Óveðrið hafði áhrif víða ingvar haraldsson skrifar 26. janúar 2015 07:00 Ferðalangar máttu klæða sig vel og vera á góðum skóm til þess að lenda ekki í vandræðum. vísir/ernir Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær. Björgunarsveitir voru að störfum í allan gærdag. Festa þurfti þakplötur og þakkanta sem fuku á nokkrum stöðum á Suðurnesjum og í Ólafsvík. Þá fauk hjólhýsi á kyrrstæðan bíl við Hæðargarð í Reykjavík. Aðstæðurnar voru einna verstar á Holtavörðuheiði. Þar voru björgunarsveitir kallaðar til vegna flutningabíls og fólksbíls með tengivagn sem fuku út af veginum á heiðinni. Holtavörðuheiðinni, Bröttubrekku, Öxnadalsheiði og Laxárdalsheiði var lokað vegna veðursins og mikillar hálku. Eins var vegum lokað um Þverárfjall og Vatnsskarð. Færð á fjallvegum um land allt var erfið vegna hálku og óveðursins.Flugi aflýst og lokanir hunsaðar Öllu innanlandsflugi var aflýst í gær. Millilandaflug til og frá Keflavíkurflugvelli tafðist um nokkrar klukkustundir vegna veðurofsans. Fjöldi farþega sat fastur í flugvélum úti á flugbraut á Keflavíkurflugvelli því ekki var hægt að koma flugvélum að landgöngubrúm. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að sumir hafi hunsað lokunarpósta lögreglu og Vegagerðarinnar og ekið framhjá þeim. „Það er alveg ótrúlegt því það er ekki verið að loka að ástæðulausu,“ segir Ólöf. Um 150 manns voru veðurteppt í Staðarskála í Hrútafirði vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Mestur varð meðalvindhraðinn á heiðinni 31 metri á sekúndu. Víða á landinu var meðalvindhraði milli 23 og 25 metrar á sekúndu í gær en lægja fór með kvöldinu. Mestur varð vindhraðinn í hviðum 40 metrar á sekúndu á Fróðárheiði að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kalt veður við Kanada skýrir djúpar lægðir að hluta Óli telur að nokkuð margar djúpar lægðir hafi farið yfir landið á síðustu mánuðum. „Þetta er búið að vera nokkuð viðvarandi það sem af er vetri. En ég held að þetta sé nú ekkert einsdæmi,“ segir hann. Veðrið að undanförnu hafi að vissu leyti skýrst af veðurfari í Norður-Ameríku að sögn Óla. „Það er búið að vera mjög kalt loft yfir Kanada sem lægðirnar hafa verið að narta í og nota. Það er gífurlega mikið fóður í þessum kulda svo lægðirnar verða oft krappari og öflugri fyrir vikið,“ segir Óli. Óli bendir á að með kalda loftinu komist suðvestanátt að landinu. „Þá verða élin oft dimmari en á þessum mildari vetrum sem voru hérna fyrir nokkrum árum,“ segir hann. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira
Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær. Björgunarsveitir voru að störfum í allan gærdag. Festa þurfti þakplötur og þakkanta sem fuku á nokkrum stöðum á Suðurnesjum og í Ólafsvík. Þá fauk hjólhýsi á kyrrstæðan bíl við Hæðargarð í Reykjavík. Aðstæðurnar voru einna verstar á Holtavörðuheiði. Þar voru björgunarsveitir kallaðar til vegna flutningabíls og fólksbíls með tengivagn sem fuku út af veginum á heiðinni. Holtavörðuheiðinni, Bröttubrekku, Öxnadalsheiði og Laxárdalsheiði var lokað vegna veðursins og mikillar hálku. Eins var vegum lokað um Þverárfjall og Vatnsskarð. Færð á fjallvegum um land allt var erfið vegna hálku og óveðursins.Flugi aflýst og lokanir hunsaðar Öllu innanlandsflugi var aflýst í gær. Millilandaflug til og frá Keflavíkurflugvelli tafðist um nokkrar klukkustundir vegna veðurofsans. Fjöldi farþega sat fastur í flugvélum úti á flugbraut á Keflavíkurflugvelli því ekki var hægt að koma flugvélum að landgöngubrúm. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að sumir hafi hunsað lokunarpósta lögreglu og Vegagerðarinnar og ekið framhjá þeim. „Það er alveg ótrúlegt því það er ekki verið að loka að ástæðulausu,“ segir Ólöf. Um 150 manns voru veðurteppt í Staðarskála í Hrútafirði vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Mestur varð meðalvindhraðinn á heiðinni 31 metri á sekúndu. Víða á landinu var meðalvindhraði milli 23 og 25 metrar á sekúndu í gær en lægja fór með kvöldinu. Mestur varð vindhraðinn í hviðum 40 metrar á sekúndu á Fróðárheiði að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kalt veður við Kanada skýrir djúpar lægðir að hluta Óli telur að nokkuð margar djúpar lægðir hafi farið yfir landið á síðustu mánuðum. „Þetta er búið að vera nokkuð viðvarandi það sem af er vetri. En ég held að þetta sé nú ekkert einsdæmi,“ segir hann. Veðrið að undanförnu hafi að vissu leyti skýrst af veðurfari í Norður-Ameríku að sögn Óla. „Það er búið að vera mjög kalt loft yfir Kanada sem lægðirnar hafa verið að narta í og nota. Það er gífurlega mikið fóður í þessum kulda svo lægðirnar verða oft krappari og öflugri fyrir vikið,“ segir Óli. Óli bendir á að með kalda loftinu komist suðvestanátt að landinu. „Þá verða élin oft dimmari en á þessum mildari vetrum sem voru hérna fyrir nokkrum árum,“ segir hann.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira