynd. vísir/gva Garður, Vogar, Sandgerði og Grindavík vilja slíta samstarfi við Reykjanesbæ um málefni fatlaðra. Velferðarráðuneytið heimilar sveitarfélögunum það ekki því þar búa færri en átta þúsund íbúar. Sveitarfélögin uppfylla því ekki ákvæði laga um lágmarksfjölda íbúa á einu þjónustusvæði fyrir fatlaða. Ráðuneytið segir þó að lögunum verði mögulega breytt í kjölfar þess að endurmati á málaflokknum ljúki í vor. Við endurnýjun þjónustusamnings um málefni fatlaðra sem átti að renna út um áramótin fór Reykjanesbær fram á að verða leiðandi sveitarfélag eða sjá um málaflokkinn einn. Ef Reykjanesbær yrði leiðandi sveitarfélag myndi bærinn fá fjármagn frá hinum sveitarfélögunum og sjá um þjónustu við fatlaða fyrir þau.Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir samstarfið hafi ekki gengið sem skyldi.Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir ástæðu þess að Reykjanesbær vilji verða leiðandi sveitarfélag þá að samstarfið í núverandi mynd hafi ekki gengið sem skyldi. „Það ætluðu allir að vera að vasast í þessu og það gekk aldrei upp,“ segir Anna Lóa.Væru að framselja valdi Hin sveitarfélögin fjögur vildu ekki sætta sig við forystu Reykjanesbæjar í málaflokknum. „Við værum að framselja talsvert mikið vald á þjónustu við okkar íbúa og hefðum ekkert um þjónustuna að segja nema í einhverju samráði,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur.Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir engin gild rök fyrir því að Grindavíkurbær geti ekki séð um málefni fatlaðra sjálftGrindvíkingar vilja fá að sjá um þjónustu við fatlaða sjálfir en Vogar, Garður og Sandgerði stefna að því að verða eitt þjónustusvæði. Róbert á ekki von á því að notendur þjónustunnar myndu finna mikið fyrir breytingunni ef þjónustusvæðið yrði brotið upp. Nú sé félagsþjónusta rekin sérstaklega í Grindavík sem og sameiginlega í Vogum, Garði og Sandgerði. „Við eigum frekar von á því að við getum nýtt kosti smæðarinnar,“ segir hann.Engin gild rök fyrir lágmarkinu Þá segir Róbert engin gild rök fyrir því að svæði með færri en átta þúsund íbúum geti ekki sinnt þjónustu við fatlaða. Lágmarkið hafi verið miðað við íbúafjölda á Vestfjörðum í kringum aldamótin en Vestfirðir hafi þá verið fámennasta þjónustusvæðið fyrir fatlaða. Sveitarfélögin fjögur munu funda með samráðsnefnd velferðarráðuneytisins um málefni fatlaðs fólks á næstunni þar sem farið verður yfir málið. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Garður, Vogar, Sandgerði og Grindavík vilja slíta samstarfi við Reykjanesbæ um málefni fatlaðra. Velferðarráðuneytið heimilar sveitarfélögunum það ekki því þar búa færri en átta þúsund íbúar. Sveitarfélögin uppfylla því ekki ákvæði laga um lágmarksfjölda íbúa á einu þjónustusvæði fyrir fatlaða. Ráðuneytið segir þó að lögunum verði mögulega breytt í kjölfar þess að endurmati á málaflokknum ljúki í vor. Við endurnýjun þjónustusamnings um málefni fatlaðra sem átti að renna út um áramótin fór Reykjanesbær fram á að verða leiðandi sveitarfélag eða sjá um málaflokkinn einn. Ef Reykjanesbær yrði leiðandi sveitarfélag myndi bærinn fá fjármagn frá hinum sveitarfélögunum og sjá um þjónustu við fatlaða fyrir þau.Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir samstarfið hafi ekki gengið sem skyldi.Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir ástæðu þess að Reykjanesbær vilji verða leiðandi sveitarfélag þá að samstarfið í núverandi mynd hafi ekki gengið sem skyldi. „Það ætluðu allir að vera að vasast í þessu og það gekk aldrei upp,“ segir Anna Lóa.Væru að framselja valdi Hin sveitarfélögin fjögur vildu ekki sætta sig við forystu Reykjanesbæjar í málaflokknum. „Við værum að framselja talsvert mikið vald á þjónustu við okkar íbúa og hefðum ekkert um þjónustuna að segja nema í einhverju samráði,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur.Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir engin gild rök fyrir því að Grindavíkurbær geti ekki séð um málefni fatlaðra sjálftGrindvíkingar vilja fá að sjá um þjónustu við fatlaða sjálfir en Vogar, Garður og Sandgerði stefna að því að verða eitt þjónustusvæði. Róbert á ekki von á því að notendur þjónustunnar myndu finna mikið fyrir breytingunni ef þjónustusvæðið yrði brotið upp. Nú sé félagsþjónusta rekin sérstaklega í Grindavík sem og sameiginlega í Vogum, Garði og Sandgerði. „Við eigum frekar von á því að við getum nýtt kosti smæðarinnar,“ segir hann.Engin gild rök fyrir lágmarkinu Þá segir Róbert engin gild rök fyrir því að svæði með færri en átta þúsund íbúum geti ekki sinnt þjónustu við fatlaða. Lágmarkið hafi verið miðað við íbúafjölda á Vestfjörðum í kringum aldamótin en Vestfirðir hafi þá verið fámennasta þjónustusvæðið fyrir fatlaða. Sveitarfélögin fjögur munu funda með samráðsnefnd velferðarráðuneytisins um málefni fatlaðs fólks á næstunni þar sem farið verður yfir málið.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira