Að sögn tónleikahaldarans Guðbjarts Finnbjörnssonar verður ekki unnt að halda aukatónleika og ólíklegt að hægt verði að bæta við fleiri miðum.
Jessie J spratt fram á sjónarsviðið fyrir fjórum árum en hún er fyrsta konan til að ná sex lögum af sömu plötu inn á topp tíu lista. Árið 2012 söng hún lagið We Will Rock You með hljómsveitinni Queen á lokaathöfn Ólympíuleikanna í London.